Surf and turf og súkkulaðimús í eftirrétt

Í þessu dásamlega veðri í gær þá vorum við með gesti í hádegismat. Það var surf and turf í  þetta skiptið og
borðað úti á svölum í fyrsta skipti í sumar 🙂

sumar

Grilluð nautalund með klettasalati

Klettasalat
    Prima Donna ostur skorinn eða rifinn yfir (eða parmesan ostur)
    Nautalund elduð eins og hér skorin í þunnar sneiðar
    olífuolía + balsamic edik + salt +pipar blandað saman og hellt yfir að lokum

Ég útbjó bara hvítlauks smjör og hafði tilbúið við grillið. Humarinn klauf ég í helminga og hreinsaði þannig skítaröndina út. Humarinn var þá grillaður í örfáar mín í sárinu svo snúið við og penslaður með hvítlaukssmjörinu og grillaður aðeins áfram á bakhliðinni áður en tilbúinn. Með þessu var svo borið fram ferskt salat eins og sjá má ásamt muldum kasjúhnetum og chili majonesi. Þetta borðum við þá soldið eins og með pylsur í gamla daga, dýfa í sinnep eða tómatsósu og svo steikta laukinn. Nema það er þá að taka humarinn úr skelinni, dýfa í chili mæjónesið og svo í muldu kasjúhneturnar. Þetta má svo nota sem bæði forrétt eða aðalrétt og gaman að leika sér með sósu til að dýra í eða hnetumulning.
Hvítlaukssmjör

  Smjör

Hvítlaukur – smátt saxaður
    Steinselja – smátt söxuð
    Sítrónusafi

Chili majónes

Mæjónes
    Sambal oelek (chili paste) eftir smekk

Súkkulaðimús

Ég notaði uppskrift frá Jamie í grunninn sem ég aðlagaði að mínum þörfum ;

100g dökkt eðal súkkulaði, minnst 70%
    1 dl rjómi
    3 egg
    25 g Erythritol
    1/2 msk kakó
    1/4 tsk appelsínubörkur
    1 msk Kahlua

Skál 1 – Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði

Skál 2 – Þeytið eggjarauður og erythritol þangað til létt og ljóst

Skál 3 – Þeytið eggjahvítur þangað til stífar

Skál 4 – Þeytið rjómann

Bætið kakói og rjómanum í skál 2, bætið appelsínuberki og Kahlua útí bráðna súkkulaðið (skál 1). Blandið þá súkkulaðinu hægt saman við skál 2 og blandið öllu vel saman svo að blandan verði samleit. Bætið eggjahvítunum við mjög varlega í lokin til þess að loftið haldist í blöndunni. Skiptið í 4 lítil mót, kælið í amk 2 klst og skreytið 🙂 ég sigtaði kakó yfir í lokin og var búin að hafa appelsínubörk í sólinni til að þurrka hann og notaði sem skraut ofan á.

Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

Leave a Reply