Æðislega möndlumjölspizza

Möndlumjölspizza:
2 bollar möndlumjöl

2 egg
1 msk sesamfræ
1/4 tsk matarsódi
3 msk olía
krydd eins og hvítlauks og ítalskt

Pizzan

mixa saman og þetta gerir 2 botna , skipti deiginu í tvennt og flet út á smurðan bökunarpappír (þar sem þetta er soldið klístrað notað ég annan smjörpappír smurðan oní meðan ég flet ut). Baka svo í ofni í um 20 mín og set þá pizzasósu og ferskan mozzarella og baka í um 15 mín. Svo bara skella klettasalati, parmaskinku, parmasean og pistasíukjörnum og góðri hvítlauksolíu og þá er þetta æææði en má að sjálfsögðu setja annað álegg þegar hún er sett í ofninn í annað sinn. Ein svona er of mikið fyrir mig en gott að eiga daginn eftir

Uppskriftina er að finna á FB síðunni hennar Sollu – Maturinn minn – smelltu hér

Leave a Reply