Mokkabúðingur

Ef þið drekkið kaffi og elskið það jafn mikið og ég, þá eigið þið eftir að kunna að meta þennan eftirrétt. Hrikalega einfaldur og góður og hentar handa öllum, ja sem vilja kaffibragðið allavega. Haldið ykkur fast.

mokkabudingur

Mokkabúðingur
 360 ml rjómi
60 gr erythritol
3 tsk instant kaffi
3 stór egg
30 gr gott kakó
1 tsk vanilludropar

mokkabudingur1

Aðferð:
Hitið allt í potti nema kakóið, passið að láta ekki sjóða og hrærið stöðugt í blöndunni.
Þegar búðingurinn fer að þykkna aðeins, þá má sigta kakóinu í, hræra áfram vel og hella svo í litlar skálar eða bolla.
Mér fannst gott að skella honum í frystinn í sirka 2 tíma. Fullkomið með rjómaslettu.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

 

Leave a Reply