REYNSLUSAGA – KETO ÁSKORUNIN
NAFN: DOLLA – SÓLVEIG SVEINBJÖRNSDÓTTIR

Ég greindist með sykursýki í byrjun janúar 2018 og mældist þá með 19,7 í fastandi blóðsykur hjá lækninum mínum. Til að átta sig á stöðunni ættu eðlileg gildi að vera í kringum  4-6. Eftir þessa hræðilegu mælingu ákvað ég að taka á mínum málum og hef ég verið á 100% sykurlausu fæði frá janúar en var samt alltaf of há í mælingum á blóðsykri. Var að sveiflast frá 8-12 sem var alltof hátt þrátt fyrir að ég væri búin að taka út allan sykur.

Ég var strax sett á hámarksskammt af lyfjum vegna þessa og læknirinn minn var farinn að tala um að ég þyrfti líklega að fara á Insúlín með tilheyrandi veseni (blóðsykursmælingum oft á dag) en hann nefndi einnig við mig að það gæti jafnvel verið gott fyrst að sjá hvernig lágkolvetnafæði kæmi út fyrir mig og því ákvað ég að prófa Keto áskorunina og eftir aðeins nokkra daga á þessu fæði á ég beinlínis ekki orði yfir árangurinn.

Nú er ég búin að vera tæpar 3 vikur  á Keto fæðinu og hef ekki þorað að trúa blóðsykursmælingum fyrr en í dag. Á 3ja degi sá ég tölu sem hef ekki séð áður frá því ég byrjaði að mæla mig daglega (4,6) og búin að vera frá 3,9-5,2 alla daga síðan. Ég lét lækninn minn vita og hann sagði að i staðinn fyrir að fara á Insúlín sprautur segir hann að ef ég verð svona jöfn áfram vill hann prófa að taka út annað af tveimur lyfjum sem ég er á.

Ég er sjálf himinsæl yfir árangrinum og mun sko halda áfram á þessu mataræði og get algerlega mælt með þessu fyrir alla sem eru í vandræðum með blóðsykurstjórnun. Mýkri húð og fitumissir eru síðan alger bónus fyrir utan hvað ég er mun orkumeiri en áður.

NÆSTA 21 DAGS KETO ÁSKORUN BYRJAR MÁNUDAGINN 9 JÚLÍ
TIL AÐ LESA MEIRA OG VERA MEÐ SMELLTU Á HLEKKINN: http://habs.is/portfolio/21dagsketoaskorun/