Monthly Archives: August 2013

Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum

By | Gestablogg | No Comments

Partý, partý, partý!
Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu betra. Partýosturinn er skemmtilega öðruvísi og tilvalið að bjóða upp á hann í næsta boði!

2013-07-31-15-08-39-2

2013-07-31-15-10-18

Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
400 g rjómaostur
1 dl mjólk (eða rjómi)
1/2 tsk salt
pipar
6 msk basilpestó
7 stk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
50 g ristaðar furuhnetur (plús smá til að dreyfa yfir í lokin)
hunang

Aðferð

  1. Látið plastfilmu yfir skál sem tekur 500 ml.
  2. Hrærið vel saman rjómaosti, mjólk/rjóma, salti og smá pipar. Hellið 1/3 af blöndunni í skálina. Látið pestó yfir rjómaostinn og passið að pestóið fari alveg út í enda skálarinnar. Látið síðan 1/3 hluta af rjómaostinum yfir pestóið. Því næst er sólþurrkuðum tómötunum dreift yfir ostinn og furuhnetum stráð yfir tómatana. Hellið að lokum afganginum af rjómaostinum yfir allt. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið í frysti í eina klukkustund eða lengur.
  3. Takið ostinn út um 30 mínútur áður en hann  er borinn fram. Látið skálina í heitt vatn í nokkrar sek. til að auðvelt sé að losa ostinn frá skálinni. Vatnið má alls ekki leka á ostinn heldur er nóg að vatnið sé aðeins upp að miðju skálarinnar.
  4. Látið ostinn á disk og fjarlægið plastfilmuna. Hellið hunangi yfir ostinn og dreifið að lokum furuhnetum yfir. Berið fram með góðu kexi, brauði eða nachos.

    Athugið að hér er tilvalið að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og leika sér með hráefni og hlutföll enda eru þau ekki heilög!


    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

 

Egg með twizt

By | Gestablogg | No Comments

egg tw

Harðsoðin egg
Settu egg í pott með vatni sem er saltað með 1 tsk af salti.

Láttu suðuna koma upp og byrjaðu þá að taka tímann 7 mín er hæfilegt
Slökktu á hellunni en leyfðu pottinum að standa áfram í 2-3 mín meðan hellan kólnar.
Taktu svo pottinn af hellunni og snöggkældu eggin í köldu vatni.
Fullkomin egg 🙂 Skurnin flýgur af og rauðan er mjúk og passlega soðin.

Egg með “twist”
6 egg harðsoðin
110 gr mæjónes
1/2 tsk Dijon sinnep
2-3 dropar Stevía Via Health original (má sleppa)
1/2 dl niðurskornir jalapenos t.d. MT Olive í krukkum eða ferskur jalapeno fæst í KOSTI
6 lengjur af beikoni eldað í ofni eða steikt og kurlað niður.
Paprikuduft
Skerið eggin eftir endilöngu og fjarlægið eggjarauðuna. Hún er sett í skál og marin með gaffli.
Bætið mæjónesi, sinnepi og kryddum út í og hrærið vel saman.
Jalapeno og beikon er skorið smátt eða smellt í matvinnsluvél í nokkrar sek.
Blandið út í eggjahræruna og allt sett í sprautupoka til að auðvelda verkið.
Sprautið innihaldinu í eggjahelmingana og stráið dálitlu af paprikudufti yfir.
Eins má geyma dálítið af beikoninu og nota til að skreyta.egg tw 2Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

 

Pestó Prestó pizzu frittata

By | Gestablogg | No Comments

img_1652

Suma daga þegar ég nenni engan veginn að elda kvöldmat, (já það gerist) þá langar mig eiginlega heldur engan veginn að kaupa tilbúinn mat. Það eru allavega ekki margir ”take away” staðir sem heilla mig þessa dagana. Ef það er eitthvað, þá er það helst tælenskur eða indverskur matur sem stundum læðist tilbúinn hingað inn á heimilið. Eftir að hafa smakkað besta tælenska mat utan Tælands lætur maður ekki bjóða sér hvaða tælenska mat sem er. Við erum að tala um Gamla Síam á Laugarveginum, sannarlega í miklu uppáhaldi og þrátt fyrir að búa langt ofan snjólínu í nágrenni Litlu kaffistofunnar kemur fyrir að við gerum okkur ferð niður af fjallinu til að kaupa þann dásamlega tælenska mat. Hann er engum líkur! Mæli sérstaklega með núðlusúpunni (extra spicy) og Massaman Karrý með kjúkling, þetta er æði.

En þessi pestó prestó eggjapizza/frittata er einmitt svona matur sem gott er að grípa til þegar enginn nennir neinu. Það þarf varla að elda þetta og tekur bara um 5 mínútur að mixa þetta saman. En útkoman er bara dáfín, sæmilega holl og börn sem fullorðnir geta vel kallað þetta kvöldmat ef þau eru bara með opinn huga. Á mínu heimili þykir gott að hafa kotasælu með pizzum, ég geri mér grein fyrir að það þykir ekki fínt svona almennt. Þetta er nú bara tilkomið vegna móðurömmu minnar sem þótti ekkert sérstaklega varið í pizzur en taldi þær öllu skárri ef kotasælu, sem hún kunni afar vel að meta, var smurt ofan á. Hér er því oftast kotasæla borin fram með pizzum og syni mínum þykir það alveg afbragðsgott og ómissandi.. Mér finnst svo alveg ótrúlega gott að setja Sriracha sósu yfir svona eggjakökur og toppa þær svo með smá baunaspírum. Í þetta sinn notaði ég alveg æðislega góðar íslenskar blaðlauksspírur sem ég fékk í Hagkaup.

img_1649

Pizzu pestó frittata (fyrir tvo):

  • 4 egg
  • Salt, pipar og óreganó
  • 2 msk grænt pestó
  • Nokkrar sneiðar silkiskorin hunangsskinka
  • Nokkrar ostsneiðar eða rifinn ostur
  • Ofaná: Sriracha sósa, kotasæla og spírur

Aðferð: Kveikið á grillinu í bakarofni. Hærið eggin saman með örlitlu vatni. Kryddið með salti, pipar og óreganó. Hitið smá olíu á pönnu við háan/meðalhita og hellið eggjunum á pönnuna. Þegar þau eru næstum elduð í gegn smyrjið þá pestóinu ofan á, raðið svo skinkunni og ostinum yfir. Kryddið með aðeins meira óreganó. Stingið þessu aðeins undir grillið í ofnum þar til osturinn er farinn að bakast. (Líka hægt að setja lok á pönnuna og bíða þar til osturinn bráðnar).

img_1651

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Helenu Gunnarsdóttur – www.eldhusperlur.com – smelltu hér

Fljótlegar samlokur

By | Gestablogg | No Comments

OK ég verð að viðurkenna það, ég er pínu tækjaóð þegar kemur að eldamennsku og sniðugheitum í eldhúsinu. Sennilega eitthvað svipuð barni í leikfangabúð eða karlmanni á bílasýningu, já eða konu á bílasýningu 😉
Ég var sem sagt að gera tilraunir með hörfræmjölsamloku, gerði hana fyrst í örbylgjunni en svo fékk ég fyrirspurnir um aðrar aðferðir því ekki eru allir jafn hrifnir af öbbanum góða svo ég fékk mér alvöru græju til að leysa málið. Skundaði í Elko og náði mér í ofurgræju sem hægt er að skipta um plötur í, s.s. f. belgískar vöfflur, grill og svo samlokurist 🙂 snilld. Hér er svo afraksturinn. Hörfræloka með skinku og osti.

hraefni 7

Uppskrift að einni samloku 0.75 netcarb:

3 msk Golden flax seed meal/ hörfræmjöl( eða venjulegt hörfræmjöl Flax seed meal)
1 egg
( má salta eða krydda en ég lét aioli duga sem álegg)
Pískað saman í skál, hellt í samlokugrill og hitað í 2-3 mín.
Út kemur stór sneið sem hægt er svo að skera í tvennt, smyrja með Aioli , skinku og osti og grilla aftur í 1-2 mín. Þetta er með fljótlegri samlokum sem ég hef gert fyrir utan að nota örbylgjuna en það er líka hægt að baka brauðið fyrst í örbylgjunni á smjörpappír í ca 2 mín og grilla svo samlokuna eða rista í brauðpoka. Allt eftir hentisemi.

hraefni 8

hraefni 2

hraefni

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér