Kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er 40 milljarðar á ári

Ársneysla Íslendinga á sykri er komin yfir 50 kg á mann og kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er um 40 milljarðar á ári. Þetta eru svakalegar tölur sem skila okkur Íslendingum í efsta sæti meðal Norðurlandaþjóða. Við erum feitust!
Það er sláandi að sjá viðtalið við Framkvæmdastjóra SÍBS Guðmund Löwe þar sem hann bendir á að langtíma samantekt SÍBS á heilsufari þjóðarinnar og sykurneyslu bendi til þess að ef sykurskattur verði aflagður muni ekkert stoppa það að offitufaraldurinn nái nýjum hæðum. 75% kostnaðar í heilbrigðiskerfinu stafar af afleiðingum langvinnra og lífsstílstengdra sjúkdóma. Þetta er svipað hlutfall og hjá Bandaríkjamönnum sem eru með feitustu þjóðum í heimi. Hvað finnst þér um þetta og hvað er til ráða? Sykurskattur? Aukin fræðsla?
Sjá viðtal hér: Sykurneysla Íslendinga

68MGJ0k50uWNiPUUEwHZ6Dl72eJkfbmt4t8yenImKBVvK0kTmF0xjctABnaLJIm9

Leave a Reply