Monthly Archives: September 2014

NÝTT: Hættu að borða sykur – 6 vikna prógram

By | LKL Fróðleikur, LKL Námskeið | No Comments

Hættu að borða sykur er NÝTT 6 vikna „online“ prógram sem aðstoðar þig við að hætta að borða sykur og þá meina ég sykur í öllum sínum formum. Það er ótrúlegt hvað gerist þegar þú hættir í sykri og ef þú ætlar aðeins að taka eitt skref í átt að bættri heilsu skaltu taka skrefið að hætta að borða sykur. ÞAÐ ER EKKERT SEM HEFUR JAFNMIKIL ÁHRIF Á HEILSUNA OG ÞAÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SYKUR

Af hverju ættirðu að hætta að borða sykur? Það eru fullt af ástæðum, hérna eru nokkrar:
– Þú getur minnkað fiturforðann og mittismálið ef þú hættir að borða sykur
– Þú hefur jafnari og betri orku yfir daginn ef þú hættir að borða sykur
– Þú hefur betri stjórn á matarlystinni og magninu sem þú borða ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að bæta heilsuna verulega ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að minnka líkurnar á lífsstílssjúkdómum verulega ef þú hættir að borða sykur
– Þú ert að spara þér fullt af peningum þegar þú hættir að borða sykur
– Þú ert að stórauka líkurnar á að þú verðir heillbrigðari á komandi árum ef þú hættir að borða sykur

Hættu að borða sykur – 6 vikna prógramm inniheldur:
– Daglega hvatningu, ráð og hugmyndir til að hætta að borða sykur
– Hvaða skref NÁKVÆMLEGA þú þarft að taka til að geta hætt að borða sykur
– BBAM matarplan án sykurs (Borðaðu Bara Alvöru Mat)
– Innkaupalista og hugmyndir að sykurlausum útgáfum af ýmsum vörum
– Eftirréttar uppskriftir án sykurs

Vika 1: Byrjað á að skera niður sykur í mataræðinu
Hvar er sykur að finna í daglegri neyslu? Ertu mögulega að borða fullt af sykri án þess að vita af því?
Vika 2: Hætta að borða sykur…..en hvað kemur í staðinn?
Fullt af vöruhugmyndum um bestu kostina og innkaupalisti / Borðaðu þetta/Ekki þetta
Vika 3: Aðalréttir, millimál, morgunverðir og allt þar á milli
Þessi vika er sú gómsætasta og það besta er að hún er algerlega sykurlaus
Vika 4: Tilraunavika og detoxvikan, hérna gerast hlutirnir sko
Nú köfum við enn dýpra og þessi vika er full af fróðleik um hormónin og það sem gerist innra með þér þegar þú hættir í sykri.
Vika 5: Andlega hliðin tekin í góða haust hreingerningu
Líkamleg og andleg heilsa fara hönd í hönd og hérna nær andlega hvatningin hámarki. Það geta ALLIR hætt að borða sykur
Vika 6: Endurmat, yfirlit og framtíð án sykurs.

Til að vera með sendirðu póst á gunni@lkl.is og skráir þig.
Næsta prógram hefst mánudaginn 22 september og er í 6 vikur.
Hættu að borða sykur prógramið kostar aðeins 4,900.-
meira hérna: https://www.facebook.com/haettuadbordasykur

Timeline

Ég er hætt með þér

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ég veit að þetta verður erfitt svona til að byrja með. Það er það alltaf þegar maður hættir með einhverjum. Þannig að til þess að hjálpa mér þá hef ég skrifað þetta bréf sem fjallar um ástæður þess að þetta eitraða samband getur bara ekki haldið lengur áfram. Það er allt of mikið í húfi fyrir mig. Heilsa mín og framtíð er í húfi. Alltaf þegar mig langar að fara aftur til þín skal ég lesa þetta bréf yfir og fara aftur og aftur yfir ástæðurnar. Þetta samband hefur aldrei verið og verður aldrei heilbrigt.

Sykur, það er kominn tími á að við hættum saman. Þú ert ekki málið fyrir mig lengur.
Þú ert ekki góður fyrir mig og í sannleika sagt fæ ég ógleðistilfinningu yfir því hvernig þú lætur mér stundum líða.
Mér líður ekki vel þegar við erum saman og mér líður oft hræðilega þegar við erum búin að hittast mikið. Þú hefur einstakt lag á að láta mér líða illa. Ég fæ samviskubit eftir hvert sinn sem ég hitti þig og ég veit af hverju það stafar. Ég veit að þú hefur slæm áhrif á heilsu mína og andlega líðan og ég veit að það er engin framtíð með þér.
Og sykur…. það sem er erfiðast er að ég sé þig ALLSSTAÐAR og þú virðist vera ALLSSTAÐAR þar sem ég er, hvert sem ég lít, þarna ertu. Alltaf jafnsætur.

Þessu er lokið. Þú ert ekki lengur velkominn í mínu lífi. Þú ert ekki velkominn inn á heimili mitt lengur. Ég ætla að útiloka þig. Ég ætla að hætta með þér í dag en ég veit að ég mun eiga erfitt án þín. Ég mun hugsa til þín og ég mun sennilega þrá að fá þig aftur inn í líf mitt EN ég ætla að standa við þennan skilnað því heilsa mín og vellíðan skiptir mig meira máli en þú.

Þín, ekki lengur
Ég.

Heart-shaped sugar cubes on spoon

Kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er 40 milljarðar á ári

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Ársneysla Íslendinga á sykri er komin yfir 50 kg á mann og kostnaður við lífsstílstengda sjúkdóma er um 40 milljarðar á ári. Þetta eru svakalegar tölur sem skila okkur Íslendingum í efsta sæti meðal Norðurlandaþjóða. Við erum feitust!
Það er sláandi að sjá viðtalið við Framkvæmdastjóra SÍBS Guðmund Löwe þar sem hann bendir á að langtíma samantekt SÍBS á heilsufari þjóðarinnar og sykurneyslu bendi til þess að ef sykurskattur verði aflagður muni ekkert stoppa það að offitufaraldurinn nái nýjum hæðum. 75% kostnaðar í heilbrigðiskerfinu stafar af afleiðingum langvinnra og lífsstílstengdra sjúkdóma. Þetta er svipað hlutfall og hjá Bandaríkjamönnum sem eru með feitustu þjóðum í heimi. Hvað finnst þér um þetta og hvað er til ráða? Sykurskattur? Aukin fræðsla?
Sjá viðtal hér: Sykurneysla Íslendinga

68MGJ0k50uWNiPUUEwHZ6Dl72eJkfbmt4t8yenImKBVvK0kTmF0xjctABnaLJIm9

Viltu vinna nýju LKL bókina? TAKTU ÞÁTT Í LEIKNUM

By | LKL Fróðleikur | No Comments

Nú er komin út þriðja bókin mín sem fjallar um lágkolvetna lífsstílinn og kallast hún Kolvetnasnauðir hversdagsréttir – réttir án sykurs, gers og hveitis. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna og er það ekki síst að þakka frábærum myndum og stíliseringu frá henni Rögnu Sif Þórsdóttir. Það vita það jú allir að maður byrjar að borða með augunum 🙂
Í þessari nýju bók er að finna 6 vikna matseðil ásamt 10 afar girnilegum og afar sykurlausum eftirréttar uppskriftum. Áherslan er á ódýran og góðan heimilismat, hversdagsrétti sem ekki taka langan tíma í undirbúningi og eldun; holla og gómsæta rétti sem eru lausir við sykur og hveiti. Flestir réttana eru fyrir 4 og kosta sumir þeirra undir 3 þús kr og nokkrir undir 2 þús kr í innkaupum. Sem sagt ódýrt og fljótlegt

Nú er leikur í gangi sem gerir þér kleift að vinna bókina ásamt fleiri góðum vinningum frá Nettó, MS Gott í matinn og Nettó verslununum. Farðu inn á Facebook síðu LKL og gerðu like og þú ert kominn í potinn. Dregið daglega alla vikuna – Gangi þér vel og njóttu lestursins
Kær kveðja
Gunni

lkl leikur

Japanskur lax með wasabi-aioli

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi bragðgóða asísk innblásna uppskrift er held ég bara með þeim betri sem ég hef gert með laxi. Brögðin eru asísk og einstaklega góð og með þessum rétti væri tilvalið að hafa brakandi ferskt salat með góðum fitugjöfum.

800 g ferskur lax
1 msk wasabi (fæst í túbu í stórmörkuðum)
1 msk sojasósa
1 msk sesamfræ
2 msk ferskt engifer (fæst á sushi stöðum)

Wasabi-aioli
1 egg
2 dl græn ólífuolía
3 tsk wasabi
1 hvítlauksrif, pressað
klípa salt

Laxinn
Stilltu ofninn í 180°
Skerðu laxinn í 4 jafna bita
Blandaðu öllum hráefnunum saman og smyrðu hvert stykki vel, notaðu ríflega
Bakaðu í ofni í 20 mínútur

Wasabi-aioli
Brjóttu eggin í frekar djúpa skál og helltu olíunni með
Notaðu töfrasprota og byrjaðu á botninum í skálinni og færðu hann rólega upp og niður svo efsta lagið af olíunni blandast síðast.
Þetta aiolið hefur fengið gulan lit bætirðu hvítlauknum við og wasabi og smakkar til með saltinu.

jillsmat_japanlax_med_wasabiaioli