Category Archives: Óflokkað

Skál fyrir mér

By | Óflokkað | No Comments

Skál fyrir mér að láta draga mig í Zumba og líta út eins og ég væri í flogaveikiskasti…….og vera sama

Skál fyrir að halda áfram í 5 mínútur á hlaupabrettinu þrátt fyrir að vera búin á því fyrir 15 mínútum
Skál fyrir hverju skipti sem ég panta mér salat en langar í sveittan hamborgara og fröllur
Skál fyrir að vera enn hætt að borða sykur þrátt fyrir að september sé búinn
Skál fyrir því að vakna 5:30 og mæta á æfingu klukkan 6:00 (einu sinni)
Skál fyrir öllum grænu ógeðisdrykkjunum sem ég innbyrgði daglega
Skál fyrir að þurfa aðstoð á salerninu vegna strengja í fótunum
Skál fyrir svitagöllunum og sokkunum….ertu að grínast
Skál fyrir kjúklingabringum
Skál fyrir brokkólí
Skál fyrir seiglu

Skál fyrir NÝJU mér sem hlýtur bara að fara að láta sjá sig
Skál fyrir að vakna aftur hvern einasta dag og endurtaka þetta…

recite-32750--1606038561-1j3xbye

Örbabolla og 7 mínútna egg

By | Óflokkað, Uppskriftir | No Comments

Góður morgunverður á LKL ætti að innihalda egg í einhvers konar formi. Það er bara ekkert sem skákar þeim
Þessi morgunverður er örbabollan fræga sem margir eru farnir að betrumbæta og auðvitað er velkomin að bæta
við því sem þér þykri gott en hérna er klassísk uppskrift:

1 egg
1/2 tsk af vínsteinslyftidufti
1/4 tsk salt
1/2 tsk HUSK trefjar
1 tsk af kókoshveiti
( má líka nota 2-3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 -3 tsk rjómi
1 tsk kúmen (má sleppa)

Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust.
Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2 1/2 mín og út kemur “fluffý “bolla sem má smyrja með osti og smjöri.

Eggin eru sett í sjoðandi vatn og höfð ofan í nákvæmlega í 7 mínútur sem gerir þau mitt á milli lin/harðsoðin
majónesið er mikilvægt til að fá næga fitu og mettum og brakandi fersk salat og avókadó gera þetta að prýðis
morgunverði

eggogmajó

LKL morgunverður:
Örbabolla með smjöri og osti + egg með salati og majó

Grillað lambakjöt með kaldri bernessósu

By | Óflokkað, Uppskriftir | No Comments

Það þarf ekki að vera flókin að skella saman LKL máltíð og uppskrift stundum óþarfi.
Þessi réttur er þessi hefðbundni “hvað er til í íssápnum” sem er gott að hafa öðru hverju
til að hreinsa aðeins til leifar og restar frá liðnum dögum.

Þessi hérna er samsettur af grilluðum lambasneiðum sem eru með smjörsteiktum
aspas og smjörsteiktum sveppum og fersku góðu salati með fullt af fetaosti. Sósan
er hreinsunin en þetta er restin af bernessósu gærdagsins sem ég gerði frá grunni
og verður oft eftir í ísskápnum þar sem hún harðnar útaf smjörinu. Það sem ég geri
er að ég hræri restinni strax saman við majónes og sýrðan rjóma og er því komin
með kalda bernes sem er fullkomin daginn eftir, mjúk og góð.

matur 1

– LKL lambalærisneiðar með bernes og grænmeti

LKL næringarráðgjöf – þriðjudaginn 7 maí

By | LKL Námskeið, Óflokkað | No Comments

NÝTT LKL NÁMSKEIÐ HEFST ÞRIÐJUDAGINN 7 MAÍ
LKL – Lágkolvetnalífsstíll 4 vikna námskeið
þriðjudaginn 7 maí kl 19:00
Næringarráðgjöf, fyrirlestur, aðhald og stuðningur

FYRIRLESTUR:
Þú lærir allt sem þú þarft að vita um LKL
Hvað gerist í líkamanum þegar þú borðar vissan mat og hvaða áhrif það hefur á fituforðann.
Hvað áttu að borða og hvað áttu að forðast. Fjöllum um Insúlín, sykurfíkn, matarlyst og hormónin.

Þú lærir að borða réttan mat og matreiða hann
Farið yfir helstu LKL réttina og þú lærir að búa til einfaldan og bragðgóðan LKL mat.
Farið yfir matreiðsluaðferðir og hvernig þú getur gert LKL rétti á skömmum tíma.

AÐHALDIÐ:
Þú færð sendan email x2 í viku fullan af LKL hugmyndum.
Þú færð hugmyndir að morgunmat, millimálum og daglegum LKL réttum ásamt
uppskriftum og innkaupalista fyrir heilan mánuð.

Vikulegir fundir í heilan mánuð
Vikulegir fræðslu- og stuðningsfundir á þriðjudögum frá 18:00-19:00 í Lifandi markaði, Borgartúni 24.

Verð: 9,900.- kr
Skráning: gunni@lkl.is

LKL ráðgjöf - Lifandi Markaður-page-001(2)