Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum

Partý, partý, partý!
Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu betra. Partýosturinn er skemmtilega öðruvísi og tilvalið að bjóða upp á hann í næsta boði!

2013-07-31-15-08-39-2

2013-07-31-15-10-18

Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
400 g rjómaostur
1 dl mjólk (eða rjómi)
1/2 tsk salt
pipar
6 msk basilpestó
7 stk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
50 g ristaðar furuhnetur (plús smá til að dreyfa yfir í lokin)
hunang

Aðferð

  1. Látið plastfilmu yfir skál sem tekur 500 ml.
  2. Hrærið vel saman rjómaosti, mjólk/rjóma, salti og smá pipar. Hellið 1/3 af blöndunni í skálina. Látið pestó yfir rjómaostinn og passið að pestóið fari alveg út í enda skálarinnar. Látið síðan 1/3 hluta af rjómaostinum yfir pestóið. Því næst er sólþurrkuðum tómötunum dreift yfir ostinn og furuhnetum stráð yfir tómatana. Hellið að lokum afganginum af rjómaostinum yfir allt. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið í frysti í eina klukkustund eða lengur.
  3. Takið ostinn út um 30 mínútur áður en hann  er borinn fram. Látið skálina í heitt vatn í nokkrar sek. til að auðvelt sé að losa ostinn frá skálinni. Vatnið má alls ekki leka á ostinn heldur er nóg að vatnið sé aðeins upp að miðju skálarinnar.
  4. Látið ostinn á disk og fjarlægið plastfilmuna. Hellið hunangi yfir ostinn og dreifið að lokum furuhnetum yfir. Berið fram með góðu kexi, brauði eða nachos.

    Athugið að hér er tilvalið að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og leika sér með hráefni og hlutföll enda eru þau ekki heilög!


    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

 

Leave a Reply