DETOX ENDURRÆSINGAR OG NÚLLSTILLINGAR HELGI MEÐ GUNNA OG SÓLEY

“Kemur inn eftir vinnu á fimmtudeginum og ferð heim á sunnudagskvöld, endurhlaðin, núllstillt/ur og nokkrum kílóum léttari – Easy peasy, við hugsum fyrir öllu og fullkomið að gera með maka, vin eða vinkonu”

 

Við erum að bjóða upp á detoxhelgi á hótel Natura með Gunna og Sóley frá fimmtudegi fram á sunnudagskvöld. Komdu með okkur og núllstilltu þig og endurræstu. Fullkomin heilsuhelgi fyrir alla og frábært fyrir pör, vini eða vinkonur að koma saman i þessa heilsuvegferð.

INNIFALIÐ ER:
Gisting á hótel Natura Icelandair (hótel Loftleiðir)
Allur matur – 3 detox máltíðir á dag – Borðum á SATT restaurant á Natura
Tebar og súpubar – Fersk, heit grænmetissúpa til boða allan daginn alla daga ásamt tebar með sítrónu, lime og fersku engifer
Tímar leikfimi og teygjur – Daglegir tímar, teygjur og vellíðunar stundir daglega
Fyrirlestrar frá Gunna og fræðsla – Frábært vegnesti fyrir framhaldið – Meltingin, hormónakerfið og næringarefnin
Morgunganga um Öskjuhlíðina – Skógurinn er einstakt útivistarsvæði sem hleður líkamann og sinnið.
Aðgangur að Natura spa alla daga – Sauna, kæling, flot í sundlauginni og framúrskarandi slökunarsvæði
Sky Lagoon spa ferð – Við endum helgina spa ferð í Sky Lagoon (innifalið í verði)
Sódavatn og vatn inn á öllum herbergjum

 

HÉRNA ER SAMANTEKT Á ÞVÍ HELSTA:

Hvar: Hóteli Natura Icelandair og Natura spa
Hvenær: 21 apríl – 24 apríl
Hvaða tími: Fimmtudagur til sunnudags – 4 dagar, 3 nætur
Klukkan hvað: Check in á hótelið Fimmtudag 17:00 – Dagskrárlok sunnudag klukkan 18:00 með kvöldverði á SATT
Hvað kostar: Einstaklingsherbergi: 98 þúsund
Tveggja manna herbergi: 78 þúsund (á mann)

SKRÁNING EÐA FREKARI UPPLÝSINGAR:
gunni@habs.is
Gunni: 774 7777