Category Archives: LKL Næringarráðgjöf

Viltu ná frábærum árangri á LKL? – Námskeið

By | LKL Námskeið, LKL Næringarráðgjöf | No Comments

LKL NÁMSKEIÐ ÁGÚST

Það getur verið flókið að ætla af stað í verkefni eins og að byrja á LKL mataræðinu.
Það er mikið af fróðleik þarna úti og oft ein hendi á móti annarri í skoðunum á hvað
er í lagi og hvað ekki.
Það er mikilvægt að gera tvennt þegar þú byrjar:

1. Meta hvað er mikilvægara en annað til að ná árangri og byrja á þeim breytingum.
2. Sérsníða breytingarnar og mataræðið að ÞÉR

Þetta er það sem námskeiðin mín ganga út á. Ég fer ítarlega ofan í hvað þú þarft að gera til að uppskera
góðan árangur og síðan sérsníðum við það að því hver markmið þín eru. Að mínu mati er þetta besta leiðin
til að uppskera góðan árangur enda ekki einn leið sem hentar öllum. Með því að takmarka fjöldann á hverju
námskeiði get ég aðstoðað hvern og einn til að uppskera árangur og ná þeim markmiðum sem sett hafa verið.

Hvert námskeið inniheldur:
– 2 tíma fyrirlestur / Allt sem þú þarft að vita um Lágkolvetna mataræðið
– Fróðleikur sendur x2 í viku sem inniheldur m.a. matseðla, uppskriftir, hvatningu
– Vikulegir fundir haldnir með stuttum fyrirlestri og Q&A samtals 4 vikur

Ég er með næsta námskeið fimmtudaginn 14 ágúst kl 19:00 – hlakka til að sjá þig.
Skráning er hafin á gunni@lkl.is

Kær kveðjaGunni