Fljótlegar samlokur

OK ég verð að viðurkenna það, ég er pínu tækjaóð þegar kemur að eldamennsku og sniðugheitum í eldhúsinu. Sennilega eitthvað svipuð barni í leikfangabúð eða karlmanni á bílasýningu, já eða konu á bílasýningu 😉
Ég var sem sagt að gera tilraunir með hörfræmjölsamloku, gerði hana fyrst í örbylgjunni en svo fékk ég fyrirspurnir um aðrar aðferðir því ekki eru allir jafn hrifnir af öbbanum góða svo ég fékk mér alvöru græju til að leysa málið. Skundaði í Elko og náði mér í ofurgræju sem hægt er að skipta um plötur í, s.s. f. belgískar vöfflur, grill og svo samlokurist 🙂 snilld. Hér er svo afraksturinn. Hörfræloka með skinku og osti.

hraefni 7

Uppskrift að einni samloku 0.75 netcarb:

3 msk Golden flax seed meal/ hörfræmjöl( eða venjulegt hörfræmjöl Flax seed meal)
1 egg
( má salta eða krydda en ég lét aioli duga sem álegg)
Pískað saman í skál, hellt í samlokugrill og hitað í 2-3 mín.
Út kemur stór sneið sem hægt er svo að skera í tvennt, smyrja með Aioli , skinku og osti og grilla aftur í 1-2 mín. Þetta er með fljótlegri samlokum sem ég hef gert fyrir utan að nota örbylgjuna en það er líka hægt að baka brauðið fyrst í örbylgjunni á smjörpappír í ca 2 mín og grilla svo samlokuna eða rista í brauðpoka. Allt eftir hentisemi.

hraefni 8

hraefni 2

hraefni

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

 

Leave a Reply