DETOX Á LONGVITA HEILSUHÓTELI RÉTT FYRIR UTAN GDANSK Í PÓLLANDI – 22 maí til 5 júní

Jæja nú er komið að því að bjóða hópferðir á Longvita heilsuhótelið í Póllandi. Ég er búinn að fara þangað árlega síðan 2011 og á þarna frábærar minningar frá öllum mínum dvölum. Yndislegur staður til að detoxa og núllstilla. Þetta er hótelið sem Jónína Ben var að vinna með til fjölda ára og ég þekki þar mjög vel til.

Hótelið er staðsett rétt fyrir utan Gdansk og í boði er ferð sem er 14 dagar og er frá mánudeginum 22 maí til 5 júní. Wizz air er með flug frá KEF-GDANSK á þessum tíma (nánar um flugið hérna að neðan) og mér sýnist vera nóg laust.

Hvað er í boði?
Í boði er 14 daga dvöl. Longvita hótelið er staðsett skammt fyrir utan borgina Gdansk og er heilsuhótel sem hefur áratuga reynslu í heilsuþjónustu og hugmyndafræðin að detoxinu er að borða hollan mat sem samanstendur að mestu af grænmeti og ávöxtum, stunda hreyfingu í skóglendinu sem hótelið er staðsett í og slaka á í þessu frábæra umhverfi. Útkoman er stórkostlegar andlegar og líkamlegar breytingar og vellíðan eftir dvölina sem er engu lík.

Hvað er innifalið?
Taxi/rúta til og frá flugvellinum – Koma og brottför
Hótelgisting – Hægt að fara margar leiðir þar (sjá neðar)
Allur matur – Í boði er detox – safar – 1200/2000 kal matseðlar
Fyrirlestrar – Mataræði – Melting og hvað væri sniðugt að gera eftir detoxið
Leiðsögn og fararstjórn allan tímann – Gunnar Már Kamban
Sérstök tónlistarsauna  og kæling alla daga í hádeginu bara fyrir okkar hóp
Kvöld sauna og kæling í vatninu alla daga
Bæjarferð til Gdansk – Verslunarmiðstöð (center) – Ferð fram og tilbaka
Daglegir göngutúrar
Leikfimi
Infra sauna
Kæling
Sundlaug

Spurningar og svör
//Er aukaþjónusta á hótelinu t.d. nudd og hvað kostar það um það bil…
Það er nudd í boði og margar tegundir snyrtimeðferða og verðin eru eiginlega ótrúleg miðað við hvað við erum að borga hérna heima. Gott er að bóka um leið og komið er á hótelið og hérna er helstu verðin…

– 50 mín nudd – Um 6,000 kr
– 25 mín nudd – Um 3,500 kr
– 75 mín Longvita nudd – Um 9,500 kr

//Hvað kostar flugið?
Wizz air er að fljúga á mánudögum frá Kef til Gdansk og meðalverð fyrir betri sæti með stóra tösku er um 26 þús aðra leiðina. Hérna geturðu séð hvað er í boði hjá Wizz air og skoðað verð: Cheap Flights | Book Direct for Best Deals | Wizz Air

//Er fararstjórn?
Já Gunnar Már mun sjá um hópinn frá A-Ö en hann hefur mikla reynslu á þessu hóteli og þekkir þar mjög vel til en svo hefur hann líka verið með detox hérna heima á Íslandi í rúm tvö ár í samstarfi við Hilton hóteli og Natura hótel þar sem yfir 500 manns hafa farið í gegnum detox meðferðir. Hann hefur starfað í heilsugeiranum í yfir 30 ár.

//Er hægt að breyta um mataræði?
Já það er ekkert mál að breyta frá detox yfir á safa eða 122-2000 kaloríu mataræði með dags fyrirvara. Safarnir eru frábær lausn ef maður fær leið á salatinu og 1200-2000 kaloríu mataræðið er frábær kostur fyrir þá sem eru minn að hugsa um að léttast en vilja næringarríkan mat.

//Verð og gisting: Athugið að verð geta breyst aðeins v gengis
Standard herbergi einstaklings: 158 þús          2 vikur: 250 þús
Standard herbergi tveir saman: 154 þús           2 vikur: 239 þús

Mini apartment herbergi einstaklings: 180 þús          2 vikur: 290 þús
Mini apartment herbergi tveir saman: 171 þús           2 vikur: 272 þús

Athugið að hægt er að velja um fleiri tegundir af herbergjum. Sendið mér línu og ég sendi ykkur nákvæman lista með myndum og verðum af herbergjum í boði.

ALLAR SPURNINGAR OG PANTANIR:
Ef þú þarft meiri upplýsingar eða vilt panta pláss þá endilega sendu mér póst á gunni@habs.is eða hringdu í síma 774 7777

Hlakka til að taka á heilsunni með ykkur
Kveðja
Gunni