Monthly Archives: August 2014

Sunnudagsvöfflur á þriðjudegi, það má alveg

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Þótt í dag sé þriðjudagur fannst mér tilvalið að birta þessa uppskrift að þessum gómsætu vöfflum
frá Dísukökum. Ef þið hafið ekki prufað þá smakkast það mjög vel að hafa smjör og ost á vöfflunum
svona til að bæta við fitumagnið.

Uppskriftin gefur ca 2-3 stk

2 egg

4 msk rjómi

1 msk möndlumjöl

2 tsk fiberhusk

1-2 msk sukrin gold

6-8 dropar via-healt karamellu stevía eða vanillu

salt á hnífsoddinn

Blanda öllu vel saman og smakkið til. Ef of mikið eggjabragð sætið betur og leyfið að standa í nokkrar mínútur. Spreyið vöfflujárnið með pam spreyji eða setjið smjörklípu er það er orðið heitt. Bakist þar til orðið gullinbrúnt. Borið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Eða með smá sukrin á eins og börnin vilja 😉

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

vofflur1

Viltu ná frábærum árangri á LKL? – Námskeið

By | LKL Námskeið, LKL Næringarráðgjöf | No Comments

LKL NÁMSKEIÐ ÁGÚST

Það getur verið flókið að ætla af stað í verkefni eins og að byrja á LKL mataræðinu.
Það er mikið af fróðleik þarna úti og oft ein hendi á móti annarri í skoðunum á hvað
er í lagi og hvað ekki.
Það er mikilvægt að gera tvennt þegar þú byrjar:

1. Meta hvað er mikilvægara en annað til að ná árangri og byrja á þeim breytingum.
2. Sérsníða breytingarnar og mataræðið að ÞÉR

Þetta er það sem námskeiðin mín ganga út á. Ég fer ítarlega ofan í hvað þú þarft að gera til að uppskera
góðan árangur og síðan sérsníðum við það að því hver markmið þín eru. Að mínu mati er þetta besta leiðin
til að uppskera góðan árangur enda ekki einn leið sem hentar öllum. Með því að takmarka fjöldann á hverju
námskeiði get ég aðstoðað hvern og einn til að uppskera árangur og ná þeim markmiðum sem sett hafa verið.

Hvert námskeið inniheldur:
– 2 tíma fyrirlestur / Allt sem þú þarft að vita um Lágkolvetna mataræðið
– Fróðleikur sendur x2 í viku sem inniheldur m.a. matseðla, uppskriftir, hvatningu
– Vikulegir fundir haldnir með stuttum fyrirlestri og Q&A samtals 4 vikur

Ég er með næsta námskeið fimmtudaginn 14 ágúst kl 19:00 – hlakka til að sjá þig.
Skráning er hafin á gunni@lkl.is

Kær kveðjaGunni

Súkkilaðibitakökur

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Þú þarft….

65g möndlumjöl helst ljóst

20g kókoshveiti

110g smjör við stofuhita

1/2tsk lyftiduft eða vínsteinslyftiduft

100g sukrin gold

6-8 dropar bragðlaus stevía

1 egg

1/4tsk salt

2tsk kanill

1stk debron súkkulaði eða 50g af öðru sykurlausu súkkulaði

1stk debron hvítt núggatfyllt súkkulaði

Maccademíuhnetur ef þið viljið

Smjör, stevía og sukrin gold þeytt vel saman í ca 5 mínútur þar til fluffy. Í aðra skál, setjið þurrefnin og blandið saman. Bætið þurrefnum við smjörið og blandið vel. Bætið við eggi og blandið vel. Útbúið litlar kúlur og setjið á bökunarpappír og þrýstið þær smá niður. Hafið gott bil á milli þar sem kökurnar stækka vel í ofninum. Bakið á 175 gráður í 8-10 mínútur eða þar til gullinbrúnar. Látið kólna áður en fjarlægðar af bökunarpappíri.

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

Screen Shot 2014-07-09 at 10.27.28 PM

Grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Rétturinn er fyrir 2-3

600 g tígrisrækjur, t.d. frá Sælkerafiski

60 ml ólífuolía

5-6 hvítlauksrif, smátt söxuð

fersk steinselja, söxuð

klípa af chilíflögum

sjávarsalt

pipar

 

Blandið olíu, hvítlauk, steinselju og tígrisrækjum saman í skál, saltið og piprið. Látið marinerast í klukkustund.

Takið tígrisrækjurnar úr marineringunni og þræðið upp á grillpinna. Grillið við meðal hita í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær hafa fengið gullinn lit (varist að grilla þær of lengi)

Uppskriftina er að finna á heimasíðu gulur, rauður grænn og salt hér

IMG_3276