Monthly Archives: May 2013

Eggja og beikonmúffur

By | Gestablogg | No Comments

img_9899 img_9925

Þeir sem fylgjast með Eldhússögum á Instagram eða á Facebook sáu að ég setti inn myndir í vikunni sem birtust einmitt í Vikunni! Ég var nefnilega beðin um að vera matgæðingur Vikunnar og gefa þrjár uppskriftir. Mér fannst þetta spennandi verkefni og ákvað að gefa nýjar uppskriftir sem ég hef ekki sett inn á bloggið enn.

vikan2-001

Ein þeirra er ofsalega ljúffeng og góð tælensk kjúklinga- og sætkaröflusúpa. Þetta er bragðmikil og einkar bragðgóð súpa sem er ákaflega einföld og fljótlegt að búa til. Önnur uppskriftin var að blautri súkkulaðiköku með glóaldini, það er dásamleg súkkulaðikaka með appelsínubragði, minnir á kattartungurnar góðu. Þriðja uppskriftin er af einum þeim besta laxarétti sem ég hef smakkað! Sojamaríneraður lax með mangó/avókadósalsa og smjörsteiktu spínati. Þennan rétt tekur engan tíma að elda en maður minn hvað hann er góður! Samsetningin er skotheld, ljúffengur laxinn með bragðgóðu maríneringunni og dásamlega góða meðlætið – það er bara skylda fyrir laxaunnendur að prófa þennan rétt! Tölublaðið af Vikunni með ofantöldum uppskriftum kom út fyrir helgi, ég hvet ykkur til þess að næla ykkur í eintak!

vikan1-001

Í dag ætla ég að setja inn uppskrift af ekki síður góðum mat. Þetta eru eggja- og beikonmúffur sem slógu í gegn í sextugsafmæli mömmu (meira um afmælisveitingarnar í næstu færslu! ;) ). Þar sómdu múffurnar sér einstaklega vel á brunch-borðinu.

img_9925

Múffurnar eru ákaflega ljúffengar og afar einfaldar að útbúa. Það eina sem krefst er að vera með gott möffinsform. Ég prófaði að gera þær í einnota möffinsformum en þær festust of mikið við formin fyrir minn smekk. Ég notaði því “non stick” möffinsform sem tekur 24 múffur í einu, þetta er svona míní-möffinsform. Ég fékk það í Hagkaup á 2990 kr. Múffurnar losnuðu mjög auðveldlega úr forminu, ég þurfti ekki einu sinni að smyrja það að innan. Það er afar gaman að bera þessar múffur fram á til dæmis “brunch” borði því þær eru svo fallegar. Eins er svo skemmtilegt að með þessum múffum fær maður morgunverðinn allan í einum litlum gómsætum bita – egg, beikon og ost!

img_0094

Svona líta múffurnar út að innan

Það er auðvitað líka hægt að nota þessa uppskrift venjuleg möffinsform sem eru stærri (taka þá oft átta eða tólf múffur í einu). Þá þarf bara að auka aðeins við bökunartímann.

Uppskrift (passar í eitt möffinsform sem tekur 24 mínímúffur eða form sem tekur 12 venjulegar múffur):

  • 10 egg
  • 150 g rifinn ostur (ég notaði mozzarella)
  • 3/4 dl rjómi
  • ca 140 gr beikon
  • sléttblaða steinselja, skorin smátt (ég notaði ca. 1 dl), líka hægt að nota graslauk
  • salt og grófmalaður svartur pipar
  • það er hægt að bæta við öðrum hráefnum eftir smekk, t.s. spínati, eins er hægt að gera múffurnar meira “spicy” með t.d. með því að krydda þær með chiliflögum.img_9864

    Ofn er hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Beikonið er steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt, þá er það skorið í litla bita. Eggin er þeytt létt saman í skál. Því næst er rifna ostinum, rjómanum, steinseljunni og kryddinu bætt út í. Blöndunni er því næst ausið með skeið ofan í möffinsformið. Gæta þarf að fara vel ofan í botninn á skálinni með skeiðinni og þannig sjá til þess að beikonið og osturinn dreifist jafnt ofan í hvert hólf. Best er að sléttfylla hólfin.

    img_9870

    Þá eru múffurnar bakaðar við 180 gráður í 15 mínútur. Á meðan bakstri stendur rísa múffurnar vel upp úr forminu en falla síðan dálítið niður eftir að þær eru teknar út.

    img_9911

    Svona líta múffurnar út í lok bökunartímans

    img_9898

    Hér eru múffurnar byrjaðar að falla saman eftir baksturinn – það er alveg eðlilegt.Hjá mér voru múffurnar alveg lausar í forminu og auðvelt reyndist að fær þær upp á disk með gaffli. Gott er að bera múffurnar fram heitar en það er líka hægt að bera þær fram kaldar.

    img_9905

    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér

 

Grillaður lax með kryddjurtamaríneringu og klettasalatsósu

By | Gestablogg | No Comments

img_9833

Mér finnst lax ákaflega góður. Það liggur við að mér finnist hver einasti laxaréttur vera “sá besti sem ég hef bragðað”! En ég held að það sé vegna þess að það er varla hægt að klúðra svona góðu hráefni eins og laxinn er. Að þessu sinni grillaði ég laxinn með einkar góðri maríneringu og gerði með honum ofsalega góða klettasalatssósu. Þessa klettasalatssósu væri einnig gott að nota með til dæmis grilluðum kjúklingi. Ég grillaði grænmeti með laxinum, sætar kartöflur, gulrætur og blómkál. Grænmetið skar ég niður í bita, velti því upp úr ólífuolíu, góðum kryddum og grillaði í snilldar grillbakkanum frá Weber. Ég mæli svo mikið með þessum grillbakka. Hér um alltaf þegar ég grilla, set ég eitthvað grænmeti í bakkann, það slær ekkert meðlæti grilluðu grænmeti við! Ég hef séð þennan grillbakka ódýrastan hjá Bauhaus.

img_9846

Fyrirtækið framleiðir vestfirskt kristalsjávarsalt sem eru stórar og stökkar saltflögur. Saltið er unnið með aldagamalli íslenskri aðferð sem stunduð var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18.öld. Frábært salt sem ég mæli sannarlega með. Það var svo spennandi að ég fékk líka prufur af nýju bragðbættu Saltverks-salti sem er ekki enn komið á markaðinn. Meðal annars lakkríssalti og blóðbergssalti. Ég er búin að vera að þefa og smakka á saltinu og reyna að átta mig á hvernig best væri að nota það. Einna spenntust er ég að finna góða leið til þess að nota lakkríssaltið! En ég notaði blóðbergsaltið í maríneringuna á laxinn og það kom afar vel út.

img_9844

Uppskrift:

800 g laxaflak

Marínering:

  • 1 dl fínsöxuð blaðasteinselja (eða kóríander)
  • 1 límóna (lime), hýði fínrifið og safinn
  • 4 hvítlauksrif, fínsöxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • salt (ég notaði blóðbergssalt frá saltverki) og pipar

    img_9826

    Hráefninu í maríneringuna er hrært saman. Laxinn er lagður á þar til gerða grillgrind eða einnota grillbakka. Maríneringunni er dreif fyrir laxinn og hann grillaður við meðalhita í um það bil 10 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn – það þarf að gæta þess að ofelda hann ekki. Borið fram með grilluðu grænmeti og klettasalatssósu.

    img_9832

    Klettasalatssósa:

  • 2 dl sýrður rjómi
  • ca. 2 stórar lúkur klettasaltat
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ dl furuhnetur
  • 1 dl fínrifinn parmesanostur
  • salt och grófmalaður svartur pipar

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og borið fram með fisknum.

img_9836

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér

 

Surf and turf og súkkulaðimús í eftirrétt

By | Gestablogg | No Comments

Í þessu dásamlega veðri í gær þá vorum við með gesti í hádegismat. Það var surf and turf í  þetta skiptið og
borðað úti á svölum í fyrsta skipti í sumar 🙂

sumar

Grilluð nautalund með klettasalati

Klettasalat
    Prima Donna ostur skorinn eða rifinn yfir (eða parmesan ostur)
    Nautalund elduð eins og hér skorin í þunnar sneiðar
    olífuolía + balsamic edik + salt +pipar blandað saman og hellt yfir að lokum

Ég útbjó bara hvítlauks smjör og hafði tilbúið við grillið. Humarinn klauf ég í helminga og hreinsaði þannig skítaröndina út. Humarinn var þá grillaður í örfáar mín í sárinu svo snúið við og penslaður með hvítlaukssmjörinu og grillaður aðeins áfram á bakhliðinni áður en tilbúinn. Með þessu var svo borið fram ferskt salat eins og sjá má ásamt muldum kasjúhnetum og chili majonesi. Þetta borðum við þá soldið eins og með pylsur í gamla daga, dýfa í sinnep eða tómatsósu og svo steikta laukinn. Nema það er þá að taka humarinn úr skelinni, dýfa í chili mæjónesið og svo í muldu kasjúhneturnar. Þetta má svo nota sem bæði forrétt eða aðalrétt og gaman að leika sér með sósu til að dýra í eða hnetumulning.
Hvítlaukssmjör

  Smjör

Hvítlaukur – smátt saxaður
    Steinselja – smátt söxuð
    Sítrónusafi

Chili majónes

Mæjónes
    Sambal oelek (chili paste) eftir smekk

Súkkulaðimús

Ég notaði uppskrift frá Jamie í grunninn sem ég aðlagaði að mínum þörfum ;

100g dökkt eðal súkkulaði, minnst 70%
    1 dl rjómi
    3 egg
    25 g Erythritol
    1/2 msk kakó
    1/4 tsk appelsínubörkur
    1 msk Kahlua

Skál 1 – Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði

Skál 2 – Þeytið eggjarauður og erythritol þangað til létt og ljóst

Skál 3 – Þeytið eggjahvítur þangað til stífar

Skál 4 – Þeytið rjómann

Bætið kakói og rjómanum í skál 2, bætið appelsínuberki og Kahlua útí bráðna súkkulaðið (skál 1). Blandið þá súkkulaðinu hægt saman við skál 2 og blandið öllu vel saman svo að blandan verði samleit. Bætið eggjahvítunum við mjög varlega í lokin til þess að loftið haldist í blöndunni. Skiptið í 4 lítil mót, kælið í amk 2 klst og skreytið 🙂 ég sigtaði kakó yfir í lokin og var búin að hafa appelsínubörk í sólinni til að þurrka hann og notaði sem skraut ofan á.

Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

Eggaldinsamlokur

By | Gestablogg | No Comments

Afgangar þurfa ekki að vera óspennandi og í hádeginu var afgang af mexícoveislu sem uppskrift er af hér í eldri póstum, breytt í dýrindis kjúklingasúpu, kókosmjólk bætt út í kássuna og dálítill rjómi með. Til að fullkomna kósýstundina fyrir nautnabelginn ákvað ég að prófa að gera eggaldinsamlokur sem komu ljómandi vel út og þetta tvennt átti fullkomnlega vel saman.

eggaldin samloka

Eggaldinsamlokur í ofni:
Hitið ofninn í 180 gráður
1 eggaldin skorið niður í sneiðar um 0.5 cm og látnar standa í söltu vatni í 20 mín,
 1 tsk af salti dugar
Sneiðarnar veiddar upp úr og þerraðar, penslaðar með dáltítilli ólífuolíu.
 
Mitt álegg að þessu sinni var afgangs mexícoostur, beikonkurl, steinselja og smá tómatpúrra.
Setjið áleggið á eina sneið og því næst aðra sneið ( helst svipað stóra )ofan á
Veltið “samlokunum” upp úr 1 pískuðu eggi, og því næst upp úr blöndu af parmesanosti og möndlumjöli, ca 2 msk af hvoru.
Sett á bökunarpappír og bakað í ofn þar til að kraumar í ostinum.
Mjög saðsamt og gott á kuldalegum dögum.eggaldinsamloka 7

eggaldinsamloka 5

eggaldinsamloka 9

eggaldinsamloka 8
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

LKL súkkulaði og hnetusmjörsmolar

By | Gestablogg | No Comments

181412_10151638722171894_1984959525_n

Gómsætir LKL súkkulaði og hnetusmjörsmolar
60 gr smjör hitað í potti
100 gr 85% Rapunzel súkkulaði
100 g hnetusmjör( MONKI )
2 msk erythritol sem er búið að mala aðeins í mixer

Súkkulaðið látið út í heitt smjörið og látið bráðna rólega saman, hrært
hnetusmjör og sætuefni blandað saman í skál.

Setjið þetta í 12 lítil muffinsform
súkkulaði fyrst, skellið því í ískáp í smá tíma, svo tsk af hnetusmjör og aftur hellið súkkulaði yfir.
Þetta er sett í frysti í smá stund og svo bara PARTÝ

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com

Kúrbíts og skinkumuffins

By | Gestablogg | No Comments

muffa 1

Matarmúffur með skinku og kúrbít
gerir 12 muffins
50 gr kókoshveiti eða 100 gr möndlumjöl
100 gr skinka
vorlaukur (græni parturinn af 2 laukum) smátt skorinn
100 gr rifinn ostur
200 gr kotasæla
100 ml rjómi
75 ml olía
2 egg
100 gr rifinn kúrbítur
2 msk steinselja
1/4 tsk pipar
1/4 tsk salt
1 tsk oregano
3 tsk hörfræmjöl ( má sleppa )
um 2 net carb í hverri ( miðað við 12 stk)

muffa 1
muffa 2

Blandið öllu saman, kókoshveitinu síðast, setjið í muffinsform( bakka ) gott að klippa niður smjörpappír í ferhyrninga og klæða formin að innan, auðveldara að ná múffunum upp.
Þessar eru mjög bragðgóðar með salati og góðri sósu, gott að grípa með í vinnuna og saðsamar.
Má sleppa kúrbítnum en hann gerir þær þó extra mjúkar og fínar.
Eins má bæði nota kókoshveiti í þessar sem og möndlumjöl.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

Að svelta krabbamein: Ketógenískt mataræði til bjargar

By | LKL Fróðleikur | No Comments

cancer45

Grein þýdd og stytt frá www.cbn.com

Fjölda fólks er vonsvikið yfir krabbameinslækningum eins og þær eru stundaðar í dag. Þær eru dýrar, sársaukafullar og einfaldlega virka oft ekki. En það er er ný krabbameinsmeðferð í boði sem er ókeypis, hefur nánast engar aukaverkanir og getur verið notuð samhliða öðrum krabbameinsmeðferðum. Meðferðin byggir á að sleppa kolvetnum, sérstaklega þeim verstu, sykri.

Að drepa krabbamein
Dr. Fred Hathfield er tilkomumikill náungi, heimsmeistari í kraftlyftingum, höfundur tuga bóka og milljónamæringur. En hann mun segja þér að mesta afrek sitt sé að vinna bug á krabbameini sínu rétt áður en það náði honum.

“Læknarnir gáfu mér 3 mánuði þar sem ég hafði beinkrabba sem hafði dreift sér víða” rifjar hann upp “3 mánuðir, 3 læknar sögðu mér sama hlutinn.” Á meðan Hathfield var að undirbúa dauða sinn þá heyrði hann af krabbameinsmataræði sem heitir Metabolic therapy. Þar sem hann hafði ekkert að tapa þá ákvað hann að prufa það og honum til óvæntrar ánægju þá virkaði það. “Krabbameinið fór!” hrópar hann upp. “Algjörlega. Til þessa dags hefur ekki fundist tangur né tetur af því. Og það er komið yfir ár síðan.”

Að svelta slæmar frumur
Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield að borða kolvetni, sem breytast í glúkósa í líkamanum. Krabbamein elskar glúkósa og þarfnast hans sárlega. Ef þú hættir að gefa því glúkósa þá drepst krabbameinið. “Mér þykir það furðulegt að læknavísindin eru fyrst að fatta þetta núna” segir hann.

Bati Hathfields kom reyndar ekki Dr. Dominic D’Agostino á óvart, sem rannsakar Metabolic therapy. Þegar teymi hans af vísindafólki við Háskólann í Suður Flórída fjarlægðu kolvetni úr mataræði músa þá lifðu þær af mjög slæmt krabbamein, jafnvel betur en þær mýs sem voru meðhöndlaðar með lyfjameðferð.

“Við höfum stórlega aukið lífslíkur með Metabolic therapy” segir hann. “Þannig að okkur þykir mikilvægt að koma þessum upplýsingum út.”
En árangurinn er ekki einungis bundinn við tilraunamýs. Dr. D’Agostino hefur einnig séð svipaðan árangur hjá fólki, fjöldan allann af þeim.
“Ég hef verið í skriflegu sambandi við fjölda manns” segir hann. “Að minnsta kosti 12 manns á seinasta eina og hálfa til tvö árum, og þau eru öll enn á lífi, þrátt fyrir að eiga ekki að vera það. Þannig þetta er mjög hvetjandi.”

Ketógenískt mataræði
Allar frumur, meðal annars krabbameinsfrumur, fá orku sína frá glúkósa. En ef þú tekur glúkósann frá þeim, þá skipta þær yfir í aðra orku, ketónkorn (ketone bodies). Nema krabbameinsfrumur. Galli í þeim kemur í veg fyrir það að þær geta skipt yfir í ketónkorn sem orkugjafa og því gæta ketónkornin einungis notað glúkósa sem orku. Allar aðrar frumur geta notað glúkósa eða ketónkorn.

Fólk, eins og Hathfield, sem vill svelta frumur sínar af glúkósa og virkja þær með ketónkornum fara á mataræði sem heitir ketógenískt mataræði. Á þessu mataræði er nánast öllum kolvetnum sleppt, en áherslan sett á prótein og fitu. Gloria, konan hans Hathfield, segir að það sé létt að matreiða þennan mat og hann sé til í öllum búðum. “þú getur pantað uppskriftarbækur á netinu” segir hún. “Þetta er mjög hreint mataræði, enginn sykur, salt eða ruslmatur.”

Áherslan er sett á náttúruleg prótein í sínu upprunalega formi [rautt kjöt, fugl, fiskur]. Á hinn bóginn á að forðast unnar kjötvörur, eins og pylsur og ýmis kjötlíki þar sem kolvetnum hefur verið bætt við þau. Á sama máta á að nota náttúrulegar fitur eins og olífuolíu, avókadó og hnetur. Forðist transfitur, eins og í smjörlíki og olíum sem eru fituhertar. Transfitur eru tilbúnar, manngerðar fitur.

Öryggi og heilsa
Fólk getur verið hrætt að prufa ketógenískt mataræði þar sem það telur að borða fitu eins og þetta sé slæmt fyrir hjartað. En fleiri og fleiri læknar eru orðnir sammála því að fita, svo lengi sem hún er náttúruleg, er góð fyrir þig, jafnvel mettuð fita eins og kókósfita og smjör.

“Er kólesteról aðal orsök hjartasjúkdóma” spyr hjartalæknirinn Stephen Sinatra. “Algjörlega ekki” Í bókinni sinni The Great cholesterol myth, segir Dr. Sinatra að hin raunverulega orsök hjartasjúkdóma sé bólgumyndun. Sem kemur af því að borða of mikið af kolvetnum.
“Það þarf að fræða fólk um skaðsemi sykurs” segir hann. “En því miður er ekki verið að segja þeim frá því. Þau fá að heyra hið gagnstæða, að forðast fitu. Fita er góð fyrir þig, svo lengi sem þú forðast transfitur.”

Þannig með því að minnka við sig kolvetni og borða náttúruleg prótein og fitur, þá getur þú bætt heilbrigði hjartans og jafnvel unnið bug á krabbameini.

Frekari upplýsingar
Rannsóknir hafa sýnt að ketógenískt mataræði er árangursríkt til að meðhöndla flogaveiki. Fyrir ýtarlegri upplýsingar um það leitið til The Charlie foundation.

Hér fyrir neðan eru tenglar á frekari upplýsingar sem gagnast fyrir ketógenískt mataræði.

500 Low-Carb Recipes: 500 Recipes from Snacks to Dessert, That the Whole Family Will Love
The Cantin Ketogenic Diet: For Cancer, Type I Diabetes & Other Ailments
RSG1 Foundation
Solace Nutrition
Dietary Therapies LLC – Miriam Kalamian, ketogenic diet consultant for cancer
KetoNutrition – Information, resources and supplies for metabolic management of cancer.
KetoTherapeutics – a ketogenic diet support website.

Heimild

Starving Cancer: Ketogenic Diet a Key to Recovery
Haraldur Magnússon – Osteópati B.Sc (hons) Halli Magg hefur lesið heilsutengd málefni síðan hann var unglingur og keypti sína fyrstu fræðibók 15 ára gamall. Hann hefur sótt óteljandi námskeið og fyrirlestra erlendis hjá fremstu fyrirlesurum á sviði næringar og þjálfunnar. Halli er með B.Sc (hons) gráðu í osteópatíu, einkaþjálfarapróf og síðast sótti hann hálfs árs nám hjá Dr. Daniel Kalish í Functional medicine, auk þess að taka sérhæfingu í taugaboðefnameðhöndlun. Aðaláhugamál Halla er að fræðast um ástæður hrörnunar nútímamannsins og hvaða lausnir eru í boði. Halli tekur fólk í stoðkerfameðferð og heldur fyrirlestra. Hægt er að hafa samband við hann í 841-7000.

Athugasemd höfundar / þýðanda
Það er löngu vitað að sykur er krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að sykur fæðir krabbameinsfrumur. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef oft talað við fólk sem er stórhneykslað á því mataræði sem sjúklingar með krabbamein fær á spítölum, kökur, brauð og annað sykurmeti, fyrir utan aðra óhollustu. Ég veit um fólk sem hefur verið að koma með mat til ástvina sinna inn á spítala því þeim stendur ekki á sama.

Það er ánægjulegt að heyra að ketógenískt mataræði virðist vera gagnlegt gegn krabbameini. Sérstaklega vegna þess að aðrar náttúrulega lausnir gegn krabbameini hafa ekki staðið til boða hér á landi. Fólk hefur verið að fara t.d. á sérstök krabbameinsmeðferðarheimili í Mexíkó. En með þessu móti getur hver sem er tekið aktífan þátt í batarferli sínu með náttúrulegum leiðum með aðferð sem er örugg, kostar verulega litla fyrirhöfn og er ódýr. Það eina sem er erfitt við hana er að komast yfir kolvetnafíknina!!!

Ef þú ætlar að koma með einhverja ókosti við þetta mataræði, þá spyr ég bara, er ókosturinn verri en að deyja úr krabbameini? Hvað er tapa? Og ef þetta virkar ekki, þá skrifaði sagan sig eins og henni var ætlað. Á þessu er bara hægt að græða.

Munið að það stendur að það sé hægt að nota þetta mataræði samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Tilgangur greinarinnar er ekki að það eigi að sleppa henni. Persónulega, EF það væri tími til stefnu þá myndi ég ávallt vilja reyna fyrst að losa mig við krabbamein á sem skaðlausasta máta áður en skaðlegri aðferðir væru notaðar. Það liggur nú eiginlega í augum uppi.

Höfundur greinarinnar er Haraldur Magnússon Osteópati B.Sc (hons) Halli Magg er með Heilsusíðuna (heilsusidan.is) og er einn helsti talsmaður lágkolvetnamataræðis á Íslandi – Þessa grein er að finna hér

Blómkáls Zaalouk

By | Gestablogg | No Comments

Ég veit að þú Guðríður er ekkert sérstaklega hrifin af blómkáli en samt ég ætla að hvetja þig til að prófa. Það er ekkert svo mikið blómkálsfílingurí þessu. Gott sem meðlæti með örugglega mörgu, ég var bara með steiktar kjúklingabringur með þessu,sýrðan rjóma og smá leifar af hummus. Uppskriftin er frá Paleo gourmet

Blómkáls Zaalouk

  • 1 stór blómkálshaus
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 ferna hakkaðir tómatar (ca 400 gr)
  • 1 búnt sléttblaða steinselja, eða eins mikið og manni finnst gott
  • 1 tsk spiskummin
  • 1 tsk paprika
  • Safin af 1/2 sítrónu
  • salt og pipar
  • smá chili krydd ef maður vill hafa þetta sterkt
  • ólífuolía
  1. Blómkálið skorið í lítil knippi og soðið í ca 10-15 mín eða þangað til það er næstum mjúkt. Smá hart í því svo það fari ekki alveg í mauk. Vatninu hellt af og svo maukað örlítið með gaffli, ekki alveg í stöppu heldur þangað til það lítur út eins og kannski hrísgrjón.
  2. Hvítlaukurinn steiktur örlítið á pönnu með ólífuolíu.
  3. Öllu blandað saman.20130518-163806
    Uppskriftina er að finna hjá matarbloggurunum Kristínu og Guðríði sem eru með tvíbura gourmet – hér

Bleikja í kókosmjólk

By | Gestablogg | No Comments

2012-10-15-18-14-46

Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og
sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með
hálfan chilí með fræjum og það gaf réttinum gott bragð, reif aðeins í án þess að hann væri of sterkur.

Bleikja í kókosmjólk
2 flök bleikja ca 750 gr.
1 lime, safinn og fínrifinn börkurinn
2 hvítlauksrif, kramin
2 cm engifer, maukað
1/2 rauður chilí, saxað
1 lítil dós kókosmjólk
1 msk hrásykur (innl LKL: hægt að nota 1/2  msk Erythritol/Xylitol í staðinn)
1 fiskiteningur

Aðferð

  1. Blandið saman í skál lime safa og berkinum, hvítlauk, engifer, chilí og hellið yfir fiskinn. Látið marinerast í 30 mín.
  2. Steikið fiskinn á pönnu á hvorri hlið í um 1 mínútu. Blandið útí marineringunni, kókosmjólkinni, hrásykri og fiskiteningi og látið malla í um 5 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður.
  3. Borið fram með t.d. cous cous og góðu salati.

    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

 

Köld paprikuksósa með kjúklingi

By | Uppskriftir | No Comments

Köld paprikusósa

Þessi bragðgóða sósa er frábær með grilluðum kjúkling og grænmeti og eins og sólin skín núna er
tilvalið að grilla kjúklingabita/file/úrbeinuð læri og grænmeti og hafa þessa sólskinssósu með
Tekur innan við 5 mínútur að gera. Settu grænmetið af stað og byrjaðu á sósunni og þegar 15
mínútur eru eftir af grænmetinu skellirðu kjúklingnum á grillið og allt verður tilbúið á sama tíma

2 heilar rauðar paprikur
2 matskeiðar góð lífræn ólífuolía
1 dl grísk jógúrt
1 dl sýrður rjómi
2 rif hvítlaukur
salt og pipar

Settu paprikuna og hvítlaukinn í matvinnsluvél eða blandara og maukaðu vel saman. Bættu síðan
júgúrt og sýrða rjómanum saman við og kryddaðu til með salti og pipar.

bell-peppers