REYNSLUSAGA KETO 21 DAGS ÁSKORUN
NAFN: GUÐNÝ TÓMASDÓTTIR (OG NONNI)

12 kg farin hjá mér og 8 kg hjá Nonna. Nonni vill þó láta það fylgja með að hann sé í rauninni búin að missa mikið meira en það þar sem hann bætir 1-2 kg á sig sumar helgar sem gæti hugsanlega skrifast á nokkra bjóra 🙂

Vinkona mín kom okkur fyrst á sporið með einstaklega áhrifaríkri heimsókn sem gjörbreytti hugsunarhætti mínum. Síðan 19 febrúar höfum við verið sykurlaus og hveitilaus (fyrir utan einstaka bjór hjá Nonna eins og áður sagði) og síða skelltum við okkur í 21 dags Keto áskorunina. Ég er að elska þessa lífstílsbreytingu sem við höfum farið í gegnum að öllu leiti og ekki bara fyrir þyngdartapið sem er þó risastór plus.

Ég hef miklu meiri orku og daglega líðanin er allt önnur og síðan kom það okkur verulega á óvart hvað þetta hefur í raun verið lítið mál fyrir okkur. Ég mæli 100% með Keto áskoruninni og takk fyrir okkur.
Ps. Nonni er svona skeggjaður af því hann ætlar ekki að raka sig fyrr en hann er komin niður fyrir 80kg

NÆSTA KETO ÁSKORUN HEFST 4 JÚNÍ. TIL AÐ LESA MEIRA UM KETO EÐA
SKRÁ ÞIG ÞÁ SMELLTU HÉRNA: http://habs.is/portfolio/21dagsketoaskorun/