FJÁRFESTU Í HEILSUNNI
DETOX/WELLNESS HEILSUMEÐFERÐIR Á NATURA REYKJAVÍK HÓTELI (LOFTLEIÐIR)
Ég er gríðarlega spenntur yfir að geta boðið þessa dvöl á Íslandi í frábæru samstarfi við NATURA HÓTEL sem er staðsett við náttúruperlur á miðborgarsvæðinu og býður upp á yndislegt umhverfi og gönguleiðir. Hótelið býður uppá frábæra aðstöðu til að vera í detoxi með fallega framreiddu detox fæði, frábærri spa og slökunar-aðstöðu og plássi til að slaka vel á og njóta detoxins.

ALLT INNIFALIÐ – HEILDSTÆÐ HEILSUMEÐFERÐ
Dvölin er 7 dagar og innifalið er hótelgistingin, allur matur, aðgangur að tebar, gönguferðir, hugleiðslu/jóga tímar, sauna, heitur pottur, viðtöl, blóðþrýstings og blóðsykurmælingar, fræðsla og stuðningur allan tímann.
Ég mun taka á móti ykkur og verð til staðar allan tímann. Ég mun aðstoða ykkur varðandi mataræðið og hreyfinguna og veita ykkur ráðgjöf og stuðning í gegnum allt ferlið.

NÆSTU DETOX/WELLNESS HEILSUMEÐFERÐIR FYRIR 2022 ERU:
26 September til 2 Október á Hótel Natura – 7 daga detox
17 Október til 23 Október á Hótel Natura – 7 daga detox
14 Nóvember til 20 Nóvember á Hótel Natura – 7 daga detox

*check in er kl 15:00 á mánudeginum og check út er 13:00 á sunnudeginum – dagskrá lýkur 15:30 á sun

 

VERÐ FYRIR DETOX – ÁN GISTINGAR
7 DAGAR – 120 ÞÚSUND

VERÐ FYRIR DETOX  – EINSTAKLINGSHERBERGI
7 DAGAR – 188 ÞÚSUND

VERÐ FYRIR DETOX – TVEIR Í HERBERGI (VERÐ Á MANN)
7 DAGAR – 155 ÞÚSUND

BARA MATURINN 5 DAGAR – 45 ÞÚSUND

MÍN UPPLIFUN AF DETOX/WELLNESS
Ég hef stundað einkajálfun og næringarráðgjöf í yfir 29 ár og hef prófað nánast allt það sem líkamsrækt og mataræði hefur upp á að bjóða. Ég hef einbeitt mér að næringarráðgjöf síðustu árin og gefið út 6 rafbækur og 4 bækur síðan 2012. Tvær þeirra urðu metsölubækur og voru báðar í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins 2013 og 2020.
Ég fór fyrst í Detox fyrir 10 árum síðan vegna þess að ég lenti á vegg. Orkulega séð má segja að ég hafi verið búinn á því og ég náði ekki upp orku né krafti né bara hreinlega lífsgleðinni sem ég hef alltaf getað gengið að vísri. Ég sé það núna að ég var í “burn out-i” og sama hvað ég gerði í mat og hreyfingu þá náði ég ekki að koma mér á þann stað sem ég vildi vera. Ég var í fyrsta sinn ekki í formi ,hvorki andlega né líkamlega.

Ég ákvað að prófa nýja leið og fór í mína fyrstu (af mörgum) Detox meðferð sem varði í 14 daga. Það er erfitt að lýsa því sem gerist án þess að hljóma eins og einhvers konar sölu klisja en ég upplifði ótrúlegar breytingar á mér, þær mestu sem ég hef nokkurn tíma upplifað. Bara með því að sofa meira, hvíla mig meira og borða og drekka þann mat sem var í boði fann ég hvernig orkan kom aftur til mín og þrátt fyrir að vera að borða mjög lítið magn (kaloríulega séð) af mat fann ég hvernig maturinn endurnýjaði mig á ótrúlegan hátt og ég fann nánast dagamun á mér orkulega séð. Ég sem nennti ekki í göngutúrana fyrstu dagana var farinn að hlaupa síðustu dagana, enda rúmlega 10 kg léttari og með endurnýjaðan kraft og fókus sem aldrei fyrr.

Ég veit að langflestir upplifa þetta nákvæmlega eins og ég og ég veit að margir eru á þeim stað sem ég var á þegar ég fór í mitt fyrsta detox svo það er með gleði í hjarta að ég býð þig velkomin/n með mér í þessa detox/wellness meðferð því ég veit það á eigin skinni hvað þessir dagar geta gert og vona að þú takir skrefið með mér í að stórbæta heilsuna, bæði þá andlegu og líkamlegu. Þetta er mín upplifun af meðferðinni en hérna eru praktístu hlutirnir.

HÓTELIÐ/GISTINGIN – Natura hóteli (Loftleiðir)
Natura hóteli er staðsett við Öskjuhlíðina og í göngufæri við Nauthólsvíkina sem eru tvær af náttúruperlum Reykjavíkur. Natura er glæsilegt hótel í Iceandair hótelkeðjunni og hefur hýst detox námskeiðin nánast allt árið 2020. Gestir meðferðarinnar fá rúmgóð herbergi og hægt er að fá tvö rúm eða eitt stórt ef fólk er að deila herbergi sem er verðlega séð besti díllinn, svo gríptu makan, vin eða vinkonu með. Natura er þekkt fyrir þægilegt andrúmsloft og góða aðstöðu svo við lofum ánægjulegri dvöl. Frítt Wifi er á hótelinu.
https://www.icelandairhotels.com/en/hotels/reykjavik/reykjavik-natura/rooms

SPA OG SLÖKUNARAÐSTAÐAN – NATURA SPA
Natura spa er fyrsta flokks heilsuræktar-aðstaða sem býður upp á einstakt spa og slökunaraðstöðu sem við komum til með að nota töluvert. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og aðstaðan og umhverfið hið glæsilegasta. Spa aðstaðan er innifalin í meðferðinni og við verðum með fasta dagskrá þar alla daga. Hafið þó í huga að hver velur sér þá dagskrárliði sem henta og þetta það er fyrst og fremst slökun og vellíðan sem við erum að sækjast eftir. Það sem í boði er:

– Sauna – Sauna þerapíur alla daga með góðum ilmolíum og tónlistarstemmingu – frábær upplifun
– Köld sturta – kæliþerapía sem ykkur verður kennt
– Heitur pottur
– Sundlaug og allur búnaður til að fljóta, njóta og hugleiða.
https://www.icelandairhotels.com/en/hotels/reykjavik/reykjavik-natura/natura-spa

HÓTELIÐ/MATARÆÐIÐ – SATT RESTAURANT
Við borðum þrisvar á dag á SATT restaurant sem er veitingastaðurinn á Natura. Við höfum lagt mikla vinnu í matinn og framreiðsluna og að öðrum ólöstuðum þá get ég fullyrt að þessi detox meðferð framreiðir bragðbesta og best framsetta detox mat sem þú munt kynnast. Við bjóðum upp á þrjár ólíkar leiðir að fara. Allir byrja á detox mataræðinu en svo er hægt að skipta um með dagsfyrirvara ef fólk kýs.

DETOX MATARÆÐI – Er lágt í kaloríum og uppistaðan er grænmeti og vissir ávextir. Hrátt grænmeti og soðið, súpur og seyði ásamt hræringum eru uppistaðan. Mataræðið er hreint og næringarríkt og gefur frábæran árangur.

WELLNESS MATARÆÐI – Er aðeins hærra í kaloríum og er uppistaðan grænmeti, báði hrátt og eldað ásamt völdum ávöxtum, söfum, súpum og hræringum. Wellness mataræðið inniheldur einnig hollar olíur ásamt litlum skömmtum af hreinum próteingjöfum eins og kjöt eða fisk.  Frábær leið að fara fyrir hámarks hollustu.

NÝTT” SAFAR – Í fyrsta sinn bjóðum við einnig uppá safa. Safarnir okkar eru 85% – 100% grænmetissafar og því afar lágir í glúkósa en stútfullir af næringarefnum. Það munu flestir fá leið á salatinu þegar líður á meðferðina og þá er gott að geta gripið í safana í einn og einn dag…nú eða bara að safa allan tímann.

Ég hannaði mataræðið og þekki það því mjög vel og get ráðlagt hverjum og einum hvaða leið myndi henta og auðvitað er hægt að breyta um leið ef eitthvað hentar ekki. Morgunverður er klukkan 9:00, hádegisverður klukkan 13:30 og kvöldverður klukkan 17:30. Á milli er alltaf hægt að drekka te eða heita grænmetissúpu ef með þarf.
MEÐFERÐIN:
Það er mikilvægt að hver og einn fái út úr meðferðinni það sem hann/hún sækist eftir. Við byrjum á fyrsta degi á kynningu á því sem er í boði og síðan eru það einstaklingsviðtöl sem taka við. Þar fær hver og einn ráðleggingar miðað við markmiðin svo hámarksárangur náist. Það eru þrír stórir faktorar í meðferðinni. Það er hvíldin/slökunin, mataræðið og hreyfingin/göngutúrar/öndunin. Meðferðin er sett upp með áherslu á þessa hluti en síðan sníðum við þetta að hverjum og einum. Það sem þú getur átt von á er þetta:

BLÓÐÞRÝSTINGUR: Hægt að er að mæla blóðþrýsting daglega til að fylgjast með. Mikil áhersla er lögð á öndun, hugleiðslu og slökun sem oft er erfitt að ná í hefðbundnu umhverfi. Meðferðin mun gera kollinn skýrari, þú verður einbeittari og rólegri í hugsun.

BLÓÐSYKUR: Detox meðferðin er frábært tól til að vinna gegn háum blóðsykri. Lækkun á blóðsykri hefur afar jákvæð áhrif á hluti sem margir eru að glíma við eins og matarfíkn, sykurlöngun og græðgi. Eftir 14 daga muntu vera í frábæru jafnvægi sem gerir það mun auðveldara að gera jákvæðar og hollar breytingar á mataræðinu í framhaldinu.

ÞYNGD: Flestir missa um 5-10 kg á 14 dögum. Þetta er blanda af vökva og fitu en það sem er svo stórkostlegt og hvetjandi er að sjá vigtina fara svona ört niður. Margir eru að glíma við vatnssöfnun og bjúg og mataræðið, hvíldin og sauna tímarnir gera kraftaverk þegar þetta er gert saman í slakandi umhverfi Natura hótelsins.

ANDLEGA HLIÐIN: Öll meðferðin er í raun andleg. Það fer enginn í svona meðferð barasta bara heldur eru þar ástæður að baki sem fók vill fá bót á. Kulnun, áföll, streita, álag, stress og vanlíðan eru algengar tilfinningar sem við höfum öll upplifað. Stundum í meiri mæli en okkur finnst við ráða við. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég fór í mína fyrstu meðferð og mun leggja ríka áherslu á að vinna með. Ég fann það á eigin skinni hversu ótrúleg breytingin getur orðið á þessum tíma og er sannfærður um að ALLIR geta upplifað slíkt hið sama.

ALLAR SPURNINGAR OG PANTANIR:
Ef þú þarft meiri upplýsingar eða vilt panta pláss þá endilega sendu mér póst á gunni@habs.is eða hringdu
í síma 774 7777

Hlakka til að taka á heilsunni með ykkur og hérna fyrir neðan eru nokkrar reynslusögur úr meðferðinni.
Kveðja
Gunni