Japanskur lax með wasabi-aioli

Þessi bragðgóða asísk innblásna uppskrift er held ég bara með þeim betri sem ég hef gert með laxi. Brögðin eru asísk og einstaklega góð og með þessum rétti væri tilvalið að hafa brakandi ferskt salat með góðum fitugjöfum.

800 g ferskur lax
1 msk wasabi (fæst í túbu í stórmörkuðum)
1 msk sojasósa
1 msk sesamfræ
2 msk ferskt engifer (fæst á sushi stöðum)

Wasabi-aioli
1 egg
2 dl græn ólífuolía
3 tsk wasabi
1 hvítlauksrif, pressað
klípa salt

Laxinn
Stilltu ofninn í 180°
Skerðu laxinn í 4 jafna bita
Blandaðu öllum hráefnunum saman og smyrðu hvert stykki vel, notaðu ríflega
Bakaðu í ofni í 20 mínútur

Wasabi-aioli
Brjóttu eggin í frekar djúpa skál og helltu olíunni með
Notaðu töfrasprota og byrjaðu á botninum í skálinni og færðu hann rólega upp og niður svo efsta lagið af olíunni blandast síðast.
Þetta aiolið hefur fengið gulan lit bætirðu hvítlauknum við og wasabi og smakkar til með saltinu.

jillsmat_japanlax_med_wasabiaioli

Leave a Reply