Hnúðkál, hvað er það í ósköpunum?

Það kemur fyrir að ræmu sé skellt í tækið og þá vantar stundum eitthvað til að narta í. Ég rakst á þetta girnilega hnúðkál í Krónunni á Selfossi eftir yndislega ferð á Hótel Ion Lux á Nesjavöllum og ákvað að kippa einu með heim og gera tilraunir á því.
Réðst á greyið með Saladmeistergræjunni og út kom þetta fína snakk. Gerði svo ídýfu úr einhverju samkrulli úr ískápnum og þetta var maulað yfir sjónvarpinu ásamt ostakubbum sem eru algjör snilld í poka.

3599_10151607209736894_57204672_n

1 hnúðkálshaus skorinn niður, má nota mandólín, saladmeisterkvörn, eða einhversskonar rifjárn. Og auðvitað bara venjulegan hníf 🙂

Innihald sósu:
1 tsk mæjónes
1 tsk 18% sýrður rjómi
1/2 tks dijon sinnep
1 msk parmesanduftostur
pipar
smà safi af dillchips ( Mt Olive í krukku , Kostur)
1-2 steviudropar

Það má nota hvaða ídýfu sem er svo framarlega sem hún er ekki stútfull af sykri og aukaefnum en þessi var rosalega vel heppnuð;)

Hnúðkál eða Kohlrabi eins og það heitir á ensku er afar hollt og gott og á ættir að rekja til garðakáls. Það líkist bragði gulrófa en samt ekki eins rammt. Gott í allskonar rétti, steikt, soðið eða notað hrátt eins og hér í snakk. Fullt af góðum C vítamínum og trefjum. Inniheldur 2 net carb í 100 gr svo það má nú alveg narta aðeins í þetta án þess að það geri mikinn skaða:)

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Leave a Reply