Category Archives: LKL Fróðleikur

Þó það sé ekki lengur september er ástæðulaust að byrja aftur í sykri

By | LKL Fróðleikur, LKL Námskeið | No Comments

Þó það sé ekki lengur september er ástæðulaust  að byrja aftur í sykri. Ef þú varst sykurlaus í september en ert aftur komin í gamla farið er ekki úr vegi að gera „note to self”  hvers vegna þú hættir að borða sykur í fyrsta stað og af hverju þú ættir mögulega að taka það upp aftur.

Augljósu ástæðurnar eru sjúkdómar eins og sykursýki 2 og hjartasjúkdómar en það að sleppa sykri  stóreykur líkurnar á að þú sleppir við þessa banvænu sjúkdóma. Síðan er það auðvitað háþrýstingur og þyngdin en sykur getur hæglega hindrað það einn og óstuddur að þú náir þyngdarmarkmiðum þínum.

Hérna eru 10 aðrar ástæður fyrir að þú ættir að – Hætta að borða sykur

1. Að hætta að borða sykur MUN minnka þá upphæð sem þú eyðir í mat. Sykraðar vörur eru nefnilega ekki ódýrar vörur þó fyrirtækin sem setja hann í matinn okkar virðist vera að fá hann ókeypis miðað við magnið sem er dælt í hann. Með því að kaupa nokkrar vörur sem þú notar aftur og aftur og elda mat í stærri skömmtum til að hjálpa til við skipulag ertu að spara kjess.

620x339xnew-habit-2-620x339.jpg.pagespeed.ic.h-xynZxsmp

2. Að hætta að kaupa nammi og sykraða drykki er sennilega stærsti sparnaðurinn. Vatn er frítt en gos, orkudrykkir, sykraðir kaffidrykkir  og safar eru ekki ókeypis  og ef þú ert að kaupa nammi og gos ítrekað eða daglega ertu komin í bullandi sparnað og gætir verið á leiðinni til Kanarí með ömmu þinni og afa um jólin.

4a5231e685064e7b710d28e493c79571

3. Með því að hætta í sykri ertu líka að sneiða fram hjá vörum sem innihalda ekki bara sykur heldur bestu  vini hans sem eru allir í sama klúbbnum, Bindi, Þykkingar  og Fylliefnaklúbbnum BÞF. Þetta eru gaurar eins og  hveiti, kartöflumjöl, frúktósi, sýróp, maíssterkja, glúkósi og fleiri og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera á sakaskrá.

photo 3

4. Ef þú heldur að það nægi að hætta að borða SYKUR lifirðu í draumaheimi. Matvælaframleiðendur eru ekki fæddir í gær og vita nákvæmlega hvað gerist ef þeir breyta nafninu á sykri eða umorða þetta til dæmis í…. þessi vara inniheldur einsykur og tvísykrur!!! Einmitt. Við vitum ekki hvað í fjáranum það þýðir og kaupum vöruna af því það stendur 100% náttúrulegt framan á henni. Hérna er upptalning á nokkrum sykurtegundum sem eru í raun ekkert skárri en þessi hvíti viðbætti, nema síður sé.
– Sýróp
– Hrásykur
– Agave
– Frúktósi
– Brúnn sykur
– Hunang
– Súkrósi (hvítur sykur)
– Dextrósi
– Molasses
– Kornsýróp
– Ávaxtasafi
– Glúkósi
– Ávaxtaþykkni
– High fructose corn syrup

photo 4

5. Þegar þú ert ekki að borða sykraðar vörur einfaldar það gríðarlega matarinnkaupin. Það eru nefnilega ekki nema svona 2-3 gangar sem innihalda vörur sem innihalda ekki sykur. Þú verslar ferskar hrávörur sem eru lifandi og eru næringarríkustu vörurnar í allri búðinni og þú gerir það á mettíma því þú hættir að stoppa fyrir framan kex og nammirekkana spyrjandi sjálfa þig hinnar klassísku spurningar….hvað langar mig í?

022214_0531_thereisnoel1

6. Þú getur eytt tímanum sem þú sparaðir í stórmarkaðinum í að prófa aldeilis splunkunýjar og meiriháttar spennandi grænmetisuppskriftir eins og blómkálspoppkorn, brokkólískinn með osti og beikoni, avókadófranskar, kúrbítspasta, hnúðkálsfranskar, blómkálspizzu og kálflögur. Nöfnin eru kannski framandi en næringin og bragðið….maður lifandi!

success1

7. Við það að hætta að kaupa tilbúinn drasl-ekkimat þarftu að að fara að elda aftur frá grunni en engar áhyggjur. Það er engin ástæða til að vera að eyða meira en 20 mínútum í eldhúsinu þótt þú sért að elda hollan og næringarríkan mat sem lætur þér líða vel á eftir að utan sem innan og veldur því að þig langar EKKI í eitthvað sætt eftir kvöldmat. Þú situr í sófanum eftir matinn og klórar þér í hausnum yfir því af hverju þig langar út í göngutúr en ekki  í hlaup og súkkulaði og spyrð hvernig þetta sé mögulegt. Trikkið er einfaldlega rétt samsettur matur með góðum fitum, próteingjöfum og trefjaríkum kolvetnum sem fylla þig og metta án þess að valda blóðsykursveiflum og þar með er sykurlöngunin bye bye…

photo 1

8. Manstu þegar ÞÚ stjórnaðir en ekki sykurinn? Ég held að allir í hinum vestræna heimi hafi einhverntíma misst stjórnina á sykurneyslunni og það er ekki gaman að missa stjórnina á sinni eigin skútu. Það er sannað mál að sykur virkar NÁKVÆMLEGA eins og önnur fíkniefni. Við borðum sykur þegar við erum glöð, þegar við erum leið, þegar við erum að skemmta okkur meðal fólks, þegar við erum í depurð, þegar við erum veik, þegar við erum særð, þegar við erum undir álagi, þegar við erum að fagna og svo framvegis og framvegis. Sykurneysla er TILFINNINGATENGD og það verðum við að að skilja. Það er algjörlega hægt að hætta að borða sykur og leiðin er bein og breið og allir geta fetað hana. Þú getur tekið stjórnina aftur sama hversu lengi eða illa þú ert búin að missa hana.

1799556_520821191367336_523447451_a

9. Líkamleg og andleg líðan er nátengd og þær er hægt að bæta stórkostlega þegar þú hættir að borða sykur. Að vakna með jákvæðni og orku til að takast á við nýjan dag er ekki sjálfgefið ef þú borðar sykur. Þú borðar í þig jákvæðni, áræðni, orku, bjartsýni og þor alveg eins og þú getur borðað þig í þunglyndi, leti, framtaksleysi, depurð og almenna vanlíðan. Matur skiptir gríðarlegu máli og er það stöff sem hefur hvað MEST áhrif á hormónakerfi okkar sem stjórnar ÖLLUM þeim tilfinningum og líðan sem hérna er upptalin.

hello-my-name-is-consistency

10. Þú ert að leggja inn á framtíðarreikningin og ekki bara á einn veg heldur tvo. Það er ljóst að um 60-70% af öllu því fé sem fer í að reka heilbrigiðiskerfið hérna á Íslandi og víðast í hinum vestræna heimi fer í lífsstílstengda sjúkdóma. Sjúkdóma sem við erum sjálf að valda okkur með þeim óholla lífsstíl sem við erum að velja okkur. Rangt fæðuval og sykurneysla er risastór hluti af þessari mynd. Með því að hætta í sykri og þar með velja hollari lífsstíl erum við ekki bara að bæta birtu í okkar eigin framtíð heldur líka afkomenda okkar sem þurfa mögulega ekki að standa strauminn af þessum himinháa kostnaði og buguðu heilbrigðiskerfi.

Your-time-is-limited-Steve-Jobs-quote

Það að vera með námskeið sem gengur út á það að hjálpa fólki að hætta að borða sykur getur hljómað asnalegt í einhverjum eyrum því ef þú ætlar að hætta að borða sykur þá bara hættirðu að borða sykur, rétt? Ef þetta væri rétt værum við ekki í þeim málum sem við erum í dag. Það er flókið að hætta að borða sykur og fjölmargir þættir sem þarf að huga að, bæði líkamlegir og auðvitað næringarlegir. Þegar við eldumst erum við oft að sjá tölur á vigtinni og líkama í speglinum sem er okkur framandi og það þrátt fyrir að hafa eytt ótrúlegum tíma og fjármunum í heilsuna síðustu 10-15 árin. Hvernig  getur þetta verið?

Námskeiðið  – Hættu að borða sykur fer í ALLA þætti sem skipta máli og kannski meira máli en þú heldur varðandi það að bæta heilsuna og auka lífsgæði okkar með því að hætta að borða sykur. Hvort sem það eru sjúkdómsforvarnir eða vigtin sem þú vilt bæta þá er farið í alla þætti er varða bætta heilsu og öllum steinum velt við.
Þetta stendur og fellur með því sem við gerum daglega. Þetta stendur og fellur með þeim mat og þeirri næringu sem við látum ofan í okkur og námskeiðið veitir þér allan þann fróðleik sem þú þarft að vita til að uppskera árangur. Matseðlar, uppskriftir, fróðleikur, Úlfar í sauðagærum, borðaðu þetta-ekki þetta og margt fleira

Næsta námskeið hefst mánudaginn 10 nóvember og skráning fer fram með því að senda póst á gunni@lkl.is
6 vikan námskeið með yfir 30 póstum og kostar aðeins 4,900.-

Sykurlaus kveðja
Gunni

NÝTT: Hættu að borða sykur – 6 vikna prógram

By | LKL Fróðleikur, LKL Námskeið | No Comments

Hættu að borða sykur er NÝTT 6 vikna „online“ prógram sem aðstoðar þig við að hætta að borða sykur og þá meina ég sykur í öllum sínum formum. Það er ótrúlegt hvað gerist þegar þú hættir í sykri og ef þú ætlar aðeins að taka eitt skref í átt að bættri heilsu skaltu taka skrefið að hætta að borða sykur. ÞAÐ ER EKKERT SEM HEFUR JAFNMIKIL ÁHRIF Á HEILSUNA OG ÞAÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SYKUR

Af hverju ættirðu að hætta að borða sykur? Það eru fullt af ástæðum, hérna eru nokkrar:
– Þú getur minnkað fiturforðann og mittismálið ef þú hættir að borða sykur
– Þú hefur jafnari og betri orku yfir daginn ef þú hættir að borða sykur
– Þú hefur betri stjórn á matarlystinni og magninu sem þú borða ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að bæta heilsuna verulega ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að minnka líkurnar á lífsstílssjúkdómum verulega ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að spara þér fullt af peningum þegar þú hættir að borða sykur
– Þú ert að stórauka líkurnar á að þú verðir heillbrigðari á komandi árum ef þú hættir að borða sykur

Hættu að borða sykur – 6 vikna prógramm inniheldur:
– Daglega hvatningu, ráð og hugmyndir til að hætta að borða sykur
– Hvaða skref NÁKVÆMLEGA þú þarft að taka til að geta hætt að borða sykur
– BBAM matarplan án sykurs (Borðaðu Bara Alvöru Mat)
– Innkaupalista og hugmyndir að sykurlausum útgáfum af ýmsum vörum
– Eftirréttar uppskriftir án sykurs

Vika 1: Byrjað á að skera niður sykur í mataræðinu
Hvar er sykur að finna í daglegri neyslu? Ertu mögulega að borða fullt af sykri án þess að vita af því?
Vika 2: Hætta að borða sykur…..en hvað kemur í staðinn?
Fullt af vöruhugmyndum um bestu kostina og innkaupalisti / Borðaðu þetta/Ekki þetta
Vika 3: Aðalréttir, millimál, morgunverðir og allt þar á milli
Þessi vika er sú gómsætasta og það besta er að hún er algerlega sykurlaus
Vika 4: Tilraunavika og detoxvikan, hérna gerast hlutirnir sko
Nú köfum við enn dýpra og þessi vika er full af fróðleik um hormónin og það sem gerist innra með þér þegar þú hættir í sykri.
Vika 5: Andlega hliðin tekin í góða haust hreingerningu
Líkamleg og andleg heilsa fara hönd í hönd og hérna nær andlega hvatningin hámarki. Það geta ALLIR hætt að borða sykur
Vika 6: Endurmat, yfirlit og framtíð án sykurs.

Til að vera með sendirðu póst á gunni@lkl.is og skráir þig.
Næsta prógram hefst mánudaginn 22 september og er í 6 vikur.
Hættu að borða sykur prógramið kostar aðeins 4,900.-
meira hérna: https://www.facebook.com/haettuadbordasykur

Timeline

Ég er hætt með þér

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ég veit að þetta verður erfitt svona til að byrja með. Það er það alltaf þegar maður hættir með einhverjum. Þannig að til þess að hjálpa mér þá hef ég skrifað þetta bréf sem fjallar um ástæður þess að þetta eitraða samband getur bara ekki haldið lengur áfram. Það er allt of mikið í húfi fyrir mig. Heilsa mín og framtíð er í húfi. Alltaf þegar mig langar að fara aftur til þín skal ég lesa þetta bréf yfir og fara aftur og aftur yfir ástæðurnar. Þetta samband hefur aldrei verið og verður aldrei heilbrigt.

Sykur, það er kominn tími á að við hættum saman. Þú ert ekki málið fyrir mig lengur.
Þú ert ekki góður fyrir mig og í sannleika sagt fæ ég ógleðistilfinningu yfir því hvernig þú lætur mér stundum líða.
Mér líður ekki vel þegar við erum saman og mér líður oft hræðilega þegar við erum búin að hittast mikið. Þú hefur einstakt lag á að láta mér líða illa. Ég fæ samviskubit eftir hvert sinn sem ég hitti þig og ég veit af hverju það stafar. Ég veit að þú hefur slæm áhrif á heilsu mína og andlega líðan og ég veit að það er engin framtíð með þér.
Og sykur…. það sem er erfiðast er að ég sé þig ALLSSTAÐAR og þú virðist vera ALLSSTAÐAR þar sem ég er, hvert sem ég lít, þarna ertu. Alltaf jafnsætur.

Þessu er lokið. Þú ert ekki lengur velkominn í mínu lífi. Þú ert ekki velkominn inn á heimili mitt lengur. Ég ætla að útiloka þig. Ég ætla að hætta með þér í dag en ég veit að ég mun eiga erfitt án þín. Ég mun hugsa til þín og ég mun sennilega þrá að fá þig aftur inn í líf mitt EN ég ætla að standa við þennan skilnað því heilsa mín og vellíðan skiptir mig meira máli en þú.

Þín, ekki lengur
Ég.

Heart-shaped sugar cubes on spoon

Kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er 40 milljarðar á ári

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ársneysla Íslendinga á sykri er komin yfir 50 kg á mann og kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er um 40 milljarðar á ári. Þetta eru svakalegar tölur sem skila okkur Íslendingum í efsta sæti meðal Norðurlandaþjóða. Við erum feitust!
Það er sláandi að sjá viðtalið við Framkvæmdastjóra SÍBS Guðmund Löwe þar sem hann bendir á að langtíma samantekt SÍBS á heilsufari þjóðarinnar og sykurneyslu bendi til þess að ef sykurskattur verði aflagður muni ekkert stoppa það að offitufaraldurinn nái nýjum hæðum. 75% kostnaðar í heilbrigðiskerfinu stafar af afleiðingum langvinnra og lífsstílstengdra sjúkdóma. Þetta er svipað hlutfall og hjá Bandaríkjamönnum sem eru með feitustu þjóðum í heimi. Hvað finnst þér um þetta og hvað er til ráða? Sykurskattur? Aukin fræðsla?
Sjá viðtal hér: Sykurneysla Íslendinga

68MGJ0k50uWNiPUUEwHZ6Dl72eJkfbmt4t8yenImKBVvK0kTmF0xjctABnaLJIm9

Viltu vinna nýju LKL bókina? TAKTU ÞÁTT Í LEIKNUM

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Nú er komin út þriðja bókin mín sem fjallar um lágkolvetna lífsstílinn og kallast hún Kolvetnasnauðir hversdagsréttir – réttir án sykurs, gers og hveitis. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna og er það ekki síst að þakka frábærum myndum og stíliseringu frá henni Rögnu Sif Þórsdóttir. Það vita það jú allir að maður byrjar að borða með augunum 🙂
Í þessari nýju bók er að finna 6 vikna matseðil ásamt 10 afar girnilegum og afar sykurlausum eftirréttar uppskriftum. Áherslan er á ódýran og góðan heimilismat, hversdagsrétti sem ekki taka langan tíma í undirbúningi og eldun; holla og gómsæta rétti sem eru lausir við sykur og hveiti. Flestir réttana eru fyrir 4 og kosta sumir þeirra undir 3 þús kr og nokkrir undir 2 þús kr í innkaupum. Sem sagt ódýrt og fljótlegt

Nú er leikur í gangi sem gerir þér kleift að vinna bókina ásamt fleiri góðum vinningum frá Nettó, MS Gott í matinn og Nettó verslununum. Farðu inn á Facebook síðu LKL og gerðu like og þú ert kominn í potinn. Dregið daglega alla vikuna – Gangi þér vel og njóttu lestursins
Kær kveðja
Gunni

lkl leikur

Sistema leikur, taktu þátt

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Frábær nestisbox og shake-hristiglös frá Sistema eru snilld sem ég hef lengi notað. Það vita það auðvitað ALLIR að leiðin til árangurs er undirbúningur og þegar þú ert t.d. að taka með þér hluta af LKL kvöldverði gærdagsins sem nesti + mögulega millimál er gott nestisbox málið. Kíktu á leikinn hérna og taktu þátt.

Products9244-800x800-639092

Ert þú að gera þessi EVOO mistök?

By | Innihald Matvæla, LKL Fróðleikur | No Comments

Við vitum öll að Extra virgin Olive Oil eða EVOO er eitt af undrum veraldar. Hún inniheldur andoxunarefni og er heil árshátíð af hollum fitusýrum og auðvitað smakkast hún frábærlega með öllum mat. Flest eigum við hana í eldhúsinu og nú sérstaklega í seinni tíð notum við hana við fjölbreytta matreiðslu en það eru samt nokkur atriði sem þú þarft að vita til þess að olían haldist í lagi og þú njótir allra þeirra gæða sem hún getur gefið þér. Hérna eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga þegar þú notar EVOO og mistök sem þú ert mögulega að gera en auðvelt er að bæta úr.

Blog-Post-03-Choosing-the-Best-Olive-Oil-1120x640

Mistök nr #1 – Kaupir hana í plastflösku eða glæru gleri.

Tveir helstu óvinir EVOO eru súrefni og sólarljós svo ef hún er í glærri flösku er hún í vandræðum og er mjög fljót að skemmast. Til að EVOO geymist sem best skaltu ávallt og alltaf kaupa hana í glerflösku sem er dökkgræn eða dökkbrún. Þannig líður henni best.

olive_oil_number_one

Mistök nr #2 – Geymir hana nærri hita

Hvort sem hitinn er að koma frá eldavélinni sem er rétt við flöskuna eða beint í gegnum eldhúsgluggan í formi sólarljóss þá er það slæmt mál. Hitinn hefur áhrif á andoxunarefni í olíunni og getur haft áhrif á bragðið af henni. Geymdu hana fjarri hita og ekki í glugganum.

rosemary-infused-olive-oil

Mistök nr #3 – Dæmir olíuna eftir litnum

Liturinn á EVOO ákvarðast fyrst og fremst hvenær hún var gerð og hvenær hún var pressuð. Gæðaolía getur bæði haft fallegan grænan lit yfir  í að vera í mjúkum gulgrænum  lit svo ekki láta litinn stoppa þig. Smakkaðu frekar olíuna og dæmdu svo.

olive-oil-vigor-trigger-620

Mistök nr #4 – Notar eina EVOO í alla matreiðslu

Þegar úrvalið eru tvær heilar hillur af EVOO stendur valið á milli þessarar mest auglýstu og ódýru upp í þessa sem kostar það sama og að fylla bílinn. Flestir kaupa sennilega eitthvað þarna á milli og nota hana í allt. Staðreyndin er að sumar ódýrari olíur henta bara ágætlega í suma rétti þar sem bragðið af olíunni þarf ekki að standa sérstaklega upp úr eins og steikingu o.þ.h en þegar við erum að tala um að nota þær út á ferskt salat eða sem dressingu á vel eldaðan fisk í stað sósu skaltu velja aðeins dýrari tegund því bragðið er bara allt annað.

dau-an-1

Mistök nr #5 – Eldar hana á of háum hita

Algeng mistök eru að hita olíuna það mikið í matreiðslu eins og steikingu að það byrji að rjúka úr henni. Það er ávísun á eyðileggingu andoxunarefna sem eru viðkvæm fyrir hitanum og því mikilvægt að nota frekar  aðrar olíur ef á að steikja í miklum hita. EVOO hentar mikið betur til að marinera í eða sem dressing eða sósa þar sem bragðið getur notið sína og lítil eða engin eldun á sér stað.

olivesi

Mistök nr #6 – Geymir hana of lengi

Ef þú notar EVOO sjaldan getur hún eyðilagst. Hillulíf góðrar EVOO er 24 mánuðir miðað við rétta geymsluaðferðir svo ef þú átt rykfallna flösku sem stendur í gluggasyllunni og er að tana sig í sólbaði skaltu losa þig við hana og byrja upp á nýtt.

Er jafnmikill sykur í gosi og ávaxtasafa?

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ávaxtasafar eru vinsæl “heilsuvara” og eru hiklaust kynntir sem slíkir þrátt fyrir að þeir innihaldi flestir mikið magn af sykri. Sykurinn er ekki viðbættur heldur er hann að finna “náttúrulega” í ávöxtunum sem hann er pressaður úr.

Það er einmitt þetta “náttúrulega” og “enginn viðbættur sykur” sem eru að láta okkur kaupa safann því þessi stikkorð tengjum við heilsu og ef bætt heilsa eða minna mittismál er eitthvað sem við sækjumst eftir er ávaxtasafinn mögulega málið.

Við kaupum safa fyrir heimilið og börnin okkar með það fyrir augum að þarna sé komin tilvalin leið til að fá vítamín og andoxunarefni í líkamann. Það er líka rétt. Safinn inniheldur allt þetta en er gjaldið mögulega of hátt ef horft er til sykurinnihaldsins?  Nú verður hver og einn að kjósa fyrir sig.

fruit-juices-vs-soda1
Þessi listi er frá Los Angeles times  og notar tölur frá Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna.

aa

Brazzi Latabæjarsafi inniheldur samkvæmt innihaldslýsingunni:
28 gr kolvetni per 250 ml (ein ferna)
Þar af sykur 28 gr
eða 14 sykurmola

article-2301135-18F9755F000005DC-883_306x360

Innocent er þessi týpíski smoothie sem hafa vaxið mjög í vinsældum
síðustu ár. Þessi þekkta heilsuvara inniheldur:
250ml flaska
171 kaloríur
34.3 g sykur
eða rúmlega 17 sykurmola

article-2301135-18F97529000005DC-903_306x375

Ribena er vinsæll safi og þetta er innihaldið:
215 kaloríur
52.6 g sykur
eða 26 sykurmola

Myndir og tölur frá Daily Mail Uk.

Að svelta krabbamein: Ketógenískt mataræði til bjargar

By | LKL Fróðleikur | No Comments

cancer45

Grein þýdd og stytt frá www.cbn.com

Fjölda fólks er vonsvikið yfir krabbameinslækningum eins og þær eru stundaðar í dag. Þær eru dýrar, sársaukafullar og einfaldlega virka oft ekki. En það er er ný krabbameinsmeðferð í boði sem er ókeypis, hefur nánast engar aukaverkanir og getur verið notuð samhliða öðrum krabbameinsmeðferðum. Meðferðin byggir á að sleppa kolvetnum, sérstaklega þeim verstu, sykri.

Að drepa krabbamein
Dr. Fred Hathfield er tilkomumikill náungi, heimsmeistari í kraftlyftingum, höfundur tuga bóka og milljónamæringur. En hann mun segja þér að mesta afrek sitt sé að vinna bug á krabbameini sínu rétt áður en það náði honum.

“Læknarnir gáfu mér 3 mánuði þar sem ég hafði beinkrabba sem hafði dreift sér víða” rifjar hann upp “3 mánuðir, 3 læknar sögðu mér sama hlutinn.” Á meðan Hathfield var að undirbúa dauða sinn þá heyrði hann af krabbameinsmataræði sem heitir Metabolic therapy. Þar sem hann hafði ekkert að tapa þá ákvað hann að prufa það og honum til óvæntrar ánægju þá virkaði það. “Krabbameinið fór!” hrópar hann upp. “Algjörlega. Til þessa dags hefur ekki fundist tangur né tetur af því. Og það er komið yfir ár síðan.”

Að svelta slæmar frumur
Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield að borða kolvetni, sem breytast í glúkósa í líkamanum. Krabbamein elskar glúkósa og þarfnast hans sárlega. Ef þú hættir að gefa því glúkósa þá drepst krabbameinið. “Mér þykir það furðulegt að læknavísindin eru fyrst að fatta þetta núna” segir hann.

Bati Hathfields kom reyndar ekki Dr. Dominic D’Agostino á óvart, sem rannsakar Metabolic therapy. Þegar teymi hans af vísindafólki við Háskólann í Suður Flórída fjarlægðu kolvetni úr mataræði músa þá lifðu þær af mjög slæmt krabbamein, jafnvel betur en þær mýs sem voru meðhöndlaðar með lyfjameðferð.

“Við höfum stórlega aukið lífslíkur með Metabolic therapy” segir hann. “Þannig að okkur þykir mikilvægt að koma þessum upplýsingum út.”
En árangurinn er ekki einungis bundinn við tilraunamýs. Dr. D’Agostino hefur einnig séð svipaðan árangur hjá fólki, fjöldan allann af þeim.
“Ég hef verið í skriflegu sambandi við fjölda manns” segir hann. “Að minnsta kosti 12 manns á seinasta eina og hálfa til tvö árum, og þau eru öll enn á lífi, þrátt fyrir að eiga ekki að vera það. Þannig þetta er mjög hvetjandi.”

Ketógenískt mataræði
Allar frumur, meðal annars krabbameinsfrumur, fá orku sína frá glúkósa. En ef þú tekur glúkósann frá þeim, þá skipta þær yfir í aðra orku, ketónkorn (ketone bodies). Nema krabbameinsfrumur. Galli í þeim kemur í veg fyrir það að þær geta skipt yfir í ketónkorn sem orkugjafa og því gæta ketónkornin einungis notað glúkósa sem orku. Allar aðrar frumur geta notað glúkósa eða ketónkorn.

Fólk, eins og Hathfield, sem vill svelta frumur sínar af glúkósa og virkja þær með ketónkornum fara á mataræði sem heitir ketógenískt mataræði. Á þessu mataræði er nánast öllum kolvetnum sleppt, en áherslan sett á prótein og fitu. Gloria, konan hans Hathfield, segir að það sé létt að matreiða þennan mat og hann sé til í öllum búðum. “þú getur pantað uppskriftarbækur á netinu” segir hún. “Þetta er mjög hreint mataræði, enginn sykur, salt eða ruslmatur.”

Áherslan er sett á náttúruleg prótein í sínu upprunalega formi [rautt kjöt, fugl, fiskur]. Á hinn bóginn á að forðast unnar kjötvörur, eins og pylsur og ýmis kjötlíki þar sem kolvetnum hefur verið bætt við þau. Á sama máta á að nota náttúrulegar fitur eins og olífuolíu, avókadó og hnetur. Forðist transfitur, eins og í smjörlíki og olíum sem eru fituhertar. Transfitur eru tilbúnar, manngerðar fitur.

Öryggi og heilsa
Fólk getur verið hrætt að prufa ketógenískt mataræði þar sem það telur að borða fitu eins og þetta sé slæmt fyrir hjartað. En fleiri og fleiri læknar eru orðnir sammála því að fita, svo lengi sem hún er náttúruleg, er góð fyrir þig, jafnvel mettuð fita eins og kókósfita og smjör.

“Er kólesteról aðal orsök hjartasjúkdóma” spyr hjartalæknirinn Stephen Sinatra. “Algjörlega ekki” Í bókinni sinni The Great cholesterol myth, segir Dr. Sinatra að hin raunverulega orsök hjartasjúkdóma sé bólgumyndun. Sem kemur af því að borða of mikið af kolvetnum.
“Það þarf að fræða fólk um skaðsemi sykurs” segir hann. “En því miður er ekki verið að segja þeim frá því. Þau fá að heyra hið gagnstæða, að forðast fitu. Fita er góð fyrir þig, svo lengi sem þú forðast transfitur.”

Þannig með því að minnka við sig kolvetni og borða náttúruleg prótein og fitur, þá getur þú bætt heilbrigði hjartans og jafnvel unnið bug á krabbameini.

Frekari upplýsingar
Rannsóknir hafa sýnt að ketógenískt mataræði er árangursríkt til að meðhöndla flogaveiki. Fyrir ýtarlegri upplýsingar um það leitið til The Charlie foundation.

Hér fyrir neðan eru tenglar á frekari upplýsingar sem gagnast fyrir ketógenískt mataræði.

500 Low-Carb Recipes: 500 Recipes from Snacks to Dessert, That the Whole Family Will Love
The Cantin Ketogenic Diet: For Cancer, Type I Diabetes & Other Ailments
RSG1 Foundation
Solace Nutrition
Dietary Therapies LLC – Miriam Kalamian, ketogenic diet consultant for cancer
KetoNutrition – Information, resources and supplies for metabolic management of cancer.
KetoTherapeutics – a ketogenic diet support website.

Heimild

Starving Cancer: Ketogenic Diet a Key to Recovery
Haraldur Magnússon – Osteópati B.Sc (hons) Halli Magg hefur lesið heilsutengd málefni síðan hann var unglingur og keypti sína fyrstu fræðibók 15 ára gamall. Hann hefur sótt óteljandi námskeið og fyrirlestra erlendis hjá fremstu fyrirlesurum á sviði næringar og þjálfunnar. Halli er með B.Sc (hons) gráðu í osteópatíu, einkaþjálfarapróf og síðast sótti hann hálfs árs nám hjá Dr. Daniel Kalish í Functional medicine, auk þess að taka sérhæfingu í taugaboðefnameðhöndlun. Aðaláhugamál Halla er að fræðast um ástæður hrörnunar nútímamannsins og hvaða lausnir eru í boði. Halli tekur fólk í stoðkerfameðferð og heldur fyrirlestra. Hægt er að hafa samband við hann í 841-7000.

Athugasemd höfundar / þýðanda
Það er löngu vitað að sykur er krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að sykur fæðir krabbameinsfrumur. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef oft talað við fólk sem er stórhneykslað á því mataræði sem sjúklingar með krabbamein fær á spítölum, kökur, brauð og annað sykurmeti, fyrir utan aðra óhollustu. Ég veit um fólk sem hefur verið að koma með mat til ástvina sinna inn á spítala því þeim stendur ekki á sama.

Það er ánægjulegt að heyra að ketógenískt mataræði virðist vera gagnlegt gegn krabbameini. Sérstaklega vegna þess að aðrar náttúrulega lausnir gegn krabbameini hafa ekki staðið til boða hér á landi. Fólk hefur verið að fara t.d. á sérstök krabbameinsmeðferðarheimili í Mexíkó. En með þessu móti getur hver sem er tekið aktífan þátt í batarferli sínu með náttúrulegum leiðum með aðferð sem er örugg, kostar verulega litla fyrirhöfn og er ódýr. Það eina sem er erfitt við hana er að komast yfir kolvetnafíknina!!!

Ef þú ætlar að koma með einhverja ókosti við þetta mataræði, þá spyr ég bara, er ókosturinn verri en að deyja úr krabbameini? Hvað er tapa? Og ef þetta virkar ekki, þá skrifaði sagan sig eins og henni var ætlað. Á þessu er bara hægt að græða.

Munið að það stendur að það sé hægt að nota þetta mataræði samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Tilgangur greinarinnar er ekki að það eigi að sleppa henni. Persónulega, EF það væri tími til stefnu þá myndi ég ávallt vilja reyna fyrst að losa mig við krabbamein á sem skaðlausasta máta áður en skaðlegri aðferðir væru notaðar. Það liggur nú eiginlega í augum uppi.

Höfundur greinarinnar er Haraldur Magnússon Osteópati B.Sc (hons) Halli Magg er með Heilsusíðuna (heilsusidan.is) og er einn helsti talsmaður lágkolvetnamataræðis á Íslandi – Þessa grein er að finna hér

Mettuð fita, transfita og sykur

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Um áratuga skeið hafa læknar og aðrir sérfræðingar hvatt hjartasjúklinga og alla þá sem vilja draga úr hættunni á hjarta – og æðasjúkdómum til þess að minnka neyslu á mettaðri eða harðri fitu. Stærstur hluti þessarrar fitu kemur úr fituríkum mjólkurafurðum og kjöti. Þessar ráðleggingar hafa byggt á leiðbeinungum opinberra aðila sem hafa það hlutverk að sinna lýðheilsu. Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar sem nú heyrir undir Landlæknisembættið kemur fram að mikil hörð fita sé óæskileg fyrir heilsuna “þar sem hún hækkar LDL – kólesteról (vonda kólesterólið) og eykur þar með líkurnar á hjarta-og æðasjúkdómum”. Þetta er í fullu samræmi við það sem erlendar ráðgjafastofnanir hafa ráðlagt og kemur nokkuð skýrt fram í “Dietary Gueidlines for Americans 2010”. Hugsanlega hafa þessi einföldu ráð þó ekki borið tilhlýðilegan árangur þegar kemur að því að bæta heilsu Vesturlandabúa og margt bendir til að þau hafi leitt okkur inn á aðrar, síður æskilegri brautir þegar kemur að fæðuvali.

trans-fats transifta

Áður en lengra er haldið er mög mikilvægt að átta sig á því að gera þarf greinarmun á harðri fitu og hertri fitu (transfitu). Síðarnefnda fitan er í langflestum tilvikum framleiðsluvara sem verður til þegar mjúk fita eða olía er hert að hluta. Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar, sem gefnar voru út árið 2006, í annars ágætum bæklingi, segir orðrétt;  “með harðri fitu er átt við bæði mettaðar fitur og transfitusýrur”.  Að setja mettaðar fitur og transfitusýrur í sama flokk er afar villandi. Mettuð, eða hörð fita er yfirleitt af náttúrulegum toga og býsna algeng landbúnaðarafurð. Transfitu er hins vegar helst að finna í unnum matvörum eins og djúpsteiktum mat, sumu smjörlíki, kexi, kökum, snakki og sælgæti af ýmsu tagi, t.d. poppkorni og kartöfluflögum. Mjög margar rannsóknir benda til þess að transfitusýrur geti verið óheilsuamlegar. Í desmber 2010 voru settar hér á landi reglur um hámarksmagn transfitusýra sem leyfilegt er að hafa í matvælum sem seld eru hér á landi.

Fita í fæði Vesturlandabúa hefur farið minnkandi síðustu áratugi, m.a. hér á Íslandi. Þetta hefur af mörgum verið talið fagnaðarefni. Hins vegar þurfum við að velta fyrir okkur hvað hefur áunnist þegar kemur að heilsunni sjálfri. Vissulega hefur dánartíðni vegna hjarta-og æðasjúkdóma lækkað, en það á sér margþættar skýringar. Á sama tíma hefur neysla sykurs og unninna kolvetna af ýmsu tagi aukist umtalsvert og tíðni offitu og sykursýki á Vesturlöndum hefur vaxið hröðum skrefum. Ljóst er að eitthvað hefur farið úrskeiðis við að koma réttum skilboðum til matvælaframleiðenda og neytenda. Líklegt er að ofuráhersla á neyslu afurða með lágt fituinnihald hafi hvatt framleiðendur til að markaðssetja fitusnauð matvæli sem oft á tíðum innihalda önnur efni sem vafalítið eru ekki heilsusamlegri, svo sem ýmis óholl kolvetni, sykur og sætuefni.

Enn og aftur komum við að því að varasamt kann að vera að gefa út einhæfar ráðleggingar um mataræði sem gilda eiga fyrir alla einstaklinga. Þó bendir reyndar allt til þess að transfitur eigi ekki að vera á neinum borðum. Fyrir einstaklinga sem hafa það eina markmið að lækka LDL – kólesterólið bendir flest til að gagnlegt sé að draga úr neyslu á mettaðri fitu. Fyrir einstaklinga sem eru of þungir, með tilhneigingu til sykursýki, lágt HDL – kólesteról (góða kólesterólið) eða hátt magn þríglíseríða í blóði getur hins vegar verið gagnlegt að draga úr kolvetnaneyslu og auka fituneyslu.

Nágrannar okkar á Norðurlöndum, ekki síst Svíar, eru nú að upplifa talsverða hugarfarsbreytingu þegar kemur að rmataræði. Danir eru reyndar ekki í þessum hópi enda settu þeir nýverið svokallaðan fituskatt á matvæli. Þó er okkuð ljóst að fituneysla er ekki stærsta óvinurinn í mataræði okkar í dag. Þótt nokkrar rannsóknir bendi til þess að neysla fjöl-og einómmettaðra fitusýra sé hollari en neysla mettaðrar fitu, benti nýleg stór samantektarrannsókn til þess að neysla mettaðrar fitu yki ekki hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum. Hér á landi þarf að draga úr óhóflegri neyslu sykurs og unninna kolvetna, meðal barna, unglinga svo og fullorðinna. Eyða þarf þeim útbreidda misskilningi að fitur, sérstaklega mettaðar fitur, séu hættulegar.  Það verður ekki fyrr en þessi hugarfarsbreyting hefur orðið sem tíðni offitu og sykursýki mun byrja að lækka hér á landi.

Greina er að finna á síðu Axels F. Sigurðssonar hjartalæknis. –  www.mataraedi.is/– smelltu hér