Category Archives: Gestablogg

Æðislega möndlumjölspizza

By | Gestablogg | No Comments

Möndlumjölspizza:
2 bollar möndlumjöl

2 egg
1 msk sesamfræ
1/4 tsk matarsódi
3 msk olía
krydd eins og hvítlauks og ítalskt

Pizzan

mixa saman og þetta gerir 2 botna , skipti deiginu í tvennt og flet út á smurðan bökunarpappír (þar sem þetta er soldið klístrað notað ég annan smjörpappír smurðan oní meðan ég flet ut). Baka svo í ofni í um 20 mín og set þá pizzasósu og ferskan mozzarella og baka í um 15 mín. Svo bara skella klettasalati, parmaskinku, parmasean og pistasíukjörnum og góðri hvítlauksolíu og þá er þetta æææði en má að sjálfsögðu setja annað álegg þegar hún er sett í ofninn í annað sinn. Ein svona er of mikið fyrir mig en gott að eiga daginn eftir

Uppskriftina er að finna á FB síðunni hennar Sollu – Maturinn minn – smelltu hér

Mokkabúðingur

By | Gestablogg | No Comments

Ef þið drekkið kaffi og elskið það jafn mikið og ég, þá eigið þið eftir að kunna að meta þennan eftirrétt. Hrikalega einfaldur og góður og hentar handa öllum, ja sem vilja kaffibragðið allavega. Haldið ykkur fast.

mokkabudingur

Mokkabúðingur
 360 ml rjómi
60 gr erythritol
3 tsk instant kaffi
3 stór egg
30 gr gott kakó
1 tsk vanilludropar

mokkabudingur1

Aðferð:
Hitið allt í potti nema kakóið, passið að láta ekki sjóða og hrærið stöðugt í blöndunni.
Þegar búðingurinn fer að þykkna aðeins, þá má sigta kakóinu í, hræra áfram vel og hella svo í litlar skálar eða bolla.
Mér fannst gott að skella honum í frystinn í sirka 2 tíma. Fullkomið með rjómaslettu.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

 

Möndlusmjörsbrauð

By | Gestablogg | No Comments

Það er svo gaman að geta gert einfaldar uppskriftir öðru hverju og ekki verra ef þær heppnast svona vel. Það þarf þó að leggja dálitla alúð í verkið og ekki flýta sér of mikið eða “henda” neinu saman. Held að það eigi vel við að ef þú matreiðir með dálítilli ást þá verður allt eitthvað svo goottt.
Hér er einfalt brauð sem inniheldur aðeins 4 hráefni. Sniðugt, bragðgott og ekki nema 10 g af carb í öllum hleifnum

Möndlusmjörsbrauð

Möndlusmjörsbrauð
45 gr af próteini,
4 stór egg
125 g möndlusmjör
2 tsk af vínsteinslyftiduft

Próteinið: Ég notaði bara vanilluprótein sem ég átti frá Nectar,
má nota annað, NOW t.d. eða annað bragðefni
Bananaprótein myndi t.d.eflaust virka sem bananabrauð 😉

Möndlusmjörið: Monki í Fræjinu í Fjarðarkaup. Fannst það kolvetnaminnst
Valfrjálst: 2 tsk Hörfræmjöl

smjorid

Aðferð:
Hitið ofn í 150 gráður
blandið próteini og lyftidufti í skál, þeytið svo í hrærivél möndlusmjörið
þar til það verður ljóst og fallegt, bætið svo við
eggjunum einu í einu og leyfið hrærivélinni að vinna dálítið, meiri þeytingur = léttara brauð
Þegar eggin eru komin í þá blandast þurrefnið við. Ég bætti við 2 tsk af hörfræmjöli en það þarf ekki.

Það mætti nota þessa uppskrift sem grunn af Bananabrauði, (nota þá bananaprótein ) eða sem grunn af kryddbrauði, bæta þá smá negul,kanill og engifer út í deigið.
Bakað í ofni í 35 mín á blæstri.
Fínt að setja í meðalstórt brauðform og ég setti nú smjörpappír undir.
Þetta var æði með smá kindakæfu 🙂 KEA

10 g netcarb í öllu brauðinu

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Lax í suðrænni sveiflu

By | Gestablogg | No Comments

IMG_0405

Ég elska fisk og þá sérstakleg lax, það er hægt að elda hann á svo marga vegu og hann er alltaf góður. Ég tíndi til það sem ég átti í ískápnum og úr varð lax í suðrænni sveiflu með léttri sósu. Ég borðaði yfir mig og gott betur en það en mér leið afskaplega vel eftir þessa máltíð, létt máltíð sem fangar augað og kitlar bragðlaukana. Mæli með fiskveislu  handa fjölskyldu og vinum um helgina.

IMG_0375

Lax í suðrænni sveiflu
500 g laxaflök
1 dl sojasósa
1 dl olía
2 cm engiferrót
1/2 chili, fræhreinsað
1 msk ferskur koríander, smátt saxaður
sesamfræ
salt og pipar, magn eftir smekk

IMG_0382

Aðferð:
Roð og beinhreinsið laxaflökin, skerið fiskinn niður í álíka stóra bita. Afhýðið engifer, fræhreinsið chili og saxið smátt. Setjið engifer, chili, kóríander, sojasósu, salt, pipar og olíu í matvinnsluvél og maukið. Leggið laxabitana í eldfast mót og setjið maukið á laxinn, leyfið þessu að standa í 30 mínútur í kæli. Snöggsteikið fiskinn á pönnu, í eina mínútu á hvorri hlið. Sáldrið sesam fræjum yfir fiskinn og setjið fiskinn inn í ofn við 180°C í 8 – 10 mínútur.

Litríkt og stórgott mangósalsa

Þetta mangósalsa hentar afskaplega vel með öllum fisk.  Mér finnst í raun óþarfi að vera með hrísgrjón eða kartöflur með þessum rétti. Þetta meðlæti eitt og sér er alveg nóg og er ótrúlega ferskt og gott. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið ykkur áfram með þessa uppskrift og bætið því sem að ykkur finnst gott í blönduna.

1 ferskt mangó í teningum
1 meðalstór finsaxaður rauðlaukur
1/2 agúrka, smátt skorin
10 kirsberjatómatar, smátt skornir
1 msk fínsaxaður kóríander
1 meðalstór lárpera
Safi og rifinn börkur af 1/2 lime (límónu)
1 tsk gróft salt (ég mæli með Saltverks salti)
Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk

Blandið öllu sem er í uppskriftinni vel saman og geymið í kæli í 30 mínútur.

IMG_0410

Létt sósa með kóríander

1 lítil dós sýrður rjómi (ég nota stundum létt AB mjólk)
safi og rifinn börkur af 1/2 lime (límónu)
1 msk smátt saxaður kóríander
2 pressuð hvítlauksrif
1 tsk hunang
salt og pipar, magn eftir smekk

Þessu öllu hrært vel saman, einfaldara verður það ekki.

IMG_0407

Þessi réttur er mjög einfaldur og mjög ljúffengur, ég á eftir að elda hann oft í sumar. Hlakka til að draga grillið fram og þá verður grillaður lax á boðstólnum. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan fiskrétt kæru vinir. Hann færir ykkur örlítið nær sumrinu, sem virðist ekki ætla að láta sjá sig strax.

xxx
Eva Laufey Kjaran

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur – www.evalaufeykjaran.com – smelltu hér

Nautalund salsa verde

By | Gestablogg | No Comments

Suma daga er bara nauðsynlegt að gera vel við sig og þá klikkar nú sjaldan að fá sér nautasteik. Þessi máltíð er algjört spari og en um leið skemmtilega einföld. Salsa verde er nokkurskonar pestó sem kemur upprunarlega frá Ítalíu og hentar fullkomlega með nautakjöti en er jafnframt frábært með fiski.

2013-02-22-19-59-26

Nautalund Salsa Verde
700 g ungnautalund
Marinering
2 msk extra virgin ólífuolía
1/4 bolli balsamik edik
1/8 soyasósa
1 hvítlauksrif pressað
1/8 laukduft
1/4 bolli þurrt sherry

Salsa Verde
1 búnt steinselja
1 búnt basil
2 msk capers
2-3 ansjósur
2 msk rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk sítrónusafi
1 msk rauðvínsedik
1/2 bolli ólífuolía
Svartur pipar

Aðferð
Blandið öllum hráefnunum sem eru í marineringunni í skál. Hellið í poka með rennilás, setjið nautakjötið ofaní og látið í ísskáp í amk. 5 klukkustundir. Látið öll hráefni salsa verde, að frátaldri ólífuolíunni, í matvinnsluvél og blandið hægt saman. Hellið olíunni út í og notið aðeins þá olíu sem þar til að þetta verði að mauki. Látið maukið í skál og hellið afgangs ólífuolíunni saman við. Steikið/grillið kjötið og berið fram með salsa verde.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

Ceviche lúða

By | Gestablogg | No Comments

Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar.

2013-02-23-18-24-39

Chevise lúða
800 g smálúða (eða annar hvítur fiskur)
safi úr 7 límónum
5-6 tómatar, skornir í teninga
2 avacado, skorin í teninga
1 rautt chillí, smátt saxað
1 rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 búnt ferskt kóríander

Roðflettið fiskinn og beinhreinsið og skerið í um 3×3 cm bita. Látið fiskinn í ílát eða grunnt fat og kreistið yfir hann límónusafa.  Látið plastfilmu yfir ílátið og geymið yfir nótt eða allt að sólahring í kæli. Skerið grænmetið niður og blandið saman við fiskinn um klukkustund áður en rétturinn er borinn fram.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

LKL súkkulaðimúffur

By | Gestablogg | No Comments

LKL Súkkulaðimúffur:

30 gr kókoshveiti
20 gr kakó
3 stór egg
60 ml rjómi
70 gr erythritol

hitið ofn í 175 gráður
raðið mini muffins formum á bökunarplötu
blandið saman kókoshveiti og kakói gott að sigta það saman.
Blandið saman eggjum rjóma og erythritol þeytið vel saman.
Blandið þurrefnum varlega út í eggjablönduna og deilið svo deiginu niður í muffinsform.
Bakast í 15 mín , passið að baka ekki of lengi.

934743_10151604505241894_613609741_n

Svo má setja gott krem ofan á, eða þeyttan rjóma og jarðaber eða nota þetta frosting:

LKL Vanillu og rjómaosta krem

225 gr rjómaostur við stofuhita

225 smjör, má vera ósaltað í græna álpappírnum
200 g erythritol eða xylitiol, gott að setja í mixer og gera það púðurmeira,
1 ½ msk vanilludropar
Örlítið af xanthan gum ef blandan þykknar ekki nóg.

Þeytið öllu saman í skál, gott að hafa hana ekki of víða í þvermáli, frekar háa og þrönga og notið handþeytara. Kælið og sprautið svo á kökurnar. ATH það er líka hægt að blanda þessu kremi saman í mixer, það kemur jafnvel betur út því það vill hlaupa í kekki, þá bara fínmala sætuefnið, setja svo rest af uppskrift í mixerinn og mixa áfram kremið, setja í sprautupoka og geyma í kæli smá stund áður en því er sprautað á 🙂 ætti að koma vel út þannig 🙂

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Hnúðkál, hvað er það í ósköpunum?

By | Gestablogg | No Comments

Það kemur fyrir að ræmu sé skellt í tækið og þá vantar stundum eitthvað til að narta í. Ég rakst á þetta girnilega hnúðkál í Krónunni á Selfossi eftir yndislega ferð á Hótel Ion Lux á Nesjavöllum og ákvað að kippa einu með heim og gera tilraunir á því.
Réðst á greyið með Saladmeistergræjunni og út kom þetta fína snakk. Gerði svo ídýfu úr einhverju samkrulli úr ískápnum og þetta var maulað yfir sjónvarpinu ásamt ostakubbum sem eru algjör snilld í poka.

3599_10151607209736894_57204672_n

1 hnúðkálshaus skorinn niður, má nota mandólín, saladmeisterkvörn, eða einhversskonar rifjárn. Og auðvitað bara venjulegan hníf 🙂

Innihald sósu:
1 tsk mæjónes
1 tsk 18% sýrður rjómi
1/2 tks dijon sinnep
1 msk parmesanduftostur
pipar
smà safi af dillchips ( Mt Olive í krukku , Kostur)
1-2 steviudropar

Það má nota hvaða ídýfu sem er svo framarlega sem hún er ekki stútfull af sykri og aukaefnum en þessi var rosalega vel heppnuð;)

Hnúðkál eða Kohlrabi eins og það heitir á ensku er afar hollt og gott og á ættir að rekja til garðakáls. Það líkist bragði gulrófa en samt ekki eins rammt. Gott í allskonar rétti, steikt, soðið eða notað hrátt eins og hér í snakk. Fullt af góðum C vítamínum og trefjum. Inniheldur 2 net carb í 100 gr svo það má nú alveg narta aðeins í þetta án þess að það geri mikinn skaða:)

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér