
Mánudaginn 11 september fer ég af stað með splunkunýtt detox hérna heima á Íslandi á nýjum og spennandi stað og í nýrri og skemmtilegri uppsetningu.
Flestir sem hafa verið hjá mér í detoxi eru sammála um það að það sem stóð mest uppúr hafi verið tónlistarsauna okkar á kvöldin og kælingin eftirá og spjallið sem við áttum saman.
Ég hef sett upp nýtt prógramm sem einmitt snýst í kringum saununa og aðhaldið/spjallið sem spinnaðist í kringum hana og ég ætla að bjóða upp á tvær leiðir í mataræðinu sem eru byggðar á söfum frá Kaju Organic sem eru þeir vönduðustu, næringarríkustu og trejaríkustu sem völ er á.
// Þú færð fyrsta safaskammtinn keyrðan heim að dyrum á sunnudeginu fyrir detoxið. Næstu safadaga færðu afhenta á Silfra Spa þegar þú kemur í saununa.
// Hægt að fara tvær leiðir í söfunum
– 5 safar – Safarnir eru trefjabættir sem er LYKILLINN að þessu öllu saman
– 4 safar og þú borðar síðan salat á kvöldin sem þú útbýrð sjálf/ur
// Þú getur stundað vinnu eða skóla yfir daginn, við erum bara að hittast í saununni á kvöldin.
// Við verðum með tónlistarsauna og kælingu öll kvöld í heila viku (eða 14 daga) lau/sun verðum við fyrr um daginn. Frábær tónlist, núvitund, handklæðaveifingar og góður ilmur á teinunum.
// Nýr og spennandi fyrirlestur sem verður frábært vegnesti í framhaldinu og við ætlum að halda smá sauna og pottapartý á laugardeginum með léttum og þá meira ég mjööög léttum veitingum.
// Staðsetning er Silfra Spa sem er staðsett á Hótel Íslandi, Ármúla 9. Splunkunýtt spa með frábærri spa-aðstöðu, stórum saunum, flotlaug, heitum potti, köldum potti og góðu setu/slökunarsvæði.
Allt innifalið, spa og safar verð:
7 daga detox 5 safar á dag – 79,000.-
7 daga detox 4 safar á dag – 72,000.-
Skráning eða frekari upplýsingar á gunni@habs.is eða Gunni: 774 7777