All posts by Gunnar Már Kamban

Skál fyrir mér

By | Óflokkað | No Comments

Skál fyrir mér að láta draga mig í Zumba og líta út eins og ég væri í flogaveikiskasti…….og vera sama

Skál fyrir að halda áfram í 5 mínútur á hlaupabrettinu þrátt fyrir að vera búin á því fyrir 15 mínútum
Skál fyrir hverju skipti sem ég panta mér salat en langar í sveittan hamborgara og fröllur
Skál fyrir að vera enn hætt að borða sykur þrátt fyrir að september sé búinn
Skál fyrir því að vakna 5:30 og mæta á æfingu klukkan 6:00 (einu sinni)
Skál fyrir öllum grænu ógeðisdrykkjunum sem ég innbyrgði daglega
Skál fyrir að þurfa aðstoð á salerninu vegna strengja í fótunum
Skál fyrir svitagöllunum og sokkunum….ertu að grínast
Skál fyrir kjúklingabringum
Skál fyrir brokkólí
Skál fyrir seiglu

Skál fyrir NÝJU mér sem hlýtur bara að fara að láta sjá sig
Skál fyrir að vakna aftur hvern einasta dag og endurtaka þetta…

recite-32750--1606038561-1j3xbye

Þó það sé ekki lengur september er ástæðulaust að byrja aftur í sykri

By | LKL Fróðleikur, LKL Námskeið | No Comments

Þó það sé ekki lengur september er ástæðulaust  að byrja aftur í sykri. Ef þú varst sykurlaus í september en ert aftur komin í gamla farið er ekki úr vegi að gera „note to self”  hvers vegna þú hættir að borða sykur í fyrsta stað og af hverju þú ættir mögulega að taka það upp aftur.

Augljósu ástæðurnar eru sjúkdómar eins og sykursýki 2 og hjartasjúkdómar en það að sleppa sykri  stóreykur líkurnar á að þú sleppir við þessa banvænu sjúkdóma. Síðan er það auðvitað háþrýstingur og þyngdin en sykur getur hæglega hindrað það einn og óstuddur að þú náir þyngdarmarkmiðum þínum.

Hérna eru 10 aðrar ástæður fyrir að þú ættir að – Hætta að borða sykur

1. Að hætta að borða sykur MUN minnka þá upphæð sem þú eyðir í mat. Sykraðar vörur eru nefnilega ekki ódýrar vörur þó fyrirtækin sem setja hann í matinn okkar virðist vera að fá hann ókeypis miðað við magnið sem er dælt í hann. Með því að kaupa nokkrar vörur sem þú notar aftur og aftur og elda mat í stærri skömmtum til að hjálpa til við skipulag ertu að spara kjess.

620x339xnew-habit-2-620x339.jpg.pagespeed.ic.h-xynZxsmp

2. Að hætta að kaupa nammi og sykraða drykki er sennilega stærsti sparnaðurinn. Vatn er frítt en gos, orkudrykkir, sykraðir kaffidrykkir  og safar eru ekki ókeypis  og ef þú ert að kaupa nammi og gos ítrekað eða daglega ertu komin í bullandi sparnað og gætir verið á leiðinni til Kanarí með ömmu þinni og afa um jólin.

4a5231e685064e7b710d28e493c79571

3. Með því að hætta í sykri ertu líka að sneiða fram hjá vörum sem innihalda ekki bara sykur heldur bestu  vini hans sem eru allir í sama klúbbnum, Bindi, Þykkingar  og Fylliefnaklúbbnum BÞF. Þetta eru gaurar eins og  hveiti, kartöflumjöl, frúktósi, sýróp, maíssterkja, glúkósi og fleiri og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera á sakaskrá.

photo 3

4. Ef þú heldur að það nægi að hætta að borða SYKUR lifirðu í draumaheimi. Matvælaframleiðendur eru ekki fæddir í gær og vita nákvæmlega hvað gerist ef þeir breyta nafninu á sykri eða umorða þetta til dæmis í…. þessi vara inniheldur einsykur og tvísykrur!!! Einmitt. Við vitum ekki hvað í fjáranum það þýðir og kaupum vöruna af því það stendur 100% náttúrulegt framan á henni. Hérna er upptalning á nokkrum sykurtegundum sem eru í raun ekkert skárri en þessi hvíti viðbætti, nema síður sé.
– Sýróp
– Hrásykur
– Agave
– Frúktósi
– Brúnn sykur
– Hunang
– Súkrósi (hvítur sykur)
– Dextrósi
– Molasses
– Kornsýróp
– Ávaxtasafi
– Glúkósi
– Ávaxtaþykkni
– High fructose corn syrup

photo 4

5. Þegar þú ert ekki að borða sykraðar vörur einfaldar það gríðarlega matarinnkaupin. Það eru nefnilega ekki nema svona 2-3 gangar sem innihalda vörur sem innihalda ekki sykur. Þú verslar ferskar hrávörur sem eru lifandi og eru næringarríkustu vörurnar í allri búðinni og þú gerir það á mettíma því þú hættir að stoppa fyrir framan kex og nammirekkana spyrjandi sjálfa þig hinnar klassísku spurningar….hvað langar mig í?

022214_0531_thereisnoel1

6. Þú getur eytt tímanum sem þú sparaðir í stórmarkaðinum í að prófa aldeilis splunkunýjar og meiriháttar spennandi grænmetisuppskriftir eins og blómkálspoppkorn, brokkólískinn með osti og beikoni, avókadófranskar, kúrbítspasta, hnúðkálsfranskar, blómkálspizzu og kálflögur. Nöfnin eru kannski framandi en næringin og bragðið….maður lifandi!

success1

7. Við það að hætta að kaupa tilbúinn drasl-ekkimat þarftu að að fara að elda aftur frá grunni en engar áhyggjur. Það er engin ástæða til að vera að eyða meira en 20 mínútum í eldhúsinu þótt þú sért að elda hollan og næringarríkan mat sem lætur þér líða vel á eftir að utan sem innan og veldur því að þig langar EKKI í eitthvað sætt eftir kvöldmat. Þú situr í sófanum eftir matinn og klórar þér í hausnum yfir því af hverju þig langar út í göngutúr en ekki  í hlaup og súkkulaði og spyrð hvernig þetta sé mögulegt. Trikkið er einfaldlega rétt samsettur matur með góðum fitum, próteingjöfum og trefjaríkum kolvetnum sem fylla þig og metta án þess að valda blóðsykursveiflum og þar með er sykurlöngunin bye bye…

photo 1

8. Manstu þegar ÞÚ stjórnaðir en ekki sykurinn? Ég held að allir í hinum vestræna heimi hafi einhverntíma misst stjórnina á sykurneyslunni og það er ekki gaman að missa stjórnina á sinni eigin skútu. Það er sannað mál að sykur virkar NÁKVÆMLEGA eins og önnur fíkniefni. Við borðum sykur þegar við erum glöð, þegar við erum leið, þegar við erum að skemmta okkur meðal fólks, þegar við erum í depurð, þegar við erum veik, þegar við erum særð, þegar við erum undir álagi, þegar við erum að fagna og svo framvegis og framvegis. Sykurneysla er TILFINNINGATENGD og það verðum við að að skilja. Það er algjörlega hægt að hætta að borða sykur og leiðin er bein og breið og allir geta fetað hana. Þú getur tekið stjórnina aftur sama hversu lengi eða illa þú ert búin að missa hana.

1799556_520821191367336_523447451_a

9. Líkamleg og andleg líðan er nátengd og þær er hægt að bæta stórkostlega þegar þú hættir að borða sykur. Að vakna með jákvæðni og orku til að takast á við nýjan dag er ekki sjálfgefið ef þú borðar sykur. Þú borðar í þig jákvæðni, áræðni, orku, bjartsýni og þor alveg eins og þú getur borðað þig í þunglyndi, leti, framtaksleysi, depurð og almenna vanlíðan. Matur skiptir gríðarlegu máli og er það stöff sem hefur hvað MEST áhrif á hormónakerfi okkar sem stjórnar ÖLLUM þeim tilfinningum og líðan sem hérna er upptalin.

hello-my-name-is-consistency

10. Þú ert að leggja inn á framtíðarreikningin og ekki bara á einn veg heldur tvo. Það er ljóst að um 60-70% af öllu því fé sem fer í að reka heilbrigiðiskerfið hérna á Íslandi og víðast í hinum vestræna heimi fer í lífsstílstengda sjúkdóma. Sjúkdóma sem við erum sjálf að valda okkur með þeim óholla lífsstíl sem við erum að velja okkur. Rangt fæðuval og sykurneysla er risastór hluti af þessari mynd. Með því að hætta í sykri og þar með velja hollari lífsstíl erum við ekki bara að bæta birtu í okkar eigin framtíð heldur líka afkomenda okkar sem þurfa mögulega ekki að standa strauminn af þessum himinháa kostnaði og buguðu heilbrigðiskerfi.

Your-time-is-limited-Steve-Jobs-quote

Það að vera með námskeið sem gengur út á það að hjálpa fólki að hætta að borða sykur getur hljómað asnalegt í einhverjum eyrum því ef þú ætlar að hætta að borða sykur þá bara hættirðu að borða sykur, rétt? Ef þetta væri rétt værum við ekki í þeim málum sem við erum í dag. Það er flókið að hætta að borða sykur og fjölmargir þættir sem þarf að huga að, bæði líkamlegir og auðvitað næringarlegir. Þegar við eldumst erum við oft að sjá tölur á vigtinni og líkama í speglinum sem er okkur framandi og það þrátt fyrir að hafa eytt ótrúlegum tíma og fjármunum í heilsuna síðustu 10-15 árin. Hvernig  getur þetta verið?

Námskeiðið  – Hættu að borða sykur fer í ALLA þætti sem skipta máli og kannski meira máli en þú heldur varðandi það að bæta heilsuna og auka lífsgæði okkar með því að hætta að borða sykur. Hvort sem það eru sjúkdómsforvarnir eða vigtin sem þú vilt bæta þá er farið í alla þætti er varða bætta heilsu og öllum steinum velt við.
Þetta stendur og fellur með því sem við gerum daglega. Þetta stendur og fellur með þeim mat og þeirri næringu sem við látum ofan í okkur og námskeiðið veitir þér allan þann fróðleik sem þú þarft að vita til að uppskera árangur. Matseðlar, uppskriftir, fróðleikur, Úlfar í sauðagærum, borðaðu þetta-ekki þetta og margt fleira

Næsta námskeið hefst mánudaginn 10 nóvember og skráning fer fram með því að senda póst á gunni@lkl.is
6 vikan námskeið með yfir 30 póstum og kostar aðeins 4,900.-

Sykurlaus kveðja
Gunni

NÝTT: Hættu að borða sykur – 6 vikna prógram

By | LKL Fróðleikur, LKL Námskeið | No Comments

Hættu að borða sykur er NÝTT 6 vikna „online“ prógram sem aðstoðar þig við að hætta að borða sykur og þá meina ég sykur í öllum sínum formum. Það er ótrúlegt hvað gerist þegar þú hættir í sykri og ef þú ætlar aðeins að taka eitt skref í átt að bættri heilsu skaltu taka skrefið að hætta að borða sykur. ÞAÐ ER EKKERT SEM HEFUR JAFNMIKIL ÁHRIF Á HEILSUNA OG ÞAÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SYKUR

Af hverju ættirðu að hætta að borða sykur? Það eru fullt af ástæðum, hérna eru nokkrar:
– Þú getur minnkað fiturforðann og mittismálið ef þú hættir að borða sykur
– Þú hefur jafnari og betri orku yfir daginn ef þú hættir að borða sykur
– Þú hefur betri stjórn á matarlystinni og magninu sem þú borða ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að bæta heilsuna verulega ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að minnka líkurnar á lífsstílssjúkdómum verulega ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að spara þér fullt af peningum þegar þú hættir að borða sykur
– Þú ert að stórauka líkurnar á að þú verðir heillbrigðari á komandi árum ef þú hættir að borða sykur

Hættu að borða sykur – 6 vikna prógramm inniheldur:
– Daglega hvatningu, ráð og hugmyndir til að hætta að borða sykur
– Hvaða skref NÁKVÆMLEGA þú þarft að taka til að geta hætt að borða sykur
– BBAM matarplan án sykurs (Borðaðu Bara Alvöru Mat)
– Innkaupalista og hugmyndir að sykurlausum útgáfum af ýmsum vörum
– Eftirréttar uppskriftir án sykurs

Vika 1: Byrjað á að skera niður sykur í mataræðinu
Hvar er sykur að finna í daglegri neyslu? Ertu mögulega að borða fullt af sykri án þess að vita af því?
Vika 2: Hætta að borða sykur…..en hvað kemur í staðinn?
Fullt af vöruhugmyndum um bestu kostina og innkaupalisti / Borðaðu þetta/Ekki þetta
Vika 3: Aðalréttir, millimál, morgunverðir og allt þar á milli
Þessi vika er sú gómsætasta og það besta er að hún er algerlega sykurlaus
Vika 4: Tilraunavika og detoxvikan, hérna gerast hlutirnir sko
Nú köfum við enn dýpra og þessi vika er full af fróðleik um hormónin og það sem gerist innra með þér þegar þú hættir í sykri.
Vika 5: Andlega hliðin tekin í góða haust hreingerningu
Líkamleg og andleg heilsa fara hönd í hönd og hérna nær andlega hvatningin hámarki. Það geta ALLIR hætt að borða sykur
Vika 6: Endurmat, yfirlit og framtíð án sykurs.

Til að vera með sendirðu póst á gunni@lkl.is og skráir þig.
Næsta prógram hefst mánudaginn 22 september og er í 6 vikur.
Hættu að borða sykur prógramið kostar aðeins 4,900.-
meira hérna: https://www.facebook.com/haettuadbordasykur

Timeline

Ég er hætt með þér

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ég veit að þetta verður erfitt svona til að byrja með. Það er það alltaf þegar maður hættir með einhverjum. Þannig að til þess að hjálpa mér þá hef ég skrifað þetta bréf sem fjallar um ástæður þess að þetta eitraða samband getur bara ekki haldið lengur áfram. Það er allt of mikið í húfi fyrir mig. Heilsa mín og framtíð er í húfi. Alltaf þegar mig langar að fara aftur til þín skal ég lesa þetta bréf yfir og fara aftur og aftur yfir ástæðurnar. Þetta samband hefur aldrei verið og verður aldrei heilbrigt.

Sykur, það er kominn tími á að við hættum saman. Þú ert ekki málið fyrir mig lengur.
Þú ert ekki góður fyrir mig og í sannleika sagt fæ ég ógleðistilfinningu yfir því hvernig þú lætur mér stundum líða.
Mér líður ekki vel þegar við erum saman og mér líður oft hræðilega þegar við erum búin að hittast mikið. Þú hefur einstakt lag á að láta mér líða illa. Ég fæ samviskubit eftir hvert sinn sem ég hitti þig og ég veit af hverju það stafar. Ég veit að þú hefur slæm áhrif á heilsu mína og andlega líðan og ég veit að það er engin framtíð með þér.
Og sykur…. það sem er erfiðast er að ég sé þig ALLSSTAÐAR og þú virðist vera ALLSSTAÐAR þar sem ég er, hvert sem ég lít, þarna ertu. Alltaf jafnsætur.

Þessu er lokið. Þú ert ekki lengur velkominn í mínu lífi. Þú ert ekki velkominn inn á heimili mitt lengur. Ég ætla að útiloka þig. Ég ætla að hætta með þér í dag en ég veit að ég mun eiga erfitt án þín. Ég mun hugsa til þín og ég mun sennilega þrá að fá þig aftur inn í líf mitt EN ég ætla að standa við þennan skilnað því heilsa mín og vellíðan skiptir mig meira máli en þú.

Þín, ekki lengur
Ég.

Heart-shaped sugar cubes on spoon

Kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er 40 milljarðar á ári

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ársneysla Íslendinga á sykri er komin yfir 50 kg á mann og kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er um 40 milljarðar á ári. Þetta eru svakalegar tölur sem skila okkur Íslendingum í efsta sæti meðal Norðurlandaþjóða. Við erum feitust!
Það er sláandi að sjá viðtalið við Framkvæmdastjóra SÍBS Guðmund Löwe þar sem hann bendir á að langtíma samantekt SÍBS á heilsufari þjóðarinnar og sykurneyslu bendi til þess að ef sykurskattur verði aflagður muni ekkert stoppa það að offitufaraldurinn nái nýjum hæðum. 75% kostnaðar í heilbrigðiskerfinu stafar af afleiðingum langvinnra og lífsstílstengdra sjúkdóma. Þetta er svipað hlutfall og hjá Bandaríkjamönnum sem eru með feitustu þjóðum í heimi. Hvað finnst þér um þetta og hvað er til ráða? Sykurskattur? Aukin fræðsla?
Sjá viðtal hér: Sykurneysla Íslendinga

68MGJ0k50uWNiPUUEwHZ6Dl72eJkfbmt4t8yenImKBVvK0kTmF0xjctABnaLJIm9

Viltu vinna nýju LKL bókina? TAKTU ÞÁTT Í LEIKNUM

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Nú er komin út þriðja bókin mín sem fjallar um lágkolvetna lífsstílinn og kallast hún Kolvetnasnauðir hversdagsréttir – réttir án sykurs, gers og hveitis. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna og er það ekki síst að þakka frábærum myndum og stíliseringu frá henni Rögnu Sif Þórsdóttir. Það vita það jú allir að maður byrjar að borða með augunum 🙂
Í þessari nýju bók er að finna 6 vikna matseðil ásamt 10 afar girnilegum og afar sykurlausum eftirréttar uppskriftum. Áherslan er á ódýran og góðan heimilismat, hversdagsrétti sem ekki taka langan tíma í undirbúningi og eldun; holla og gómsæta rétti sem eru lausir við sykur og hveiti. Flestir réttana eru fyrir 4 og kosta sumir þeirra undir 3 þús kr og nokkrir undir 2 þús kr í innkaupum. Sem sagt ódýrt og fljótlegt

Nú er leikur í gangi sem gerir þér kleift að vinna bókina ásamt fleiri góðum vinningum frá Nettó, MS Gott í matinn og Nettó verslununum. Farðu inn á Facebook síðu LKL og gerðu like og þú ert kominn í potinn. Dregið daglega alla vikuna – Gangi þér vel og njóttu lestursins
Kær kveðja
Gunni

lkl leikur

Japanskur lax með wasabi-aioli

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi bragðgóða asísk innblásna uppskrift er held ég bara með þeim betri sem ég hef gert með laxi. Brögðin eru asísk og einstaklega góð og með þessum rétti væri tilvalið að hafa brakandi ferskt salat með góðum fitugjöfum.

800 g ferskur lax
1 msk wasabi (fæst í túbu í stórmörkuðum)
1 msk sojasósa
1 msk sesamfræ
2 msk ferskt engifer (fæst á sushi stöðum)

Wasabi-aioli
1 egg
2 dl græn ólífuolía
3 tsk wasabi
1 hvítlauksrif, pressað
klípa salt

Laxinn
Stilltu ofninn í 180°
Skerðu laxinn í 4 jafna bita
Blandaðu öllum hráefnunum saman og smyrðu hvert stykki vel, notaðu ríflega
Bakaðu í ofni í 20 mínútur

Wasabi-aioli
Brjóttu eggin í frekar djúpa skál og helltu olíunni með
Notaðu töfrasprota og byrjaðu á botninum í skálinni og færðu hann rólega upp og niður svo efsta lagið af olíunni blandast síðast.
Þetta aiolið hefur fengið gulan lit bætirðu hvítlauknum við og wasabi og smakkar til með saltinu.

jillsmat_japanlax_med_wasabiaioli

Salsa kjúklingur með mexíkó osti

By | Gestablogg | No Comments

Frábær uppskrift sem auðvelt er að LKL væða. Nota aðeins rúmlega að smjörinu, feitari útgáfuna af rjómaosti og sleppa tortillu flögunum, ekki flókið. Hentar vel að hafa fersk salat með og blómkálsgrjón.

Uppskriftin er fyrir 6

6 kjúklingabringur
1-2 msk olía eða smjör
Krydd, t.d chilli explosion eða önnur góð kryddblanda
1 stór krukka (350 gr) salsa sósa
1 askja Philadelphia light rjómaostur
1 Mexíkó ostur, smátt skorinn
1/2 kjúklingateningur
Nokkrar tortillaflögur
1 dl rifinn ostur
Smátt saxað ferskt kóríander (má alveg sleppa)

Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðal-háum hita. Skerið bringurnar í tvennt, kryddið og steikið upp úr smjöri eða olíu þar til bringurnar hafa brúnast. Leggið kjúklinginn í eldfast mót

min_img_4595

Hellið salsa sósunni á pönnuna ásamt smátt skornum Mexíkó ostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi. Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna. Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá Mexíkó osta bita í henni, bara betra. Hellið yfir kjúklingabringurnar. Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum. Bakið í 20 mínutur.

min_img_4603

Uppskriftina er að finna á matarblogginu Eldhúsperlur hér

Pistasíu pestó kjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

IMG_3618

900 g úrbeinuð kjúklingalæri, ég notaði 1 poka af kjúklingalærum frá Rose Poultry
1 tsk salt
1 tsk pipar
ólífuolía

Pistasíu pestó

140 g pistasíuhnetur
1 lúka fersk basilíka
1 lúka steinselja
2 hvítlauksrif
50 g parmesanostur, rifinn
ca. 100 ml ólífuolía
sjávarsalt

IMG_3563

Gerið pistasíupestóið með því að láta pistasíuhnetur, basilíku, steinselju, hvítlauk og parmesanost í matvinnsluvél. Stillið á “pulse” þar til henturnar eru gróflega saxaðar og hellið þá olíunni rólega saman við (með matvinnsluvélina í gangi) og leyfið að blanda saman. Bætið við meiri olíu ef ykkur finnst þurfa. Bætið að lokum salti saman við.

IMG_3602

Kryddið kjúklingalærin með salti og pipar á báðum hliðum. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingalærin við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

Setjið kjúklingalærin í ofnfast mót og dreifið pistasíupestóinu yfir kjúklingalærin um 1 msk á hvert læri. Setjið í 170°c heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður

photo-25

Berið fram með salati og því sem eftir er af pistasíupestóinu.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður grænn og salt hér

Súkkulaði og kókosmús

By | Gestablogg | No Comments

Það er komin helgi og þá fær maður sér eftirrétt. Það er bara þannig. Hérna er einstaklega girnileg uppskrift sem þarf reyndar aðeins að hafa fyrir en  er algerlega þess virði. Sönnunargagn nr.1 – sjá myndir 🙂 Uppskriftin er frá henni Hafdísi sem er með matarbloggið Dísukökur.

Súkkulaðimús

25 g sukrin
3 eggja rauðurfff
100 g 70% súkkulaði
200 ml rjómi
6-8 dropar Via-Health stevía original

Sykur og egg þeytt vel saman. Yfir heitu vatnsbaði er blandan hituð aðeins þar til hún fer að þykkjast. Súkkulaði brætt yfir heitu vatnsbaði. Rjómi þeyttur og eggjarauður og stevía blandað varlega við. Í lokin er brætt súkkulaði sett út í rjóman og blandað vel saman. Sett í form og inn í ísskáp eða frysti.

fff


Kókosmús

80 ml rjómi
20 g sukrin
15 ml  rjómi(fyrir gelatín)
1/2 gelatín blað
8 dropar Via-Health stevía kókosbragð
50 g hreint jógúrt

cds

Gelatín sett í vatnsbað og geymt í 5-10 mín. Þeyta rjóma, stevíu og sukrin saman. Gelatín er tekið úr vatni og kreist allan vökva úr og sett í pott ásamt 15 ml af rjóma. Hræra þar til uppleyst í rjómanum. Blanda við músina og í lokin er jógúrt bætt við.

Hægt að setja ofan á súkkulaðimúsina eða í sérskál og inn í frysti eða kæli.

Uppskriftina er að finna hér