Það er svo gaman að geta gert einfaldar uppskriftir öðru hverju og ekki verra ef þær heppnast svona vel. Það þarf þó að leggja dálitla alúð í verkið og ekki flýta sér of mikið eða “henda” neinu saman. Held að það eigi vel við að ef þú matreiðir með dálítilli ást þá verður allt eitthvað svo goottt.
Hér er einfalt brauð sem inniheldur aðeins 4 hráefni. Sniðugt, bragðgott og ekki nema 10 g af carb í öllum hleifnum
Möndlusmjörsbrauð
45 gr af próteini,
4 stór egg
125 g möndlusmjör
2 tsk af vínsteinslyftiduft
Próteinið: Ég notaði bara vanilluprótein sem ég átti frá Nectar,
má nota annað, NOW t.d. eða annað bragðefni
Bananaprótein myndi t.d.eflaust virka sem bananabrauð 😉
Möndlusmjörið: Monki í Fræjinu í Fjarðarkaup. Fannst það kolvetnaminnst
Valfrjálst: 2 tsk Hörfræmjöl
Aðferð:
Hitið ofn í 150 gráður
blandið próteini og lyftidufti í skál, þeytið svo í hrærivél möndlusmjörið
þar til það verður ljóst og fallegt, bætið svo við
eggjunum einu í einu og leyfið hrærivélinni að vinna dálítið, meiri þeytingur = léttara brauð
Þegar eggin eru komin í þá blandast þurrefnið við. Ég bætti við 2 tsk af hörfræmjöli en það þarf ekki.
Það mætti nota þessa uppskrift sem grunn af Bananabrauði, (nota þá bananaprótein ) eða sem grunn af kryddbrauði, bæta þá smá negul,kanill og engifer út í deigið.
Bakað í ofni í 35 mín á blæstri.
Fínt að setja í meðalstórt brauðform og ég setti nú smjörpappír undir.
Þetta var æði með smá kindakæfu 🙂 KEA
10 g netcarb í öllu brauðinu
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur – www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér