KETO REYNSLUSAGA
NAFN: KRISTÍN HREIÐARSDÓTTIR

Nú eru 5 vikur síðan ég byrjaði á Keto. Datt öðru hverju út af sporinu og svo komu páskar en hef náð að halda mér nokkuð vel við efnið og er að uppskera samkvæmt því. Mitt markmið var ekki bara að léttast heldur að reyna að vinna bug á því eða í það minnsta bæta það sem hefur verið að hrjá mig síðustu ár og niðurstaðan eftir þenna stutta tíma er hreint ótrúlegt.

1. Ég sef og ég hvílist þegar ég sef og vakna ekki með heilaþoku dauðans. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað mjög mjög lengi. Ég var hætt að sofa á nóttunni, svaf mjög illa og hef alltaf verið lengi að sofna. Ég vinn a nóttunni um helgar og var orðið úrvinda og langþreytt því ég náði bara ekki að snúa mér aftur á rétt ról. Þetta hefur allt gjörbreyst.

2. Ég svitna ekki eins og ég veit ekki hvað á nóttunni eða þegar ég sef. Það er ekki allt rennandi blautt og rúmföt og sæng ekki lengur gul af svita. Þetta er einnig nýtt fyrir mér og mjög ánægjulegt.

3. Margt sem ég hef borðað síðustu ár hefur skilað sér fljótandi og verið ansi hvimleitt en ég gat ekki sett fingur á eitthvað eitt sem orsakaði þetta ójafnvægi í meltingunni og ekki var það líkamlegs eðlis því ég var búin að fara í gegnum lækni með þetta. Niðurstaðan var óformleg greining að ég sé með glutenóþol. Þetta hefur batnað stórkostlega.

4. Ég er hætt að vakna með sýruna uppi í háls og enda jafnvel á að æla og þarf ekki lengur að taka lyf við því nema endrum og sinnum. Ég greindist með bakflæði vegna þindarslits sem var orðið mjög slæmt en finn varla fyrir því í dag með breyttu mataræði.

5. Vigtin mjakast niður á við eftir að ég byrjaði á Keto, hægt en örugglega.

6. Ég er orðin miklu meðvitaðri um hvað ég læt ofan í mig og allir í kringum mig líka. Dóttir mín minnir mig á hlutina sem ég þarf að passa og vissulega hefur hún gott af þessari lífstílsbreytingu líka. Meira að segja pabbi er farinn að sýna þessu áhuga og spyrja út í eitt og annað í þessu sambandi.

Ég held áfram minni vegferð á Keto og mæli eindregið með þessu mataræði – kveðja Kristín

NÆSTA 21 DAGS KETO ÁSKORUN HEFST 21 MAÍ
Ef þú vilt kynna þér Keto áskorunina betur og byrja á smelltu hér: http://habs.is/portfolio/21dagsketoaskorun/