Þorskur með eggaldin og fetaosti

Um þessar mundir held ég að eggaldin sé uppáhalds grænmetið mitt. Það er ótrúlega gott þegar maður er búin að baka það í ofninum með smjöri og/eða olíu og það er dúnmjúkt og djúsí. Þessi réttur varð til úr því sem var til í ísskápnum og með góðum árangri, mjög fljótgert. Ég var svo með pínu lítið kúskús með þessu sem var kryddað með gurkmeju, papriku og litlum bitum af chilimarineruðum sólþurrkuðum tómötum og að sjálfsögðu ferskt salat. Þetta var að allt að smella vel saman fannst mér.

20130220-204201

  • 1.2 kg þorskur
  • 1 pakki hakkaðir tómatar
  • Slatti af tómatpúrré, tæpan 1 dl kannski eða eftir smekk
  • Krydd að eigin vali
  • Hvítlaukur
  • 1 pakki fetaostur ca 150 g (má alveg vera meira)
  • 2 eggaldin

 

  1. Skerið eggaldin í ca 7 mm þykkar sneiðar og penslið með olíu eða bræddu smjöri og setjið á bökunarpappír og inní ofn þangað til sneiðarnar eru orðnar brúnar ofaná. Svo er sneiðunum snúið við og  settar aftur inní ofn og þær eru tilbúnar þegar eggaldinið er orðið mjúkt. Ofn á ca 200 gráðum.
  2. Hakkaðir tómatar, tómatpúrré og hvítlaukur látið malla í potti. Kryddið að eigin vali, mæli hiklaust með oregano, salt, pipar, papriku, fersk basilika ef maður á.
  3. Fiskurinn settur í eldfast mót. Tómatsósan hellt yfir fiskinn, eggaldin sneiðunum raðað ofaná tómatsósuna og fetaosturinn muldur yfir eggaldinið. Inní ofn í 200 gráðum þangað til fiskurinn er tilbúinn, ca 15-20 min kannski, fer eftir hversu þykkir fiskbitarnir eru.

    Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

 

Leave a Reply