Category Archives: Gestablogg

Hörflex

By | Gestablogg | No Comments

Á leið heim úr ræktinni varð mér hugsað til þess hversu gott Kornflex væri nú, stökkt og brakandi og geggjað með ískaldri mjólk. Veit ekki alveg hvað triggeraði þessar hugsanir en þær leiddu til tilrauna í eldhúsinu og kom þetta “hörflex” bara prýðilega út.Fékk mér svona út á skyrslettu og hellti smá kókosmjólk út á, má nota rjóma líka. Mjög gott sem millimál eða sem morgunverður. Góðar trefjar, fita og prótein.

10211_10151667898071894_1045242071_n

“Hörflex”
1 dl vatn
2 dl hörfræmjöl
2 dl eggjahvíta
1 tsk kanill
8 dropar stevía
1/2 tsk salt.
Hræra vel saman, hella á plötu og láta leka út í alla kanta.
Baka á 150 gráðum þar til stökkt.
Brjóta niður og borða með kókosmjólk eða út á skyr og rjóma.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

Chili con carne

By | Gestablogg | No Comments

min_img_2050

Stundum finnst mér alveg óhemju erfitt að finna íslensk nöfn á hinar ýmsu uppskriftir og rétti sem ég set hingað inn. Þetta gæti hugsanlega litast vegna þess hversu mikið af matartengdu efni sem ég nálgast er á ensku. Flestar uppskriftasíður, tímarit og matreiðsluþættir sem ég horfi á eru jú á ensku. Og maður minn hvað það virðist alltaf auðvelt fyrir enskumælandi fólk að búa til sniðug, girnileg og lýsandi heiti yfir hina ýmsu rétti. Sumir réttir eru bara varla til á íslensku. Ég tek sem dæmi ”Banana bread french toast”. Hvað heitir french toast til dæmis á íslensku? Veit það einhver? Varla eggjabrauð? Ég gæti ímyndað mér að þessi réttur gæti verið kallaður: Frönsk rist úr bananabrauði..? Hljómar bara ekki nógu vel samt!

En talandi um þetta ætla ég að segja ykkur frá rétti dagsins. Ég lenti einmitt í svona klípu þegar ég hafði eldað þetta og fór svo að hugsa hvað í ósköpunum ég gæti kallað þetta. Í Ameríku væri sennilega hægt að kalla þetta ”Chili with toppings” En þar í landi er nafnið ”Chili” notað yfir ýmsar útgáfur af bragðmiklum kjötkássum, gjarnan með baunum, chilipipar, nautakjöti og ýmsu góðgæti. Þetta er oftast borðað úr skál og ofan á eru sett hin ýmsu ”toppings”. Tortillaflögur, ostur, avocado, sýrður rjómi, laukur o.s.frv. Hér á landi hafa svona kássur oft gengist undir nafninu Chili con Carne (Chili með kjöti), sem er sennilega hægt að rekja til mexíkósks uppruna réttarins. Ef hann er þá mexíkóskur? Burtséð frá þessu öllu saman þá er þetta alveg æðislega góður réttur, ”toppings-ið” gerir alveg útslagið og vel hægt að leika sér svolítið með það. Þetta er mjög einfalt og fljótlegt að útbúa en voða gott að leyfa þessu að malla í góðan tíma. Þetta er svona réttur sem verður bara betri daginn eftir.

Chili con Carne (fyrir 5):

  • 1 kg hreint ungnautahakk
  • 1 rauðlaukur, smátt saxaður
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 1 stór rauð paprika, smátt skorin
  • 2-3 hvítlauksrif, smátt skorin eða rifin
  • 1 krukka tómatpassata
  • 2 msk tómatpaste
  • 1 msk sambal oelec chillimauk, má vera minna (úr krukku, fæst t.d í Bónus)
  • 1 msk hunangs dijon sinnep
  • 2 msk Worchestershire sósa
  • Salt og pipar og límónusafi eftir smekkmin_img_2036Ofaná:
  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur (ég notaði maribó og sterkan gouda)
  • 2 Avocado, skorin í teninga
  • 4-5 vorlaukar, smátt saxaðir
  • Ferskt kóríander
  • Límónu bátar

Aðferð:

Steikið laukinn og hvítlaukinn í stórum potti við meðalhita þar til laukurinn verður glær, kryddið með salt og pipar. Bætið þá paprikunni út í og steikið áfram. Hækkið hitann og bætið hakkinu út á. Steikið vel þar til hakkið hefur brúnast. Bætið þá út í tómatpaste og steikið aðeins áfram.

page_11f
Setjið svo worchestersósu, tómatpassata, chillimauk og sinnep saman við og smakkið aðeins til með salti, pipar og límónusafa.

page_21

Setjið lok á og leyfið þessu að malla í a.m.k 30 mínútur við hægan hita. Allt í lagi að láta það malla styttra en þeim mun lengur, því betri verður rétturinn. Ef ykkur finnst sósa of þykk má alveg bæta smá vatni út í.

min_img_2029

Berið fram með meðlætinu í litlum skálum til hliðar svo hver og einn geti valið sér meðlæti.

min_img_2042

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Helenu Gunnarsdóttur – www.eldhusperlur.com – smelltu hér

Skynsamar forvarnir fyrir hjarta og æðasjúkdóma

By | Gestablogg | No Comments

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi og virðast hjartaáföll alltaf að verða algengari hjá yngra og yngra fólki. Opinberar ráðleggingar hafa verið mikið gagnrýndar fyrir að byggja forvarnir sínar gegn þessum sjúkdómi á lágfitumataræði sem hefur ekki sannað sig vísindalega til að lækka tíðni á hjartasjúkdómum. Hérna má lesa um rökrétta leið til að hámarka forvarnir sínar gegn þessum sjúkdómi sem allir ættu að lesa.

Opinberar ráðleggingar til að lækka tíðni hjartasjúkdóma og til þeirra sem eru þegar með þá er að fylgja svokölluðu hákolvetna-lágfitumataræði. Þetta mataræði leggur áherslu á að meirihluti af neyslu komi frá kolvetnum, helst grófum og takmarki neyslu fitu og þá sérstaklega mettaðri dýrafitu. Í stað dýrafitu er mælt með að fituneysla komi frá jurtaolíum.

Þessar ráðleggingar hafa verið gagnrýndar harðlega þar sem ekki einungis eru mjög veik vísindaleg rök sem styðja þær, heldur er einnig vaxandi vitneskja að einmitt þessi ráð, þ.e. mikil neysla á kolvetnum og jurtaolíum, ýti undir hjarta- og æðasjúkdóma.

En hvaða leið er þá skynsöm til að lágmarka þá áhættuþætti sem ýta undir hjarta- og æðasjúkdóma? Eftirfarandi eru nokkur grunnatriði sem eru ekki einungis skynsamlegast leiðin til forvarna heldur hentar einnig fyrir meirihluta manna til að hámarka heilbrigði sitt.

Lágkolvetnafæði

Í fyrsta sæti kemur hið allra mikilvægasta, það verður að breyta mataræðinu. Mataræði, ásamt andlegu jafnvægi og hreyfingu, er grunnur að góðu heilbrigði og forvarna gegn sjúkdómum. Ein stærstu mistök sem ég sé fólk gera er að reiða sig á fæðubótarefni (eða lyf) til að bæta vandamál en halda áfram á sama lélega mataræðinu, eða breyta því einungis lítilega til að réttlæta að halda inni öðru drasli sem það er háð að borða.

Lágkolvetnafæði hefur sýnt sig samkvæmt rannsóknum, og þá erum við að tala um síendurtekið, að það bætir nánast alla áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sem hugsast getur. Í þokkabót gerir lágkolvetnamataræðið það mun betur heldur en hið opinbera hákolvetna-lágfitumataræði.

Rannsóknir hafa sýnt meðal annars að lágkolvetnamataræði lækkar þríglyseríð, hækkar HDL kólesteról (góða), breytir LDL kólesteróli (slæma) í hættuminni LDL undirtýpu A, lækkar blóðþrýsting, lækkar CRP gildi sem þýðir að það minnkar bólgur og að lokum bætir alla áhættuþætti fyrir sykursýki. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem sýnir áhættuþætti fyrir hjartasjúkdóma þá snertir lágkolvetnamataræði á nánast öllum þáttum sem er heyra undir okkar stjórn.

ahaettuthettir-chd

Í lokin má minnast á það að lágsykurstuðulsmataræði (low glycemic diet), sem er að mörgu leyti það sama og lágkolvetnamataræði myndi líklegast hafa sömu eða svipuð áhrif.

Skilaboðin: Gerðu lágkolvetnamataræði sem leggur áherslu á lágsykurstuðuls kolvetni að lífstíl þínum. Það mataræði leggur ekki einungis besta grunninn að lágmarka áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma heldur er það einnig eitt besta almenna mataræði sem til er. Með því að smella hér má lesa sig til um lágkolvetnamataræði.

Næst ætla ég að mæla með þremur fæðubótarefnum sem ég tel að hafi sannað sig að sé nánast hverjum manni nauðsynleg í nútímasamfélagi. Ég hef kallað þetta Grunninn. Grunnurinn samanstendur af fjölvítamín-steinefnafæðubótarefni, D vítamíni og ómega 3 fitusýrum. Grunninn á að taka á hverjum degi og það á ekki að breyta honum þrátt fyrir að aðra fæðubótarnotkun, t.d. ef þú ætlar að taka inn kreatín með íþróttum þá tekur þú inn Grunninn og kreatín saman, Grunnurinn breytist ekki.

Að gera Grunninn að hluta af þínu dagsdaglega lífi mun hafa víðfeðm áhrif á heilbrigði þitt og sem forvörn fyrir flestum þeim sjúkdómum sem hægt er að detta í hug (en mundu að forvörn er ekki sama og að útiloka líkur á sjúkdómum), en í þetta skiptið mun ég skrifa um Grunninn útfrá hjarta- og æðasjúkdómum.

Fjölvítamín-steinefnafæðubótarefni

Það ætti að vera hverjum manni ljóst að öll líkamsstarfsemi treystir á stöðugt framboð á mismunandi vítamínum og steinefnum sem og öðrum efnum. Með því að taka inn fjölvítamín-steinefni er líklegra að öll líkamsstarfsemi geti keyrt á hámarks afköstum, meðal annars sú sem hefur með að gera starfsemi hjarta- og æðakerfis.

Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða niðurstöður gagnvart inntöku á fjölvítamín-steinefnum fyrir mismunandi þætti hjarta- og æðasjúkdóma, og þá sérstaklega sem forvörn gegn þeim. Lítum aðeins á þær.

Í rannsókn þar sem fylgst var með 77.719 manneskjum frá Washington fylki í 10 ár kom fram að þeir sem tóku fjölvítamín-steinefnatöflu 6-7 daga vikunnar minnkuðu áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum um 16%.

Í grein frá The Globe and the mail er sagt frá þremur rannsóknum er taka á þessu málefni, hér eru þær:

Í rannsókn sem birt var í the American journal of clinical nutrition kom í ljós að konur sem tóku vítamín-steinefnatöflu voru 40% ólíklegri til að fá hjartaáfall í samanburði við kynsystur sínar sem tóku þær ekki. Gögn úr Nurses health rannsókninni sýndu að inntaka á fjölvítamín-steinefnatöflu lækkaði áhættuna á hjartasjúkdómum um 24%. Og að lokum segir í greininni frá stórri rannsókn á yfir milljón fullorðnum Bandaríkjamönnum þar sem fjölvítamín-steinefnatöflur minnkuðu líkurnar að deygja úr hjartasjúkdómum um 25%.

Það skal tekið fram að niðurstöður rannsókna á tengslum hjartasjúkdóma við inntöku á fjölvítamín-steinefnatöflum hafa verið nokkuð misvísandi.

Skilaboðin: Taktu fjölvítamín-steinefnatöflu á hverjum degi, ekki nóg með það að það virðist minnka umtalsvert líkur á hjartasjúkdómum og hjartaáföllum, þá hafa rannsóknir sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir fjölda annara sjúkdóma. Kannski ekki skrítið þar sem hver einasta starfsemi líkamans þarf á fjölda vítamína og steinefna fyrir eðlilega virkni.

Ómega 3 fitusýrur

Ég efast ekki um að flestir eru að hugsa núna “Halli, þú getur alveg sleppt að réttlæta ómega 3 fitusýrur (t.d. lýsi) fyrir hjartasjúkdóma, það vita allir að þær eru góðar fyrir hjartað”. Það er alveg rétt, það ætti að vera óþarfi, en mig langar samt aðeins að segja frá nokkrum lykilrannsóknum til að auka þekkingu og skilning á þessu viðfangsefni.

Í samantektarrannsókn voru skoðuð 4 úrræði sem gátu mögulega lækkað dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða af öllum orsökum. Tvo úrræði af þeim sem skoðuð voru lækkuðu dánartíðni völdum hjarta- og æðasjúkdóma og af öllum orsökum, statínlyf og ómega 3 fitusýrur. Niðurstaðan var eftirfarandi: Minnkun á dánartíðni af öllum orsökum var 13% hjá statínlyfjum en 23% hjá ómega 3 fitusýrum, nánast helmingi meiri! Minnkun á dánartíðni vegna hjartasjúkdóma minnkaði um 22% hjá statínlyfjum en 32% hjá ómega 3 fitusýrum, aftur áberandi betri virkni hjá ómega 3 fitusýrum.

En hvað gera ómega 3 fitusýrur til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma? Ein grein sem birt var í vísindatímaritinu Mayo clinic proceedings sem ber nafnið Omega-3 fatty acids for cardioprotection kemur með marga góða punkta sem nýtast okkur til að svara þessari spurningu.

Virkni ómega 3 er eftirfarandi: hún er blóðþynnandi, bólgueyðandi, lækkar þríglyseríð og eykur insúlínnæmni, auk þess sem það eru vísbendingar að hún vinni á móti hjartsláttartruflunum. Höfundar greinarinnar benda á að nota ómega 3 fitusýrur úr dýraríkinu (eins og fiskiolíu, lýsi, krillolíu eða sambærilegt) en ekki úr jurtaríkinu eins og hörfræjarolíu þar sem umbreytni hennar yfir í DHA og EPA fitusýrur er verulega takmörkuð.

Niðurstaða annarar rannsóknar sýndi einnig að ómega 3 fitusýrur hefðu styrkjandi áhrif á hettuna sem liggur yfir æðakölkunum og bólgueyðandi áhrif sem minnkar líkurnar á því að hettan springi sem myndi mjög líklegast í kjölfarið leiða til hjartaáfalls. Sjá mynd af hettu springa.

aedakolkun

Það væri ekki viðeigandi að hætta að tala um ómega 3 fitusýrur nema að minnast aðeins og ómega 6 fitusýrur sem finnast aðalega í jurtaolíum. Opinberar ráðleggingar segja okkur að auka neyslu á fjölómettuðum fitusýrum (sem eru ómega 3 og 6 fitusýrurnar) á kostnað mettaðra fitusýra (dýrafita). Þetta ráð er gefið með tilliti til almennrar neyslu og einnig sérstaklega með hjarta- og æðasjúkdóma í huga. En þetta ráð er gallað af tveimur orsökum. Númer eitt þá hefur ekki verið hægt að tengja vísindalega samkvæmt rannsóknum neyslu á mettaðri dýrafitu við aukningu á hjarta- og æðasjúkdómum. Númer tvö, þótt svo að aukning á fjölómettaðri fitu hefur sannast að hafa fyrirbyggjandi áhrif þá hafa rannsóknir sýnt þegar áhrif ómega 3 og 6 fitusýra eru skoðuð í einangrun að það er ómega 3 fitusýran sem hefur verndandi áhrif en ómega 6 virðist ýta undir hjarta- og æðasjúkdóma.

Skilaboðin: Reyndu að hafa neyslu á ómega 6 og 3 í hlutföllunum 1:1 til 3:1 sem er ákjósanlegt hlutfall, en neysla almennings er u.þ.b. 15-30 falt meiri ómega 6 en 3 sem er skelfilegt. Þetta næst með því að minnka eða hætta neyslu á þessum hefðbundnu jurtaolíum og nota í staðin olívuolíu eða aðrar olíur sem eru lágar í ómega 6. Taktu inn einhverja ómega 3 olíu, t.d. fiskiolíu, lýsi eða krillolíu. Það má skrifa um mismunandi gæði þessara olía, en á endanum þarftu að taka inn ómega 3 og það er það sem skiptir máli. Einnig má bæta því við að fita úr dýraríkinu er mun ómega 3 ríkari þegar dýrin eru alin upp við náttúrulegar aðstæður, t.d. kýr sem fá einungis gras að býta, heldur en dýr sem eru alin upp við ónáttúrulegar verksmiðjuaðstæður, þ.e. kýr sem fá fóðurbætir. Hversu stórt atriði þetta er veit ég ekki þar sem ég hef ekki séð samanburðarrannsóknir sem líta til þessa atriðis gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum.

D vítamín

Áhrif D vítamíns á sjúkdóma er gríðarlegt. Varla líður sá mánuður að ekki sé birt rannsókn sem tengir D vítamín við einhvern nýjan sjúkdóm eða styrkir tengslin eldri tengsl. En nú verður skrifað um D vítamín og hjartasjúkdóma.

Til er fjöldi rannsókna sem líta á D vítamín og hjarta- og æðasjúkdóma en hér verður einungis sagt frá The Copenhagen city heart study sem skoðaði áhrif D vítamíns á mannslíkamann og er stór langtímarannsókn.

Milli 1981 og 1983 voru tekin D vítamínssýni af 10 þúsund manneskjum og fylgst var með þeim í nærri 30 ár. Á þessum tíma fengu 3.100 manns hjartasjúkdóm, 1.625 fengu hjartaáfall og 6.747 dóu og niðurstaðan var eftirfarandi. Ef borin voru saman þeir sem voru með lágt D vítamín við þá sem voru með ákjósanlegt magn D vítamíns þá höfðu þeir sem voru með lágt D vítamín 40% auknar líkur á ischemic heart disease, 64% auknar líkur á hjartaáfalli, 57% auknar líkur á ótímabæru andláti og hvorki meira né minna en 84% auknar líkur á dauðsfalli sökum hjartasjúkdóma.

Skilaboðin: Ég hef notast við reiknisformúluna sem er að taka 75 alþjóða einingar (IU) af D3 vítamíni fyrir hvert kíló af líkamsþyngd. Það er ráðlegging sem ég heyrði á ráðstefnu í London frá Dr. Robert Heaney sem er einn fremsti sérfræðingur í heimi á sviði D vítamíns. Einnig hef ég séð marga sérfræðinga mæla með mjög svipuðu magni. Sem dæmi ef þú ert 70 kíló þá ættir þú að taka 70 sinnum 75 eða 5.250 IU af D3 vítamíni.

Eins og sjá má ætti Grunnurinn að hafa sterkt forvarnargildi gegn hjarta- og æðasjúkdómum til viðbótar við alla aðra almenna kosti þess að taka Grunninn daglega.

Almennt er ég ekki hlynntur mikilli fæðubótarnotkun og tel Grunninn ætti að vera nóg fyrir flesta. Hjá þeim sem glíma við ákveðin vandamál eða eru að fara í gegnum ákveðin tímabil (t.d. hreinsun) má bæta við Grunninn sérhæfðari fæðubótarefnum.

Eitt dæmi um þannig sérhæfingu er hjá fólki sem hefur fengið hjartaáfall eða hefur mælst að það sé í sérstökum áhættuhóp fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, það getur bætt við nokkrum sérhæfðari fæðubótarefni eins og Dr. David Williams mælir með og hægt er að lesa í grein frá honum hér.

Í greininni mælir hann með fæðubótarefnum til að lágmarka frekari skemmdir á hjartvöðva eftir hjartaáfall og hámarka bata, þau eru L-carnitine, magnesíum og CoQ10.

Rannsókn á fólki sem hafði fengið hjartaáfall sýndi að 4 grömm af L-carnitine bætti hjartslátt, lækkaði blóðþrýsting, fækkaði hjartakveisum, fækkaði hjartsláttaróreglum og bætti blóðfitur. Á 12 mánuðum lækkaði dánartíðni í L-carnitine hópnum um 12.5% í stað 1,2% í lyfleysuhópnum.
Mælt er með að taka daglega á milli 2-4 grömm af L-carnitine. Magnesíumskortur er algengur. Ný rannsókn útskýrir hvernig magnesíum nýtist líkamanum til að styðja við heilbrigða virkni hjartans. Lágt magnesíum í líkama leiðir til eftirfarandi aðstæðna sem eru skaðlegar fyrir hjarta:

1. Bólgur aukast, bæði CRP gildi, sem og grunn bólgu genamerkið NF-KappaB.
2. Virkni innþekkjufruma, sem fóðra slagæðarnar þínar, til að stjórna blóðþrýstingi truflast.
3. Virkni storknunarflaga fer að truflast, sem þýðir að það eru auknar líkur á að þær klumpist saman sem í kjölfarið eykur líkur á heilablóðfalli.
4. Það verður óviðeigandi upptaka á kalki í slagæðum, sem leiðir til þykknunnar og hörðnunnar á þeim.
5. Myndun kólesteróls truflast þar sem magnesíum hjálpar að stjórna hversu mikið á að framleiða af því. Lágt magn af magnesíum misferst að hægja á framleiðslunni eins og á að gerast þegar magn kólesteróls í líkama nær eðlilegu magni.

Að taka inn 400 milligrömm af magnesíum ætti að vera viðeigandi.

Kóensímið Q10 hefur fjölbreytt hlutverk í líkama og þá sérstaklega í myndun orku. Það ætti þá ekki að koma á óvart að hjartað sem þarf að slá alla þína ævi og þarf til þess endalausa orku inniheldur mesta magn af Q10 af öllum líffærum í líkama þínum. Fjöldi tilrauna hafa verið gerð á Q10 og niðurstaðan virðist vera að u.þ.b. 75% af fólki sem þjáist af t.d. háþrýstingi, minnkandi blóðflæði til hjartans (myocardial ischemic disorders), hjartakveisu og hjartabilun er lágt í Q10. Þessi 75% sem eru lág í Q10 hafa sýnt umtalsverðar bætingar á ofanverðum vandamálum við að taka inn Q10 til að leiðrétta skortinn.

Rannsóknir nota yfirleitt á milli 30 og 100 milligrömm af Q10 daglega, en nýrri rannsóknir sýna að allt að 300 milligrömm eru viðeigandi ef þú ert að jafna þig af hjartaáfalli eða ert að taka kólestaróllækkandi lyf, en þau eyða Q10 mjög hratt úr líkama. Ef þú ert eldri en 40 er líklegast best fyrir þig að taka virka formið af Q10 sem heitir ubiquinol í stað Q10 þar sem umbreytni á Q10 minnkar með aldrinum.

Með þessu móti er það mitt álit (á þessum tímapunkti) að viðkomandi væri að gera flest það sem hann getur til að lágmarka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, eða frekari hjartaáföllum með næringu í huga. Það sem má auðvitað bæta við ofanverða upptalningu er að lágmarka stress, alls ekki reykja, halda jafnvægi á andlegu heilbrigði og hreyfa sig hóflega.

Hvar fást fæðubótarefnin í greininni?

Eftirfarandi eru fæðubótarefni sem talað er um í greininni. Með þessari þjónustu vill Heilsusíðan auðvelda lesendum leitina af lausnum ef þeim líkar við greinina og telja hún gæti verið möguleg lausn fyrir sig, auk þess sem innflytjendur fá tækifæri á að kynna vörur sínar. Heilsusíðan fær ekki greitt fyrir þessa þjónustu og Heilsusíðan leyfir einungis betri vörumerkjum að taka þátt í þessu. Öllum er velkomið að benda á góð fæðubótarefni.

Heilsa ehf (flytur inn Solaray sem fæst í flestum viðeigandi verslunum, besta úrvalið í Heilsuhúsunum)

Býður upp á D vítamín, L-carnitine, magnesíum, og án efa fjölbreytt úrval af því sem vantar upp á.

heilsa-hjartagrein

Yggdrasill ehf (flytur inn NOW sem fæst í flestum viðeigandi verslunum, besta úrvalið í Lifandi markaði og Fjarðarkaup)

Býður upp á Adam og Eve fjölvítamín, D3 vítamín í mismunandi styrkjum (fljótandi og belgjum), ómega 3 í mismunandi styrkjum (fljótandi og belgjum), magnesíum, L-carnitine, ubiquinol og mismunandi styrkleika af Q10

yggdrasill-hjartagrein

Höfundur greinarinnar er Haraldur Magnússon Osteópati B.Sc (hons) Halli Magg er með Heilsusíðuna (heilsusidan.is) og er einn helsti talsmaður lágkolvetnamataræðis á Íslandi – Þessa grein er að finna hér

Þorskur með eggaldin og fetaosti

By | Gestablogg | No Comments

Um þessar mundir held ég að eggaldin sé uppáhalds grænmetið mitt. Það er ótrúlega gott þegar maður er búin að baka það í ofninum með smjöri og/eða olíu og það er dúnmjúkt og djúsí. Þessi réttur varð til úr því sem var til í ísskápnum og með góðum árangri, mjög fljótgert. Ég var svo með pínu lítið kúskús með þessu sem var kryddað með gurkmeju, papriku og litlum bitum af chilimarineruðum sólþurrkuðum tómötum og að sjálfsögðu ferskt salat. Þetta var að allt að smella vel saman fannst mér.

20130220-204201

  • 1.2 kg þorskur
  • 1 pakki hakkaðir tómatar
  • Slatti af tómatpúrré, tæpan 1 dl kannski eða eftir smekk
  • Krydd að eigin vali
  • Hvítlaukur
  • 1 pakki fetaostur ca 150 g (má alveg vera meira)
  • 2 eggaldin

 

  1. Skerið eggaldin í ca 7 mm þykkar sneiðar og penslið með olíu eða bræddu smjöri og setjið á bökunarpappír og inní ofn þangað til sneiðarnar eru orðnar brúnar ofaná. Svo er sneiðunum snúið við og  settar aftur inní ofn og þær eru tilbúnar þegar eggaldinið er orðið mjúkt. Ofn á ca 200 gráðum.
  2. Hakkaðir tómatar, tómatpúrré og hvítlaukur látið malla í potti. Kryddið að eigin vali, mæli hiklaust með oregano, salt, pipar, papriku, fersk basilika ef maður á.
  3. Fiskurinn settur í eldfast mót. Tómatsósan hellt yfir fiskinn, eggaldin sneiðunum raðað ofaná tómatsósuna og fetaosturinn muldur yfir eggaldinið. Inní ofn í 200 gráðum þangað til fiskurinn er tilbúinn, ca 15-20 min kannski, fer eftir hversu þykkir fiskbitarnir eru.

    Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

 

Límónukjúklingur

By | Gestablogg | No Comments

Það tekur ekki langan tíma að útbúa þennan rétt og hann er algjörlega imbaprúff. Það er hinsvegar gott ef kjúklingurinn fær að standa aðeins þannig að hann nái að taka til sín það frábæra bragð sem marineringin hefur upp á að bjóða. Yndislegur kjúklingaréttur í alla staði og mæli óhikað með honum!

2013-02-01-16-22-17

Sól og sumar í þessum rétti

2013-02-01-16-26-22

Girnilegur kjúklingur í bígerð

2013-02-01-18-24-48


Útkoman er æðislegur límónukjúklingur
hér með epla og gulrótarsalati ásamt klettakáli..algjör nammi namm

Límónukjúklingur
500 g kjúklingabringur
1 límóna (lime)
1 msk ólífuolía
1 msk dijonsinnep
1 msk soyasósa
1 msk hunang (sama magn af Erythritol ef þú vilt ekki hunangið/innskot lkl.is)
3 vorlaukar, saxaðir
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál safanum og finrifnu hýðinu af límónunni, olíunni, sinnepinu, soyasósunni, hunangi, vorlauknum, hvítlauksrifinu ásamt salti og pipar og blandið vel saman.
  2. Látið kjúklingabringurnar í plastpoka og hellið marineringunni yfir. Lokið pokanum og nuddið marineringunni vel inn í kjúklinginn. Leyfið að marinerast í 1 klukkustund.
  3. Látið síðan í ofnfast mót og inn í 200°c heitan ofn í um 35 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.
  4. Berið fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel tagliatelle.

    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

 

Parmesankjúlli og krakkasnakk

By | Gestablogg | No Comments

quesadillas
Ég fæ ekki nóg af kjúkling og parmesan og pósta því hér uppskriftinni aftur sem er í uppskriftakaflanum á síðunni, enda með einfaldari uppskriftum sem ég hef gert og fæ ekki leið á. Eins hafa nokkrir á spjallþráðunum verið að ræða hvort þetta mataræði henti börnum og hvað skal útbúa fyrir þau í nesti og þessháttar og fannst mér svona Quesadillas koma stórvel út. Mínir krakkar borðuðu þetta allavega með bestu lyst.

Parmesan kjúlli með baconsalsa

Parmesankjúklingur með beikonsalsa
Innihald:
 Kjúklingabringur, 4 stk
1 egg pískað og piprað
Parmesanostur, bestur nýrifinn ferskur
1 pakki af beikoni
Tómatpúrra , Himnesk hollusta
2-3 þroskaðir tómatar gott að nota kokteiltómata
1 dl Rifinn ostur
 Aðferð:
Kjúklingabringurnar flattar út með lófanum, velt upp úr eggi, og rifnum parmesan, sett á smjörpappírsklædda plötu í ofn í 10-15 mín þar til ostur brúnast.
Á meðan steiki ég niðurskorið beikon á pönnu, bæti út í velþroskuðum tómötum grófskornum og þetta mallar saman í smá stund, hér má bæta sykurlausri tómatpúrru út á til að fá meiri sósustemmingu í þetta.
Takið bringur út úr ofninum og setjið í eldfast fat, setjið góða slettu af beikonsalsanu á hverja bringu og rifinn ost yfir.. aftur inn í ofn í 5- 10 mín þar til ostur brúnast.

quesadillas 2

“Quesadillas”
Má nota uppskrift af hvaða ósætum pönnukökum sem er en þessi kom ágætlega út.

1/2 bolli vatn
4 egg
4 msk ólífuolía
3 msk kókoshveiti
4 msk möndlumjöl
1 msk hörfræmjöl
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk chilliduft
dash af salti og pipar
(má þynna með dálitlum rjóma)

Hrærið öllu vel saman í skál og steikið tortillur á vel heitri pönnu.
Steikið á hvorri hlið í um það bil 2 mín og snúið.Þetta gera um 4-6 nokkuð stórar tortillur.

Fylling:
Skinka
rifinn ostur
rjómaostur
paprika ( val )
sambal oelek

Smyrjið svo á kökurnar, góðum slurk af rjómaosti sem blandaður er með 1 tsk af chilli paste,
(Sambal oelek), dreifið skinkubitum yfir papriku og/ eða grænmeti af eigin vali og rifnum osti.
Brjótið kökuna í tvennt og setjið í ofn í 10 mín þar til ostur hefur bráðnað.
Skerið í litla bita og krakkarnir ættu allavega að vilja smakka 😉

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér

 

Eggja og beikonmúffur

By | Gestablogg | No Comments

img_9899 img_9925

Þeir sem fylgjast með Eldhússögum á Instagram eða á Facebook sáu að ég setti inn myndir í vikunni sem birtust einmitt í Vikunni! Ég var nefnilega beðin um að vera matgæðingur Vikunnar og gefa þrjár uppskriftir. Mér fannst þetta spennandi verkefni og ákvað að gefa nýjar uppskriftir sem ég hef ekki sett inn á bloggið enn.

vikan2-001

Ein þeirra er ofsalega ljúffeng og góð tælensk kjúklinga- og sætkaröflusúpa. Þetta er bragðmikil og einkar bragðgóð súpa sem er ákaflega einföld og fljótlegt að búa til. Önnur uppskriftin var að blautri súkkulaðiköku með glóaldini, það er dásamleg súkkulaðikaka með appelsínubragði, minnir á kattartungurnar góðu. Þriðja uppskriftin er af einum þeim besta laxarétti sem ég hef smakkað! Sojamaríneraður lax með mangó/avókadósalsa og smjörsteiktu spínati. Þennan rétt tekur engan tíma að elda en maður minn hvað hann er góður! Samsetningin er skotheld, ljúffengur laxinn með bragðgóðu maríneringunni og dásamlega góða meðlætið – það er bara skylda fyrir laxaunnendur að prófa þennan rétt! Tölublaðið af Vikunni með ofantöldum uppskriftum kom út fyrir helgi, ég hvet ykkur til þess að næla ykkur í eintak!

vikan1-001

Í dag ætla ég að setja inn uppskrift af ekki síður góðum mat. Þetta eru eggja- og beikonmúffur sem slógu í gegn í sextugsafmæli mömmu (meira um afmælisveitingarnar í næstu færslu! ;) ). Þar sómdu múffurnar sér einstaklega vel á brunch-borðinu.

img_9925

Múffurnar eru ákaflega ljúffengar og afar einfaldar að útbúa. Það eina sem krefst er að vera með gott möffinsform. Ég prófaði að gera þær í einnota möffinsformum en þær festust of mikið við formin fyrir minn smekk. Ég notaði því “non stick” möffinsform sem tekur 24 múffur í einu, þetta er svona míní-möffinsform. Ég fékk það í Hagkaup á 2990 kr. Múffurnar losnuðu mjög auðveldlega úr forminu, ég þurfti ekki einu sinni að smyrja það að innan. Það er afar gaman að bera þessar múffur fram á til dæmis “brunch” borði því þær eru svo fallegar. Eins er svo skemmtilegt að með þessum múffum fær maður morgunverðinn allan í einum litlum gómsætum bita – egg, beikon og ost!

img_0094

Svona líta múffurnar út að innan

Það er auðvitað líka hægt að nota þessa uppskrift venjuleg möffinsform sem eru stærri (taka þá oft átta eða tólf múffur í einu). Þá þarf bara að auka aðeins við bökunartímann.

Uppskrift (passar í eitt möffinsform sem tekur 24 mínímúffur eða form sem tekur 12 venjulegar múffur):

  • 10 egg
  • 150 g rifinn ostur (ég notaði mozzarella)
  • 3/4 dl rjómi
  • ca 140 gr beikon
  • sléttblaða steinselja, skorin smátt (ég notaði ca. 1 dl), líka hægt að nota graslauk
  • salt og grófmalaður svartur pipar
  • það er hægt að bæta við öðrum hráefnum eftir smekk, t.s. spínati, eins er hægt að gera múffurnar meira “spicy” með t.d. með því að krydda þær með chiliflögum.img_9864

    Ofn er hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Beikonið er steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt, þá er það skorið í litla bita. Eggin er þeytt létt saman í skál. Því næst er rifna ostinum, rjómanum, steinseljunni og kryddinu bætt út í. Blöndunni er því næst ausið með skeið ofan í möffinsformið. Gæta þarf að fara vel ofan í botninn á skálinni með skeiðinni og þannig sjá til þess að beikonið og osturinn dreifist jafnt ofan í hvert hólf. Best er að sléttfylla hólfin.

    img_9870

    Þá eru múffurnar bakaðar við 180 gráður í 15 mínútur. Á meðan bakstri stendur rísa múffurnar vel upp úr forminu en falla síðan dálítið niður eftir að þær eru teknar út.

    img_9911

    Svona líta múffurnar út í lok bökunartímans

    img_9898

    Hér eru múffurnar byrjaðar að falla saman eftir baksturinn – það er alveg eðlilegt.Hjá mér voru múffurnar alveg lausar í forminu og auðvelt reyndist að fær þær upp á disk með gaffli. Gott er að bera múffurnar fram heitar en það er líka hægt að bera þær fram kaldar.

    img_9905

    Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér

 

Grillaður lax með kryddjurtamaríneringu og klettasalatsósu

By | Gestablogg | No Comments

img_9833

Mér finnst lax ákaflega góður. Það liggur við að mér finnist hver einasti laxaréttur vera “sá besti sem ég hef bragðað”! En ég held að það sé vegna þess að það er varla hægt að klúðra svona góðu hráefni eins og laxinn er. Að þessu sinni grillaði ég laxinn með einkar góðri maríneringu og gerði með honum ofsalega góða klettasalatssósu. Þessa klettasalatssósu væri einnig gott að nota með til dæmis grilluðum kjúklingi. Ég grillaði grænmeti með laxinum, sætar kartöflur, gulrætur og blómkál. Grænmetið skar ég niður í bita, velti því upp úr ólífuolíu, góðum kryddum og grillaði í snilldar grillbakkanum frá Weber. Ég mæli svo mikið með þessum grillbakka. Hér um alltaf þegar ég grilla, set ég eitthvað grænmeti í bakkann, það slær ekkert meðlæti grilluðu grænmeti við! Ég hef séð þennan grillbakka ódýrastan hjá Bauhaus.

img_9846

Fyrirtækið framleiðir vestfirskt kristalsjávarsalt sem eru stórar og stökkar saltflögur. Saltið er unnið með aldagamalli íslenskri aðferð sem stunduð var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18.öld. Frábært salt sem ég mæli sannarlega með. Það var svo spennandi að ég fékk líka prufur af nýju bragðbættu Saltverks-salti sem er ekki enn komið á markaðinn. Meðal annars lakkríssalti og blóðbergssalti. Ég er búin að vera að þefa og smakka á saltinu og reyna að átta mig á hvernig best væri að nota það. Einna spenntust er ég að finna góða leið til þess að nota lakkríssaltið! En ég notaði blóðbergsaltið í maríneringuna á laxinn og það kom afar vel út.

img_9844

Uppskrift:

800 g laxaflak

Marínering:

  • 1 dl fínsöxuð blaðasteinselja (eða kóríander)
  • 1 límóna (lime), hýði fínrifið og safinn
  • 4 hvítlauksrif, fínsöxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • salt (ég notaði blóðbergssalt frá saltverki) og pipar

    img_9826

    Hráefninu í maríneringuna er hrært saman. Laxinn er lagður á þar til gerða grillgrind eða einnota grillbakka. Maríneringunni er dreif fyrir laxinn og hann grillaður við meðalhita í um það bil 10 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn – það þarf að gæta þess að ofelda hann ekki. Borið fram með grilluðu grænmeti og klettasalatssósu.

    img_9832

    Klettasalatssósa:

  • 2 dl sýrður rjómi
  • ca. 2 stórar lúkur klettasaltat
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ dl furuhnetur
  • 1 dl fínrifinn parmesanostur
  • salt och grófmalaður svartur pipar

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og borið fram með fisknum.

img_9836

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér

 

Surf and turf og súkkulaðimús í eftirrétt

By | Gestablogg | No Comments

Í þessu dásamlega veðri í gær þá vorum við með gesti í hádegismat. Það var surf and turf í  þetta skiptið og
borðað úti á svölum í fyrsta skipti í sumar 🙂

sumar

Grilluð nautalund með klettasalati

Klettasalat
    Prima Donna ostur skorinn eða rifinn yfir (eða parmesan ostur)
    Nautalund elduð eins og hér skorin í þunnar sneiðar
    olífuolía + balsamic edik + salt +pipar blandað saman og hellt yfir að lokum

Ég útbjó bara hvítlauks smjör og hafði tilbúið við grillið. Humarinn klauf ég í helminga og hreinsaði þannig skítaröndina út. Humarinn var þá grillaður í örfáar mín í sárinu svo snúið við og penslaður með hvítlaukssmjörinu og grillaður aðeins áfram á bakhliðinni áður en tilbúinn. Með þessu var svo borið fram ferskt salat eins og sjá má ásamt muldum kasjúhnetum og chili majonesi. Þetta borðum við þá soldið eins og með pylsur í gamla daga, dýfa í sinnep eða tómatsósu og svo steikta laukinn. Nema það er þá að taka humarinn úr skelinni, dýfa í chili mæjónesið og svo í muldu kasjúhneturnar. Þetta má svo nota sem bæði forrétt eða aðalrétt og gaman að leika sér með sósu til að dýra í eða hnetumulning.
Hvítlaukssmjör

  Smjör

Hvítlaukur – smátt saxaður
    Steinselja – smátt söxuð
    Sítrónusafi

Chili majónes

Mæjónes
    Sambal oelek (chili paste) eftir smekk

Súkkulaðimús

Ég notaði uppskrift frá Jamie í grunninn sem ég aðlagaði að mínum þörfum ;

100g dökkt eðal súkkulaði, minnst 70%
    1 dl rjómi
    3 egg
    25 g Erythritol
    1/2 msk kakó
    1/4 tsk appelsínubörkur
    1 msk Kahlua

Skál 1 – Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði

Skál 2 – Þeytið eggjarauður og erythritol þangað til létt og ljóst

Skál 3 – Þeytið eggjahvítur þangað til stífar

Skál 4 – Þeytið rjómann

Bætið kakói og rjómanum í skál 2, bætið appelsínuberki og Kahlua útí bráðna súkkulaðið (skál 1). Blandið þá súkkulaðinu hægt saman við skál 2 og blandið öllu vel saman svo að blandan verði samleit. Bætið eggjahvítunum við mjög varlega í lokin til þess að loftið haldist í blöndunni. Skiptið í 4 lítil mót, kælið í amk 2 klst og skreytið 🙂 ég sigtaði kakó yfir í lokin og var búin að hafa appelsínubörk í sólinni til að þurrka hann og notaði sem skraut ofan á.

Uppskriftin er frá Kristínu og Guðríði sem eru með bloggið tvíbura gourmet – uppskriftina finnið þið hér

Eggaldinsamlokur

By | Gestablogg | No Comments

Afgangar þurfa ekki að vera óspennandi og í hádeginu var afgang af mexícoveislu sem uppskrift er af hér í eldri póstum, breytt í dýrindis kjúklingasúpu, kókosmjólk bætt út í kássuna og dálítill rjómi með. Til að fullkomna kósýstundina fyrir nautnabelginn ákvað ég að prófa að gera eggaldinsamlokur sem komu ljómandi vel út og þetta tvennt átti fullkomnlega vel saman.

eggaldin samloka

Eggaldinsamlokur í ofni:
Hitið ofninn í 180 gráður
1 eggaldin skorið niður í sneiðar um 0.5 cm og látnar standa í söltu vatni í 20 mín,
 1 tsk af salti dugar
Sneiðarnar veiddar upp úr og þerraðar, penslaðar með dáltítilli ólífuolíu.
 
Mitt álegg að þessu sinni var afgangs mexícoostur, beikonkurl, steinselja og smá tómatpúrra.
Setjið áleggið á eina sneið og því næst aðra sneið ( helst svipað stóra )ofan á
Veltið “samlokunum” upp úr 1 pískuðu eggi, og því næst upp úr blöndu af parmesanosti og möndlumjöli, ca 2 msk af hvoru.
Sett á bökunarpappír og bakað í ofn þar til að kraumar í ostinum.
Mjög saðsamt og gott á kuldalegum dögum.eggaldinsamloka 7

eggaldinsamloka 5

eggaldinsamloka 9

eggaldinsamloka 8
Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com – hér