Súkkilaðibitakökur

Þú þarft….

65g möndlumjöl helst ljóst

20g kókoshveiti

110g smjör við stofuhita

1/2tsk lyftiduft eða vínsteinslyftiduft

100g sukrin gold

6-8 dropar bragðlaus stevía

1 egg

1/4tsk salt

2tsk kanill

1stk debron súkkulaði eða 50g af öðru sykurlausu súkkulaði

1stk debron hvítt núggatfyllt súkkulaði

Maccademíuhnetur ef þið viljið

Smjör, stevía og sukrin gold þeytt vel saman í ca 5 mínútur þar til fluffy. Í aðra skál, setjið þurrefnin og blandið saman. Bætið þurrefnum við smjörið og blandið vel. Bætið við eggi og blandið vel. Útbúið litlar kúlur og setjið á bökunarpappír og þrýstið þær smá niður. Hafið gott bil á milli þar sem kökurnar stækka vel í ofninum. Bakið á 175 gráður í 8-10 mínútur eða þar til gullinbrúnar. Látið kólna áður en fjarlægðar af bökunarpappíri.

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

Screen Shot 2014-07-09 at 10.27.28 PM

Leave a Reply