Það eru tugir ef ekki hundruðir greina sem birtast á hverju ári um gagnsemi/ógagnsemi kaffis. Það er staðreynd að kaffi er gríðarlega vinsæll drykkur og óhætt að segja að það flokkist sem lífsnauðsynlegt hjá mörgum. Hérna er athyglisverð grein frá Kristjáni Gunnarssyni hjá Authority Nutrition sjá
All posts by Gunnar Már Kamban
Þessi grein er frá Kristjánin Gunnarssyni hjá Authority Nutrition og tekur fyrir 11 atriði í nútíma næringarfræði sem hafa stimplað sig inn í vitund okkar og eru margar hverjar byggðar á misskilningi, lygum eða mýtum. sjá hér!
Suma daga er bara nauðsynlegt að gera vel við sig og þá klikkar nú sjaldan að fá sér nautasteik. Þessi máltíð er algjört spari og en um leið skemmtilega einföld. Salsa verde er nokkurskonar pestó sem kemur upprunarlega frá Ítalíu og hentar fullkomlega með nautakjöti en er jafnframt frábært með fiski.
Nautalund Salsa Verde
700 g ungnautalund
Marinering
2 msk extra virgin ólífuolía
1/4 bolli balsamik edik
1/8 soyasósa
1 hvítlauksrif pressað
1/8 laukduft
1/4 bolli þurrt sherry
Salsa Verde
1 búnt steinselja
1 búnt basil
2 msk capers
2-3 ansjósur
2 msk rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk sítrónusafi
1 msk rauðvínsedik
1/2 bolli ólífuolía
Svartur pipar
Aðferð
Blandið öllum hráefnunum sem eru í marineringunni í skál. Hellið í poka með rennilás, setjið nautakjötið ofaní og látið í ísskáp í amk. 5 klukkustundir. Látið öll hráefni salsa verde, að frátaldri ólífuolíunni, í matvinnsluvél og blandið hægt saman. Hellið olíunni út í og notið aðeins þá olíu sem þar til að þetta verði að mauki. Látið maukið í skál og hellið afgangs ólífuolíunni saman við. Steikið/grillið kjötið og berið fram með salsa verde.
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér
Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar.
Chevise lúða
800 g smálúða (eða annar hvítur fiskur)
safi úr 7 límónum
5-6 tómatar, skornir í teninga
2 avacado, skorin í teninga
1 rautt chillí, smátt saxað
1 rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 búnt ferskt kóríander
Roðflettið fiskinn og beinhreinsið og skerið í um 3×3 cm bita. Látið fiskinn í ílát eða grunnt fat og kreistið yfir hann límónusafa. Látið plastfilmu yfir ílátið og geymið yfir nótt eða allt að sólahring í kæli. Skerið grænmetið niður og blandið saman við fiskinn um klukkustund áður en rétturinn er borinn fram.
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér
LKL Súkkulaðimúffur:
30 gr kókoshveiti
20 gr kakó
3 stór egg
60 ml rjómi
70 gr erythritol
hitið ofn í 175 gráður
raðið mini muffins formum á bökunarplötu
blandið saman kókoshveiti og kakói gott að sigta það saman.
Blandið saman eggjum rjóma og erythritol þeytið vel saman.
Blandið þurrefnum varlega út í eggjablönduna og deilið svo deiginu niður í muffinsform.
Bakast í 15 mín , passið að baka ekki of lengi.
Svo má setja gott krem ofan á, eða þeyttan rjóma og jarðaber eða nota þetta frosting:
LKL Vanillu og rjómaosta krem
225 gr rjómaostur við stofuhita
225 smjör, má vera ósaltað í græna álpappírnum
200 g erythritol eða xylitiol, gott að setja í mixer og gera það púðurmeira,
1 ½ msk vanilludropar
Örlítið af xanthan gum ef blandan þykknar ekki nóg.
Þeytið öllu saman í skál, gott að hafa hana ekki of víða í þvermáli, frekar háa og þrönga og notið handþeytara. Kælið og sprautið svo á kökurnar. ATH það er líka hægt að blanda þessu kremi saman í mixer, það kemur jafnvel betur út því það vill hlaupa í kekki, þá bara fínmala sætuefnið, setja svo rest af uppskrift í mixerinn og mixa áfram kremið, setja í sprautupoka og geyma í kæli smá stund áður en því er sprautað á 🙂 ætti að koma vel út þannig 🙂
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur – www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér
Það kemur fyrir að ræmu sé skellt í tækið og þá vantar stundum eitthvað til að narta í. Ég rakst á þetta girnilega hnúðkál í Krónunni á Selfossi eftir yndislega ferð á Hótel Ion Lux á Nesjavöllum og ákvað að kippa einu með heim og gera tilraunir á því.
Réðst á greyið með Saladmeistergræjunni og út kom þetta fína snakk. Gerði svo ídýfu úr einhverju samkrulli úr ískápnum og þetta var maulað yfir sjónvarpinu ásamt ostakubbum sem eru algjör snilld í poka.
1 hnúðkálshaus skorinn niður, má nota mandólín, saladmeisterkvörn, eða einhversskonar rifjárn. Og auðvitað bara venjulegan hníf 🙂
Innihald sósu:
1 tsk mæjónes
1 tsk 18% sýrður rjómi
1/2 tks dijon sinnep
1 msk parmesanduftostur
pipar
smà safi af dillchips ( Mt Olive í krukku , Kostur)
1-2 steviudropar
Það má nota hvaða ídýfu sem er svo framarlega sem hún er ekki stútfull af sykri og aukaefnum en þessi var rosalega vel heppnuð;)
Hnúðkál eða Kohlrabi eins og það heitir á ensku er afar hollt og gott og á ættir að rekja til garðakáls. Það líkist bragði gulrófa en samt ekki eins rammt. Gott í allskonar rétti, steikt, soðið eða notað hrátt eins og hér í snakk. Fullt af góðum C vítamínum og trefjum. Inniheldur 2 net carb í 100 gr svo það má nú alveg narta aðeins í þetta án þess að það geri mikinn skaða:)
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur – www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér
Sykur er ótrúlega algengur í matvælum í dag. Það er staðreynd að sykurnotkun í matvælaiðnaði hefur farið frá 98 milljónum tonna árið 1985 í 160 milljónir tonna árið 2010. Það eru þó margar aðrar sykurtegundir en þessi hefðbundni hvíti sykur (súkrósi) sem eru notaðar í miklu magni í alls kyns matvæli og ekki síst “hollustuvörur” sem eru markaðssettar sem hollar og heilsusamlegar en eru mögulega fullar af sykri í einhverju formi. Þessi linkur hérna að neðan er á frábæra síðu sem hjálpar þér að vita nöfnin á öllum sykurtegundum sem finnast undir sólinni og forðast þau með hæsta sykurstöðulinn. sjá hér
Góður morgunverður á LKL ætti að innihalda egg í einhvers konar formi. Það er bara ekkert sem skákar þeim
Þessi morgunverður er örbabollan fræga sem margir eru farnir að betrumbæta og auðvitað er velkomin að bæta
við því sem þér þykri gott en hérna er klassísk uppskrift:
1 egg
1/2 tsk af vínsteinslyftidufti
1/4 tsk salt
1/2 tsk HUSK trefjar
1 tsk af kókoshveiti
( má líka nota 2-3 tsk af möndlumjöl í staðinn)
2 -3 tsk rjómi
1 tsk kúmen (má sleppa)
Aðferð:
Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust.
Bollinn fer svo í örbylgjuofnin í 2 1/2 mín og út kemur “fluffý “bolla sem má smyrja með osti og smjöri.
Eggin eru sett í sjoðandi vatn og höfð ofan í nákvæmlega í 7 mínútur sem gerir þau mitt á milli lin/harðsoðin
majónesið er mikilvægt til að fá næga fitu og mettum og brakandi fersk salat og avókadó gera þetta að prýðis
morgunverði
LKL morgunverður:
Örbabolla með smjöri og osti + egg með salati og majó
Það þarf ekki að vera flókin að skella saman LKL máltíð og uppskrift stundum óþarfi.
Þessi réttur er þessi hefðbundni “hvað er til í íssápnum” sem er gott að hafa öðru hverju
til að hreinsa aðeins til leifar og restar frá liðnum dögum.
Þessi hérna er samsettur af grilluðum lambasneiðum sem eru með smjörsteiktum
aspas og smjörsteiktum sveppum og fersku góðu salati með fullt af fetaosti. Sósan
er hreinsunin en þetta er restin af bernessósu gærdagsins sem ég gerði frá grunni
og verður oft eftir í ísskápnum þar sem hún harðnar útaf smjörinu. Það sem ég geri
er að ég hræri restinni strax saman við majónes og sýrðan rjóma og er því komin
með kalda bernes sem er fullkomin daginn eftir, mjúk og góð.
– LKL lambalærisneiðar með bernes og grænmeti
NÝTT LKL NÁMSKEIÐ HEFST ÞRIÐJUDAGINN 7 MAÍ
LKL – Lágkolvetnalífsstíll 4 vikna námskeið
þriðjudaginn 7 maí kl 19:00
Næringarráðgjöf, fyrirlestur, aðhald og stuðningur
FYRIRLESTUR:
Þú lærir allt sem þú þarft að vita um LKL
Hvað gerist í líkamanum þegar þú borðar vissan mat og hvaða áhrif það hefur á fituforðann.
Hvað áttu að borða og hvað áttu að forðast. Fjöllum um Insúlín, sykurfíkn, matarlyst og hormónin.
Þú lærir að borða réttan mat og matreiða hann
Farið yfir helstu LKL réttina og þú lærir að búa til einfaldan og bragðgóðan LKL mat.
Farið yfir matreiðsluaðferðir og hvernig þú getur gert LKL rétti á skömmum tíma.
AÐHALDIÐ:
Þú færð sendan email x2 í viku fullan af LKL hugmyndum.
Þú færð hugmyndir að morgunmat, millimálum og daglegum LKL réttum ásamt
uppskriftum og innkaupalista fyrir heilan mánuð.
Vikulegir fundir í heilan mánuð
Vikulegir fræðslu- og stuðningsfundir á þriðjudögum frá 18:00-19:00 í Lifandi markaði, Borgartúni 24.
Verð: 9,900.- kr
Skráning: gunni@lkl.is