NAFN: OLGA BJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR
REYNSLUSAGA KETO 21 DAGS PRÓGRAMMIÐ
21 dagur liðinn og góð ferð að baki. Ég var meira að segja með barnaafmæli í gær og lét Tyrkish pepper bollakökurnar og allt nammi eiga sig. Það segir mikið um hve vel þetta prógramm hefur heppnast.
5,5 kíló fóru í allt á þessum fyrstu 21 degi (vigtaði að morgni í bæði skiptin) ég er útsofin eftir 7 tíma, og taugakerfið og orkan og blóðsykurinn eru í jafnvægi. Húðin ljómar og hárið skín. Mér finnst þó dýrmætast að fá alla þessa þekkingu og vera meðvitaðri um innihaldslýsingar á því sem ég kaupi og innbyrði. Þetta hjálpar mér á þeirri vegferð að móta lífsstíl sem hentar mér, verandi hátt á fimmtugsaldri, þegar hægist á sumu og annað leitar suður á bóginn. Ég ætla að halda áfram inn á Facebook síðu Keto prógrammsins því þið eruð mjög hvetjandi og það er gaman að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur áfram vel! Áfram KETO!
EFTIR VIKU:
Vika liðin og 3 kg farin. Er samt að lyfta í ræktinni (vöðvar þyngri en fita) og var á 17:7 í dálítinn tíma áður en ég fór í þetta. Pínu þreytt á morgnana en ég kenni lægðunum um það. Mjög ánægð áfram við!
EFTIR 10 DAGA:
Er á 10. degi. Tók fituföstuna í gær sem kom í daglega póstinum, bara af því að ég var í stuði til þess. Var með skýran huga allan daginn og endalausa orku svo að ég sofnaði ekki fyrr en um hálf eitt. Vaknaði í sömu stellingu og ég sofnaði (á bakinu eins og Þyrnirós) eftir 7 og hálfan tíma, útsofin. Mæli hiklaust með þessu.
Ég elska hvað þetta mataræði hefur breytt venju minni með að fá mér alltaf eitthvað brauðmeti með fyrsta kaffibollanum. Núna finnst mér kaffi bara fínt með alls konar morgunmat. Og ég snerti ekki á grjónum með mat lengur (þegar mér er boðið í mat) og get látið kartöflur alveg vera. Allt hitt er svo gott saman.
Viltu vera með í næstu Keto áskorun? Smelltu þá hér: http://habs.is/portfolio/21dagsketoaskorun/