Monthly Archives: June 2013

Þorskur með eggaldin og fetaosti

By | Gestablogg | No Comments

Um þessar mundir held ég að eggaldin sé uppáhalds grænmetið mitt. Það er ótrúlega gott þegar maður er búin að baka það í ofninum með smjöri og/eða olíu og það er dúnmjúkt og djúsí. Þessi réttur varð til úr því sem var til í ísskápnum og með góðum árangri, mjög fljótgert. Ég var svo með pínu lítið kúskús með þessu sem var kryddað með gurkmeju, papriku og litlum bitum af chilimarineruðum sólþurrkuðum tómötum og að sjálfsögðu ferskt salat. Þetta var að allt að smella vel saman fannst mér.

20130220-204201

  • 1.2 kg þorskur
  • 1 pakki hakkaðir tómatar
  • Slatti af tómatpúrré, tæpan 1 dl kannski eða eftir smekk
  • Krydd að eigin vali
  • Hvítlaukur
  • 1 pakki fetaostur ca 150 g (má alveg vera meira)
  • 2 eggaldin

 

  1. Skerið eggaldin í ca 7 mm þykkar sneiðar og penslið með olíu eða bræddu smjöri og setjið á bökunarpappír og inní ofn þangað til sneiðarnar eru orðnar brúnar ofaná. Svo er sneiðunum snúið við og  settar aftur inní ofn og þær eru tilbúnar þegar eggaldinið er orðið mjúkt. Ofn á ca 200 gráðum.
  2. Hakkaðir tómatar, tómatpúrré og hvítlaukur látið malla í potti. Kryddið að eigin vali, mæli hiklaust með oregano, salt, pipar, papriku, fersk basilika ef maður á.
  3. Fiskurinn settur í eldfast mót. Tómatsósan hellt yfir fiskinn, eggaldin sneiðunum raðað ofaná tómatsósuna og fetaosturinn muldur yfir eggaldinið. Inní ofn í 200 gráðum þangað til fiskurinn er tilbúinn, ca 15-20 min kannski, fer eftir hversu þykkir fiskbitarnir eru.

    Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

 

Límónukjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

Það tekur ekki langan tíma að útbúa þennan rétt og hann er algjörlega imbaprúff. Það er hinsvegar gott ef kjúklingurinn fær að standa aðeins þannig að hann nái að taka til sín það frábæra bragð sem marineringin hefur upp á að bjóða. Yndislegur kjúklingaréttur í alla staði og mæli óhikað með honum!

2013-02-01-16-22-17

Sól og sumar í þessum rétti

2013-02-01-16-26-22

Girnilegur kjúklingur í bígerð

2013-02-01-18-24-48


Útkoman er æðislegur límónukjúklingur
hér með epla og gulrótarsalati ásamt klettakáli..algjör nammi namm

Límónukjúklingur
500 g kjúklingabringur
1 límóna (lime)
1 msk ólífuolía
1 msk dijonsinnep
1 msk soyasósa
1 msk hunang (sama magn af Erythritol ef þú vilt ekki hunangið/innskot lkl.is)
3 vorlaukar, saxaðir
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál safanum og finrifnu hýðinu af límónunni, olíunni, sinnepinu, soyasósunni, hunangi, vorlauknum, hvítlauksrifinu ásamt salti og pipar og blandið vel saman.
  2. Látið kjúklingabringurnar í plastpoka og hellið marineringunni yfir. Lokið pokanum og nuddið marineringunni vel inn í kjúklinginn. Leyfið að marinerast í 1 klukkustund.
  3. Látið síðan í ofnfast mót og inn í 200°c heitan ofn í um 35 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.
  4. Berið fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel tagliatelle.

    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

 

Parmesankjúlli og krakkasnakk

By | Gestablogg | No Comments

quesadillas
Ég fæ ekki nóg af kjúkling og parmesan og pósta því hér uppskriftinni aftur sem er í uppskriftakaflanum á síðunni, enda með einfaldari uppskriftum sem ég hef gert og fæ ekki leið á. Eins hafa nokkrir á spjallþráðunum verið að ræða hvort þetta mataræði henti börnum og hvað skal útbúa fyrir þau í nesti og þessháttar og fannst mér svona Quesadillas koma stórvel út. Mínir krakkar borðuðu þetta allavega með bestu lyst.

Parmesan kjúlli með baconsalsa

Parmesankjúklingur með beikonsalsa
Innihald:
 Kjúklingabringur, 4 stk
1 egg pískað og piprað
Parmesanostur, bestur nýrifinn ferskur
1 pakki af beikoni
Tómatpúrra , Himnesk hollusta
2-3 þroskaðir tómatar gott að nota kokteiltómata
1 dl Rifinn ostur
 Aðferð:
Kjúklingabringurnar flattar út með lófanum, velt upp úr eggi, og rifnum parmesan, sett á smjörpappírsklædda plötu í ofn í 10-15 mín þar til ostur brúnast.
Á meðan steiki ég niðurskorið beikon á pönnu, bæti út í velþroskuðum tómötum grófskornum og þetta mallar saman í smá stund, hér má bæta sykurlausri tómatpúrru út á til að fá meiri sósustemmingu í þetta.
Takið bringur út úr ofninum og setjið í eldfast fat, setjið góða slettu af beikonsalsanu á hverja bringu og rifinn ost yfir.. aftur inn í ofn í 5- 10 mín þar til ostur brúnast.

quesadillas 2

“Quesadillas”
Má nota uppskrift af hvaða ósætum pönnukökum sem er en þessi kom ágætlega út.

1/2 bolli vatn
4 egg
4 msk ólífuolía
3 msk kókoshveiti
4 msk möndlumjöl
1 msk hörfræmjöl
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk chilliduft
dash af salti og pipar
(má þynna með dálitlum rjóma)

Hrærið öllu vel saman í skál og steikið tortillur á vel heitri pönnu.
Steikið á hvorri hlið í um það bil 2 mín og snúið.Þetta gera um 4-6 nokkuð stórar tortillur.

Fylling:
Skinka
rifinn ostur
rjómaostur
paprika ( val )
sambal oelek

Smyrjið svo á kökurnar, góðum slurk af rjómaosti sem blandaður er með 1 tsk af chilli paste,
(Sambal oelek), dreifið skinkubitum yfir papriku og/ eða grænmeti af eigin vali og rifnum osti.
Brjótið kökuna í tvennt og setjið í ofn í 10 mín þar til ostur hefur bráðnað.
Skerið í litla bita og krakkarnir ættu allavega að vilja smakka 😉

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér