Blómkáls Zaalouk

Ég veit að þú Guðríður er ekkert sérstaklega hrifin af blómkáli en samt ég ætla að hvetja þig til að prófa. Það er ekkert svo mikið blómkálsfílingurí þessu. Gott sem meðlæti með örugglega mörgu, ég var bara með steiktar kjúklingabringur með þessu,sýrðan rjóma og smá leifar af hummus. Uppskriftin er frá Paleo gourmet

Blómkáls Zaalouk

 • 1 stór blómkálshaus
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 ferna hakkaðir tómatar (ca 400 gr)
 • 1 búnt sléttblaða steinselja, eða eins mikið og manni finnst gott
 • 1 tsk spiskummin
 • 1 tsk paprika
 • Safin af 1/2 sítrónu
 • salt og pipar
 • smá chili krydd ef maður vill hafa þetta sterkt
 • ólífuolía
 1. Blómkálið skorið í lítil knippi og soðið í ca 10-15 mín eða þangað til það er næstum mjúkt. Smá hart í því svo það fari ekki alveg í mauk. Vatninu hellt af og svo maukað örlítið með gaffli, ekki alveg í stöppu heldur þangað til það lítur út eins og kannski hrísgrjón.
 2. Hvítlaukurinn steiktur örlítið á pönnu með ólífuolíu.
 3. Öllu blandað saman.20130518-163806
  Uppskriftina er að finna hjá matarbloggurunum Kristínu og Guðríði sem eru með tvíbura gourmet – hér

Leave a Reply