Category Archives: Innihald Matvæla

Ert þú að gera þessi EVOO mistök?

By | Innihald Matvæla, LKL Fróðleikur | No Comments

Við vitum öll að Extra virgin Olive Oil eða EVOO er eitt af undrum veraldar. Hún inniheldur andoxunarefni og er heil árshátíð af hollum fitusýrum og auðvitað smakkast hún frábærlega með öllum mat. Flest eigum við hana í eldhúsinu og nú sérstaklega í seinni tíð notum við hana við fjölbreytta matreiðslu en það eru samt nokkur atriði sem þú þarft að vita til þess að olían haldist í lagi og þú njótir allra þeirra gæða sem hún getur gefið þér. Hérna eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga þegar þú notar EVOO og mistök sem þú ert mögulega að gera en auðvelt er að bæta úr.

Blog-Post-03-Choosing-the-Best-Olive-Oil-1120x640

Mistök nr #1 – Kaupir hana í plastflösku eða glæru gleri.

Tveir helstu óvinir EVOO eru súrefni og sólarljós svo ef hún er í glærri flösku er hún í vandræðum og er mjög fljót að skemmast. Til að EVOO geymist sem best skaltu ávallt og alltaf kaupa hana í glerflösku sem er dökkgræn eða dökkbrún. Þannig líður henni best.

olive_oil_number_one

Mistök nr #2 – Geymir hana nærri hita

Hvort sem hitinn er að koma frá eldavélinni sem er rétt við flöskuna eða beint í gegnum eldhúsgluggan í formi sólarljóss þá er það slæmt mál. Hitinn hefur áhrif á andoxunarefni í olíunni og getur haft áhrif á bragðið af henni. Geymdu hana fjarri hita og ekki í glugganum.

rosemary-infused-olive-oil

Mistök nr #3 – Dæmir olíuna eftir litnum

Liturinn á EVOO ákvarðast fyrst og fremst hvenær hún var gerð og hvenær hún var pressuð. Gæðaolía getur bæði haft fallegan grænan lit yfir  í að vera í mjúkum gulgrænum  lit svo ekki láta litinn stoppa þig. Smakkaðu frekar olíuna og dæmdu svo.

olive-oil-vigor-trigger-620

Mistök nr #4 – Notar eina EVOO í alla matreiðslu

Þegar úrvalið eru tvær heilar hillur af EVOO stendur valið á milli þessarar mest auglýstu og ódýru upp í þessa sem kostar það sama og að fylla bílinn. Flestir kaupa sennilega eitthvað þarna á milli og nota hana í allt. Staðreyndin er að sumar ódýrari olíur henta bara ágætlega í suma rétti þar sem bragðið af olíunni þarf ekki að standa sérstaklega upp úr eins og steikingu o.þ.h en þegar við erum að tala um að nota þær út á ferskt salat eða sem dressingu á vel eldaðan fisk í stað sósu skaltu velja aðeins dýrari tegund því bragðið er bara allt annað.

dau-an-1

Mistök nr #5 – Eldar hana á of háum hita

Algeng mistök eru að hita olíuna það mikið í matreiðslu eins og steikingu að það byrji að rjúka úr henni. Það er ávísun á eyðileggingu andoxunarefna sem eru viðkvæm fyrir hitanum og því mikilvægt að nota frekar  aðrar olíur ef á að steikja í miklum hita. EVOO hentar mikið betur til að marinera í eða sem dressing eða sósa þar sem bragðið getur notið sína og lítil eða engin eldun á sér stað.

olivesi

Mistök nr #6 – Geymir hana of lengi

Ef þú notar EVOO sjaldan getur hún eyðilagst. Hillulíf góðrar EVOO er 24 mánuðir miðað við rétta geymsluaðferðir svo ef þú átt rykfallna flösku sem stendur í gluggasyllunni og er að tana sig í sólbaði skaltu losa þig við hana og byrja upp á nýtt.

iCoco – sykurinnihald

By | Innihald Matvæla | No Comments

Kókosvatn frá icoco – innihald
Fernan inniheldur 250 ml en innihaldið er gefið upp í 100 ml svo ég set þetta í tvo dálka.
Orkan er fyrst og fremst að koma frá sykri. Næstum engin prótein né fita í þessum drykk.
Til að átta sig á þessu er deild í heildarsykurmagn með 2 og þá færðu út tæplega 11 sykurmola
í 250 ml (1 ferna) af þessum drykk

100 ml                                      250 ml
Prótein – 0,2 gr                     Prótein – 0,5 gr
Kolvetni – 8,7 gr                   Kolvetni – 21,7 gr
Þar af sykur – 8,7 gr            Þar af sykur – 21,7 gr (11 sykurmolar)
Fita – snefill                            Fita – snefil

picstitch (4)

Sykur og allir vinir hans

By | Innihald Matvæla | No Comments

Sykur er ótrúlega algengur í matvælum í dag. Það er staðreynd að sykurnotkun í matvælaiðnaði hefur farið frá 98 milljónum tonna árið 1985 í 160 milljónir tonna árið 2010. Það eru þó margar aðrar sykurtegundir en þessi hefðbundni hvíti sykur (súkrósi) sem eru notaðar í miklu magni í alls kyns matvæli og ekki síst “hollustuvörur” sem eru markaðssettar sem hollar og heilsusamlegar en eru mögulega fullar af sykri í einhverju formi. Þessi linkur hérna að neðan er á frábæra síðu sem hjálpar þér að vita nöfnin á öllum sykurtegundum sem finnast undir sólinni og forðast þau með hæsta sykurstöðulinn. sjá hér