Monthly Archives: November 2014

Skál fyrir mér

By | Óflokkað | No Comments

Skál fyrir mér að láta draga mig í Zumba og líta út eins og ég væri í flogaveikiskasti…….og vera sama

Skál fyrir að halda áfram í 5 mínútur á hlaupabrettinu þrátt fyrir að vera búin á því fyrir 15 mínútum
Skál fyrir hverju skipti sem ég panta mér salat en langar í sveittan hamborgara og fröllur
Skál fyrir að vera enn hætt að borða sykur þrátt fyrir að september sé búinn
Skál fyrir því að vakna 5:30 og mæta á æfingu klukkan 6:00 (einu sinni)
Skál fyrir öllum grænu ógeðisdrykkjunum sem ég innbyrgði daglega
Skál fyrir að þurfa aðstoð á salerninu vegna strengja í fótunum
Skál fyrir svitagöllunum og sokkunum….ertu að grínast
Skál fyrir kjúklingabringum
Skál fyrir brokkólí
Skál fyrir seiglu

Skál fyrir NÝJU mér sem hlýtur bara að fara að láta sjá sig
Skál fyrir að vakna aftur hvern einasta dag og endurtaka þetta…

recite-32750--1606038561-1j3xbye