EINKAÞJÁLFUN – *NÝTT/ NÆRINGARÞJÁLFUN – MORGUNLEIKFIMI
Ég er að bjóða upp á einkaþjálfun (nokkrar staðsetningar í boði) Næringarþjálfun sem er nýtt konsept sem er alger  snilld og er BESTA LEIÐIN til að ná stjórn á mataræðinu í eitt skipti fyrr öll. Er einnig með morguntíma kl 6:30 á mán/mið/fös sem eru hópþjálfun með geggjuðu stuði og stemmingu þrjá morgna í viku. Lestu það sem er i boði hérna fyrir neðan og sjáðu verðin.

“Næringarþjálfun hjá Gunna er það besta sem ég hef gert fyrir mína heilsu. Það er alveg magnað hvað hann setur þetta vel fram og útskýrir allt á einfaldan hátt. Fékk prógramm sem var sérsniðið að mér, hvaða mat mér líkaði við og meira að segja – Út að borða/á ferðinni hugmyndapakka sem var geggjaður. Mæli 100% með ráðgjöf  hjá Gunna núna 2 mánuðuð síðar og 9 kg farin”

– Valdís G

EINKAÞJÁLFUN/HÓPÞJÁLFUN (2-5 SAMAN)  – INNIFALIÐ ER:

Einkaþjálfun/Hópþjálfun er frábær leið til að fá faglegar leiðbeiningar um bæði æfingar og mataræði, mikið aðhald. Við byrjum á að setjast niður og fara yfir þín markmið, þú færð næringarráðgjöf og plan til að fylgja og síðan erum við að hittast og æfa 2-3 í viku.

Mataræðið – Þú færð sérsniðna áætlun sem hentar þér, þínum markmiðum og bragðlaukum. Ég hef sérhæft mig í mataræðinu og leiði þig í gegnum það á einfaldan og skiljanlegan hátt.Æfingarnar – Ég hef unnið við þjálfun í 30 ár og legg mikla áherslu á vellíðan í gegnum æfingarnar en að þær séu áhrifaríkar. Ég nota nuddrúllur til að losa um stífa vöðva og enda alla tíma á góðum teygjum. Hver tími er 50 mín

Verð: 3 í viku/4 vikur – Einkaþjálfun – 85 þús
Verð: 2 í viku/4 vikur – Einkaþjálfun – 68 þús
*ath að verð lækka ef tveir eða fleiri eru saman
*ath að verð inn á stöðina eru ekki innifalið – Ég er á Hilton Spa/Reebok Faxafeni og Natura spa (Loftleiðir hótel)

*NÝTT – NÆRINGARÞJÁLFUN – 4 vikur
Næringarþjálfun virkar svona….Velkomin á þann stað að ÞÚ NÆRÐ STJÓRN Á MATARÆÐINU. Ég hef gefið út 4 bækur ásamt ótal rafbókum um mataræðið og þessi tegund “EINKAþjálfunar” er það sem koma skal. Næringarþjálfun gengur út á mataræðið og ég stend við bakið á þér allan tímann með ráðleggingum, matarplönum, góðum hugmyndum, mælingum og fleira. Þetta er án nokkurs vafa BESTA LEIÐIN til að ná stjórn á mataræðinu í eitt skipti fyrir öll, punktur.

INNIFALIÐ ER:
– 3 hittingar. Við hittumst í upphafi, eftir 14 daga og svo aftur eftir 4 vikur
*hittingarnir eru frábær leið til að fá gott pepp, fara yfir málin og fá mælingar með glúkosa og ketóna
– Næringarplan sem er sniðið að þér, þínum markmiðum og bragðlaukum
– Matseðill fyrir heilan mánuð byggður á þínum markmiðum

– Fult af litlum “life hacks” hugmyndum sem munu aðstoða þig stórkostlega á þessum tíma
– Frábærir punktar um meltinguna, föstur og svefn sem geta aðstoðað þig á stórkostlegan hátt
– Óendanlegur stuðningur á email alla daga eftir þörfum
– Mælingar á glúkósa og ketónum í blóði eru framkvæmdar eftir 14 daga og aftur í lokin

 

ÞETTA ER MITT SÉRSVIÐ OG ÉG ER SANNFÆRÐUR UM AÐ ÉG GETI KOMIÐ ÞÉR Á RÉTTA BRAUT VARÐANDI MATARÆÐIÐ OG HLUTUM TENGDUM ÞVÍ – ÞAÐ ER KOMINN TÍMI AÐ NÁ TÖKUM Á ÞVÍ

Verð 4 vikur – 60 þús – allt innifalið
Verð 4 vikur – 2 saman – 45 þús á mann – allt innifalið

MORGUNLEIKFIMI
Ég er búinn að vera með þessa tíma nánast óslitið síðustu 15 árin og þeir eru 50 mínútna geggjuð blanda af styrktar og brennsluæfingum undir dúndrandi tónlist. Alger gleðisprengja.

Þetta eru 4 vikur og ég er að breyta um áherslur á milli vikna, svona eru þær byggðar upp…
VIKA 1 – Blanda af styrk og brennslu, ræs á alla líkamshluta og virkjun á brennslukerfinu okkar
VIKA 2 – Fókus á miðjusvæðið og kviðinn, lausreiknað ertu líklega að gera 2000 magaæfingar á viku 2 🙂
VIKA 3 – Fókus á styrk, drögum niður í cardio æfingum og áherslan er á stoðkerfið/vöðvana
VIKA 4 – Brennslukerfið virkjað, hjarta, lungu og æðakerfisþjálfun Par Excellence – Allt í botni 🙂

Þessir hringir og æfingar eru byggðir þannig upp að ég er að leggja sem minnst álag á mjóbak, hné og axlir og það er mjög auðvelt að aðlaga allar æfingar að hverjum og einum ef þarf, semsagt tímarnir HENTA ÖLLUM.

Verð: 20 þúsund (3 tímar í viku klukkan 6:30 í 4 vikur)
Tímarnir eru í Reebok Fitness Faxafeni
*ath að kort í stöðina er ekki innifalið

 

SKRÁNING EÐA FREKARI UPPLÝSINGAR:
gunni@habs.is
Gunni: 774 7777