Category Archives: Gestablogg

Súkkulaðikaka

By | Gestablogg | No Comments

100 gr 70% súkkulaði ( ég notaði Black Green )
200 gr Smjör
1,5 dl Xylitol
200 gr Möndlumjöl
25 gr ósætt kakó ( ég notaði Black Green )
5 egg (við stofuhita)
1/2 dl rjómi
1 msk mascarpone ostur
1 tsk vanillusykur ( rapunzel )
1 tsk vanilludropar
1 msk vínsteinslyftiduft
… smá salt

944147_10151652010038523_2046511954_n

Aðferð:

Súkkulaðið og smjörið brætt saman á vægum hita.
Ég setti möndlumjölið ásamt þurrefnum í matvinnsluvél til að gera það fínna…
Ég þeytti eggin aðeins og blandaði rjómanum og ostinum við.

Að lokum er þessu öllu blandað saman og sett í kökuform (ég smurði það með smjöri)

Kakan fór í ofninn í 60 mín á blæstri – 150 c

Kremið !!!! (ég át það með skeið!

250 gr Mascarpone
5 eggjarauður
tæpur dl xylitol ( mér finnst það betra en erythrol)
1 tsk instant kaffi
1 msk kakó
30gr smjör (mjúkt)
1 tsk vanillusykur (Rapunzel )
( örugglega gott að prófa möndludropa líka jafnvel að setja hnetusmjör í það ofl.. hægt að leika sér hér 🙂 )

Aðferð:

Eggjarauður og xylitol þeytt mjög vel saman ( stíft )

þurrefni blandað vel saman við rjómaostinn, að lokum er þessu blandað smám saman á meðan ég hélt áfram að þeyta..

Að lokum ristaði ég möndluflögur og kókosflögur á pönnu sem ég stráði yfir voila!

Uppskrift/mynd: Kristín Linda Sigmundsdóttir

Gratineraður þorskur með blómkálsgrjónum

By | Gestablogg | No Comments
min_img_2310

Þessi fiskréttur er svo góður að við eiginlega áttum ekki til orð þegar hann var snæddur núna eitt kvöldið. Bæði ungir sem aldnir nutu hans í botn. Hann er stútfullur af grænmeti og fiski og sósan er hrikalega góð. Mér finnst allavega alveg magnað að horfa á son minn moka upp í sig fiski og grænmeti með sósu og smjatta í millitíðinni yfir því hversu góður maturinn sé. Hann er nefnilega ekki ennþá kominn á það stig að reyna að vera kurteis yfir matnum svo harðari gagnrýnanda er varla hægt að fá. Við foreldrarnir vorum reyndar alveg innilega sammála honum. Ég hef oft gert fiskrétti með hefðbundnum hrísgrjónum en ákvað að prófa að gera þennan núna með blómkáls”grjónum”. Ég held að það verði ekki aftur snúið. Okkur fannst miklu betra að hafa blómkálið heldur en venjulegu hrísgrjónin, bæði bragðið og áferðin var dásamlegt. Ég verð að mæla alveg innilega með því að þið prófið þennan rétt sem fyrst!

Gratineraður þorskur með blómkálsgrjónum (fyrir 3-4):

 

  • 1 lítið blómkálshöfuð, rifið niður á grófu rifjárni
  • 600 grömm þorskur (ég var með þorskhnakka)
  • 1 lítil dós Kotasæla
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majones
  • 1 tsk karrý
  • 1 msk hunangsdijon sinnep (eða venjulegt dijon sinnep)
  • 1 rauð paprika, skorin smátt
  • 1/2 púrrulaukur, skorinn smátt
  • Ólífuolía, salt, nýmalaður pipar og Krydd lífsins (Frá Pottagöldrum eða annað gott krydd)
  • Rifinn góður ostur, ég notaði Óðals ost

Aðferð: Byrjið á að hita ofninn í 180 gráður með blæstri. Rífið blómkálið á rifjárni og dreifið því jafn í botninn á eldföstu móti. Kryddið með salt og pipar og dreypið yfir smá ólífuolíu og um 1 msk af vatni. Bakið í ofni í ca. 10 mínútur – eða á meðan þið útbúið restina af réttinum

page_11

Skerið þorskinn í hæfilega bita, kryddið með salti, pipar og Kryddi lífsins.

min_img_2293

Saxið blaðlaukinn og paprikuna smátt.

min_img_2287

Hrærið saman innihaldið í sósuna (kotasæluna, sýrða rjómann, majones, karrý, sinnep) og smakkið hana til með kryddinu, salti og pipar.

min_img_2289

Takið blómkálið útúr ofninum og lækkið hitann á ofninum í ca.160 gráður. Leggið fiskstykkin ofan á. Dreifið sósunni þá yfir fiskinn og þar ofan á paprikunni og púrrulauknum.

min_img_2297min_img_2300

Dreifið að lokum rifnum ostinum yfir og bakið í um það bil 20-25 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

min_img_2308

Berið fram t.d með léttu salati eða spírum. Ég mæli sérstaklega með blaðlauksspírum frá Ecospira, það er milt og gott laukbragð af þeim og þær pössuðu mjög vel með réttinum.

min_img_2320min_img_2314

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Helenu Gunnarsdóttur – www.eldhusperlur.com – smelltu hér


Þynnkuborgarinn + eftirréttur

By | Gestablogg | No Comments

Já það kemur fyrir að dagarnir byrja þunnir eftir skemmtileg kvöld og þá kallar mallinn minn á eitthvað sveitt og gott. Þessi hamborgari kom því sterkur inn og ég reif mig upp í morgunsárið til að baka eftir uppskrift frá henni Lilju sem er orðin ansi sleip í hamborgarabrauðuppskriftum

borgari borgari3 borgari 2
Borgarinn ( keyptur í Víði ) ofsalega góður og án aukaefna. Hvítlaukssteiktir sveppir, beikon extra þykkt, BBQ sósa sem notuð var á Klístruðu kjötbollurnar hér á undan, mæjónes, ruccola, hamburge dill chips, kokteiltómatar,ostur og piprað avocado. Bjargaði alveg heilsunni minni. Auðvitað setjið þið á ykkar borgara það sem er uppáhalds en þessi var eðal.

borgari

Hamborgarabrauð, gerir 5 brauð
2 egg
3 dl möndlumjöl
5 msk husk trefjar
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2,5 dl soðið vatn
sesamfræ (valfrjálst)

Aðferð:
1.  Þurrefnunum er blandað saman í skál
2.  Egg sett útí og hrært saman
3.  Soðið vatn hrært saman við.
4.  Búið til bollur, deigið er mjög blautt samt svo það er nóg að setja góða slettu á
smjörpappírsklædda plötuna og dreifa aðeins úr því. Hér dreifði ég smá sesamfræi á hverja bollu.
5.  Bakið við 180 gráður í 35 mín.

borgari3

Eftirréttur:

Kókosrjómi með piparmyntusúkkulaði og kókos.
Þetta er eins einfalt og nafnið ber með sér.

Þeyttur rjómi, má setja smá vanilluduft í hann.
Kókosflögur frá Himneskri hollustu
2-3 molar rifið piparmyntusúkkulaði frá Valor
Allt sett í skál og annaðhvort kælt í smá tíma eða bara neytt strax.

kokosrjomi

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Ofnbakaður lax með skagenhræru og ferskum aspas

By | Gestablogg | No Comments

Þessi réttur er rosalega fljótlegur og rosalega góður, mjög gott kombó fyrir þann sem er þreyttur eftir alltof langa inkaupaferð og orðin mjög svangur. Skagenhræra er íslenska orðið mitt yfir Skagenröra á sænsku og í henni er innihaldið yfirleitt rækjur, dill og majones/sýrður rjómi ásamt einhverju öðru sem manni dettur í hug. Svíarnir eru mjög hrifnir af rækjum og á sumum veitingastöðum er hægt að finna rétt sem er bara bökuð kartafla með skagenhræru. Ég vil hins vegar hafa eitthvað meira á mínum disk en bara kartöflu og skagenhræru, þess vegna finnst mér hún henta afar vel með lax og einhverju smjörsteiktu grænmeti eins og t.d. ferskum aspas.

20130513-202434

Skagenhræra
300 gr rækjur
ca 1 dl majones
ca 1 dl sýrður rjómi (ég nota 34%, en það er víst ekki til nema 18% á íslandi)
1 fínhakkaður rauðlaukur
2-3 msk tång caviar (svartur gervi kavíar) má sleppa
Heil lúka af fersku dilli eða eftir smekk
Salt og pipar

Öllu hrært saman í skál og smakkað til með salti og pipar
Ég ofnbakaði fiskinn í nóg af smjöri og steikti aspasin á pönnu líka í nóg af smjöri. Passar að setja inn fiskinn um leið og maður steikir aspasinn.

Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér

Næringarríka kjúklingasalatið

By | Gestablogg | No Comments

Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat á veitingastað geri ég það óhikað. En það er semsagt algjörlega orðið tímabært á eitt gúrmei, hollt og dásamlegt kjúklingasalat

Þetta avacado kjúklingasalat er stútfullt af vítamínum, próteinum, hollri fitu og trefjum og er frábær sem næringarríkur hádegis- eða kvöldmatur.
Ég gerði gott um betur og bar það fram með sætum kartöflum. Algjört ljúfmeti.

2013-03-03-13-31-56

Næringarríka kjúklingasalatið
1 kjúklingabringa, skorin í bita
2 msk krydd maracco frá Nomu eða arabískt kjúklingakrydd Pottagaldrar eða gerið sjálf (cumin, paprika, turmeric, cayenne pipar, hvítlauksduft, oregano)
1 tsk sjávarsalt
2 msk kókosolía
2 avacado
1 box cherry tómatar, skornir í tvennt
1 paprika, skorin í tengina
1/2 rauðlaukur, skorinn í teninga eða sneiðar
spínat eða annað kál
kasjúhnetur
steinselja
svartur pipar

Dressing
8 msk ólífuolía
2 tsk dijon sinnep
8 msk sítrónusafi
2 tsk sjávarsalt

Aðferð
Hitið kókosolíu á pönnu, bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið við meðalhita. Bætið helmingnum af kryddinu saman við og saltið örlítið. Steikið í 2-3 mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur. Snúið honum þá við og steikið á hinni hliðinni og stráið afganginum af kryddinu yfir kjúklinginn. Eldið í 2-3 mínútur í viðbót. Takið til hliðar.
Gerið salatdressinguna með því að hræra vel saman með gaffli ólífuolíu, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar.
Látið smá salat í botninn og síðan tómata, avacado og papriku yfir það. Látið því næst kjúklinginn og kasjúhnetur og klippið steinselju yfir salatið.
Berið fram með dressingunni.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

Frönsk súkkulaðikaka

By | Gestablogg | No Comments

kaka

Ég rakst á þetta dásamlega  Amadei 75% súkkulaði í Frú Laugu og stóðst ekki mátið. Svo var ég eitthvað að spara þetta og tímdi ekki að nota í hvað sem er, þannig að ég bara hætti að pæla í því og gerði svona franska súkkulaðiköku. Uppskriftina fékk ég úr þessari bók Eva vinkona gaf mér í jólagjöf – takk Eva

Þessa uppskrift setti ég í 24 cm silicon og passaði það ágætlega, þar sem hún er ansi öflug og ágætt að fá bara þunna sneið. Dásamleg með rjómaslettu og jafnvel jarðarberjum á góðum degi. Ofan á er Sukrin melis í skraut.

  • 100g smjör
  • 100g dökkt súkkulaði
  • 2 egg
  • 1 dl Sukrin melis (eða annað sætuefni)
  • 1 msk kakó
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • 125 g mascarpone ostur (ég blandaði þetta 50/50 við rjómaost)
  1. Hitið ofninn í 175°C
  2. Bræðið saman smjör og súkkulaði
  3. Þeytið eggjarauður og sukrin vel saman þangað til létt og loftkennt
  4. Bætið mascarpone ostinum útí súkkulaðiblönduna
  5. Blandið þessum tveimur blöndum saman
  6. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í lokin.
  7. Hellið í form og bakið í 15-20 mín
    Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér

Dukkah lax

By | Gestablogg | No Comments

Þegar kemur að því að elda á virkum dögum eru það nokkur atriði sem ég legg mesta áherslu á. Það er að maturinn sér fljótlegur, hollur, bragðgóður og innihaldi fá hráefni. Þessi frábæri lax með dukkah smellpassar í þann flokk en hann tekur ótrúlega stuttan tíma að útbúa. Ég birti nýlega uppskrift að frábæru dukkah sem þið getið útbúið sjálf, en ef þið leggið ekki í það að þá er hægt að kaupa það tilbúið.

2013-04-19-19-35-30

Dukkah lax
7-800 g lax, beinhreinsaður og flakaður
olía
dukkah
sjávarsalt
pipar

Aðferð
Hitið ofninn á 220°c.
Þerrið laxinn og setjið á smjörpappír.
Penslið með olíu, dreyfið því næst dukkah yfir fiskinn.
Saltið og piprið og látið inn í ofn í um 10-12 mínútur.
Varist að ofelda hann

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

Blómkálsdúllur – LKL meðlæti

By | Gestablogg | No Comments

Blómkál er hægt að matreiða á ýmsan hátt og hér er ein góð aðferð. Það er svona nettur kartöflukeimur af þessum blómkálsdúllum og passa þær vel með kjöti og fisk.

bakað blomkal obakad

Blómkálsdúllur
500 gr blómkál ferskt
1 tsk himalaya salt
30 smjör
2 stór egg
3 msk kókoshveiti

1/2 rifinn piparostur ( valfrjálst )

matur

Gufusjóðið eða sjóðið blómkálið þar til það er mjúkt.
Hellið af vatninu og maukið með töfrasprota
eða kartöflustöppu. Hitið ofninn í 180 gráður
Setjið saltið og smjörið út í stöppuna og blandið áfram vel.
 Eggin fara því næst út í og áfram hrært,( piparostur má fara hér út í)  að lokum
fer kókoshveitið út í blönduna og allt maukað vel saman.
Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið litlum dúllum á bökunarpappír.
Bakið í ofninum í sirka 20- 30 mín. Þetta skal bera fram heitt.
Rosa gott með kjöti og fiski, með sósu eða bara hverju sem er.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

Timían kjúklingur með stökku beikoni og sveppum

By | Gestablogg | No Comments

Timían kjúklingur með stökku beikoni og sveppum

min_img_2236

Eftir að hafa haft aðeins of mikið að gera, já eins og ég talaði um síðast og já, ég ætla að tala um það aftur, fannst mér kominn tími til að elda eitthvað almennilegt. Sonur minn er enn einu sinni að hafa áhrif á það hvað er eldað á heimilinu. Hverjum hefði dottið í hug að fjögurra ára barni hefði dottið þessi réttur í hug? Nei allt í lagi, kannski ekki alveg í smáatriðum en engu að síður stakk þetta litla ljós upp á því við úfna móður sína í búðinni seinnipartinn þennan föstudag. ”Mamma eldum bara kjúklingabringur” Og það varð auðvitað úr. Alltaf hægt að gera eitthvað stórkostlega gott og skemmtilegt við það hráefni. Samt alveg merkilegt hvað það var mikill mánudagsfílingur í mér þennan föstudaginn.. sem sennilega er vegna þessara blessuðu kærkomnu frídaga í miðri viku. Skemmtilegur ruglingur á rútínu sem svoleiðis frídagar gefa manni.

Þessir réttur er virkilega bragðmikill og góður. Sveppir og beikon passa alltaf svo vel saman og bragðið af timían og sítrónu smellur alltaf. Klassísk samsetning. Virkilega gaman að bera réttinn fram á fallegu fati með stökku beikoninu stráðu yfir og saxaðri ferskri steinselju.

min_img_2235

Timían kjúklingur með beikoni og sveppum (fyrir 4):

4 kjúklingabringur
    2 bakkar Flúðasveppir
    1 bréf beikon (lítið)
    2 dl hvítvín (má sleppa og nota meira kjúklingasoð)
    Safi úr 1/2 – 1 sítrónu (fer eftir stærð, ég notaði bara 1/2)
    3 dl kjúklingasoð (vatn+kjúklingakraftur)
    3 msk rjómi
    Salt, pipar og þurrkað eða ferskt timían
    Smávegis af ferskri steinselju

Aðferð: Byrjið á að kljúfa kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu á þykktina og berjið þær svo með kjöthamri eða botni á potti þannig að þær þynnist aðeins. Kryddið með salti, pipar og timían. Skerið beikonið í litla bita og sveppina í frekar stóra bita. Hitið pönnu við háan hita og steikið beikonið þar til það verður stökkt. Takið það af pönnunni og færið á eldhúspappír.

page_1

Steikið því næst kjúklinginn þar til hann er nánast alveg fulleldaður. Takið hann þá af pönnunni og geymið á diski.

page_2

Hækkið hitann, setjið smá smjör eða olíu á pönnuna og steikið sveppina þar til þeir hafa brúnast vel.

min_img_2230

Kryddið með salti, pipar og timían. Þegar sveppirnir hafa brúnast vel. Hellið þá hvítvíni á pönnuna og leyfið því að sjóða aðeins niður, tekur ca. 1-2 mínútur. min

min_img_2231

Bætið þá kjúklingasoðinu og sítrónusafanum á pönnuna ásamt rjómanum. Leyfið þessu að sjóða aðeins niður og smakkið til með salti og pipar. Leggið því næst kjúklinginn á pönnuna og látið hann hitna í gegn í sveppasósunni. Þegar kjúklingabringurnar eru heitar í gegn raðið þeim þá á fat og hellið sveppasósunni yfir.

min_img_2237

Stráið því næst stökku beikoninu og steinseljunni yfir og berið fram t.d með einföldu salati.

min_img_2249

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Helenu Gunnarsdóttur – www.eldhusperlur.com – smelltu hér

Kotasæluklattar

By | Gestablogg | No Comments

img_7675

Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá yngstu börnunum. Ég er eiginlega ekki tilbúin, mér finnst sumrinu vera lokið þegar skólarnir byrja og ég er enn að sætta mig við hvað sumrin hér á Íslandi eru stutt! Þegar við bjuggum í  Svíþjóð fannst mér vera þar sumar frá apríl og alveg fram í lok september. En það er nú reyndar ekki hægt að kvarta yfir þessu dásamlega sumri sem við fengum á Íslandi í ár, það mætti bara vera lengra! 🙂

En eftir allar matarveislur sumarsins er kannski tími til komin að huga að hollustu! Mér finnst reyndar voðalega leiðinlegt að pæla allt of mikið í svoleiðis hlutum og reyni að forðast öfga í mataræðinu. Ég elda mat úr ferskum og fjölbreyttum hráefnum, nota mikið grænmeti, forðast unna matvöru og finnst það vera heilbrigð hollusta. Ég er ekki hlynnt algjörlega kolvetnislausu fæði en ég finn samt að það gerir mér gott að sneiða hjá miklum kolvetnum. Ég byrjaði því núna síðsumars að minnka brauðát. Það getur verið snúið að finna eitthvað í stað brauðsins. Ég fæ mér oft eggjaköku í hádeginu og borða með henni ávexti og grænmeti, finnst það  afskaplega gott. En fyrir nokkru síðan sá ég uppskrift af kotasæluklöttum sem eru meira og minna kolvetnislausir. Það sem stoppaði mig í að prófa uppskriftina var að í henni er ,,fiberhusk”. Ég vissi að þetta var einhverskonar trefjaviðbætir til að halda saman deiginu, sem er án hveitis, en fann það ekki í hefðbundnum búðum. Ég komst svo að því að þetta trefja husk fæst til dæmis í Heilsuhúsinu, í apótekum og í mörgum heilsuhornum frá Now meðal annars. Þá var ekkert því til fyrirstöðu að prófa klattana. Mér fannst dálítið erfitt að steikja klattana fyrst um sinn, deigið virtist afar linnt og það var eins og klattarnir næðu ekki að steikjast almennilega. Ég þurfti að ,,sópa” þeim svolítið saman með steikarspaðanum til að þeir héldu forminu. En eftir smátíma og eftir að ég hækkaði aðeins hitann á pönnunni gekk þetta betur og ég fékk þessa fínu kotasæluklatta.

Uppskrift (2 klattar):

125 gr. kotasæla
    0.75 msk trefjahusk (fæst í Heilsuhúsinu), mér skilst að hægt sé að nota 1.5 msk af muldu haframjöli í staðinn – hef ekki prófað það sjálf.
    1 egg
    örlítið salt
    1 msk olía til steikingar, gott að nota kókosolíu

senast-c3b6verfc3b6rda4

Maukið allt hráefnið saman með töfrasprota og látið standa í mínútu eða tvær. Setjið feiti á pönnuna, best er að nota teflonpönnu. Hitið olíuna á fremur háum hita á pönnunni, ausið svo deiginu á pönnuna í tvær ,,hrúgur”. Lækkið hitann niður í meðalhita (ég steikti á 5 af 9). Steikið í nokkrar mínútur og ýtið klöttunum saman með steikarspaðanum öðru hvoru ef þeir renna mikið til. Steikið þar til klattarnir eru orðnir nægilega stökkir þannig að hægt sé að snúa þeim við. Ég snéri þeim síðan við nokkrum sinnum, setti svo á milli þeirra mozzarella og skinku og leyfi því aðeins að bráðna saman við klattana á pönnunni. Ekki er verra að bæta líka við ferskri basiliku og tómötum og grilla svo klattasamlokuna í samlokugrilli!

img_7677

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér