21 DAGS KETO ÁSKORUNIN
NAFN: GÍSLÍNA VILBORG ÓLAFSDÓTTIR
BYRJAÐI ÁSKORUNINA: 16 APRÍL 2018

Nú er ég bara tiltölulega nýbyrjuð en vaknaði i morgun og fékk þessa líka löngun til að ryksuga og skúra gólfin. Fór i 45 min göngu til að losna við þessa löngun 😊 Virkaði ekki betur en svo að hún er ennþá til staðar 😊 Þetta eru sennilega slæmu hliðaverkanirnar sem lýst er í bókinni.  Finn ótrúlegan mun á orku frá því i gær og minni þoka i kollinum og vigtin strax niður um 2 kg, sennilega smá fita en stærsti hlutinn er vatn.

18 APRÍL
Vigtin mín er svo glöð þessa daganna, enda fækkar kílóunum hratt og örugglega sem hún þarf að bera þegar ég stíg á hana. Í morgun voru farin rúm 4 kíló og það bara á fjórða degi. Ég átta mig á því að þetta er líklega að mestu vatn en hjúkket. Það besta er að ég er svo miklu hressari á morgnanna. Vaknaði rúmlega 6 í morgun og skutlaði börnunum í íþróttir og fór sjálf út að labba og er strax farin að finna mun á hveru minna mæðin ég verð, mun minni heilaþoka og það besta er að ég syng ekki eins mikið á næturnar sagði eiginmaðurinn i morgun ( hann á nú eftir að sakna þess) Gott að byrja svona, gefur manni gott viðhorf til að halda áfram í þessu þrátt fyrir smá vanlíðan á fyrstu metrunum.


20 APRÍL
Fann alveg hetjuna í mér labbandi út í búð og kaupa ekkert nammi á föstudegi, Hríspokinn minn sem hefur verið mitt helgar nammi fór ekki í körfuna. Enginn sykur í 5 daga núna og algerlega heiðskýrt í heilabúinu.

21 APRÍL
Búinn að vera 5 daga í 21 dags Keto áskoruninn og vigtin fer hratt niður þessa daganna, sá nýja tölu á vigtinni í dag sem gerir 5 kg. síðan ég byrjaði. Líður yndislega vel svona mest allan daginn og hef ekki dottið út af sporinu. Hef ekki fylgt beint planinu enda ömurleg í að fylgja uppskriftum, get ekki einu sinni prjónað eftir þeim. En styðst við allt sem ég fæ sent og hugmyndir frá Keto facebook síðunni. Mitt plan hefur verið að borða mig sadda tvisvar á dag og hingað til hefur það virkað afar vel. Ég held ótrauð áfram 😊

Ef þú vilt vita meira um Keto áskorunina eða vera með þá smelltu hérna: http://habs.is/portfolio/21dagsketoaskorun/