NAFN: HALLA GUNNARSDÓTTIR
REYNSLUSAGA 21 DAGS KETO ÁSKORUNIN

Ég get nánast ekki lýst breytingunum sem hafa orðið á mér siðan ég byrjaði á lágkolvetna fæði fyrir páska og nú Keto prógramminu síðustu vikur. Ég er búinn að vera að glíma við gigt í langan tíma og hef verið háð sterkum gigtarlyfjum til fjölda ára.

Ég hefði ekki trúað þessum viðsnúningi á þessum skamma tíma ef ég væri ekki að upplifa það á eigin líkama og liðum. Ég hef síðan 2012 tekið þessi lyf daglega en núna á aðeins nokkrum vikum er ég hætt á þessum lyfjum. Líðanin í líkamanum er hreint ótrúleg. Orkan er auðvitað allt önnur þegar ég er laus við verkina og það skemmir ekki fyrir að ég er búin að missa 10 kg síðan um páskana.

Þessi vegferð hefur gengið ótrúlega vel og langt umfram mínar vonir. Líðanin er stórkostleg og ég er meira að segja farina að plana að setja inn reglulega hreyfingu sem ég hef ekki getað stundað í langan tíma.
Takk fyrir mig

NÆSTA 21 DAGS KETO ÁSKORUN HEFST 28  MAÍ – SMELLTU HÉRNA TIL AÐ VERA MEÐ:
http://habs.is/portfolio/21dagsketoaskorun/