Frönsk súkkulaðikaka

kaka

Ég rakst á þetta dásamlega  Amadei 75% súkkulaði í Frú Laugu og stóðst ekki mátið. Svo var ég eitthvað að spara þetta og tímdi ekki að nota í hvað sem er, þannig að ég bara hætti að pæla í því og gerði svona franska súkkulaðiköku. Uppskriftina fékk ég úr þessari bók Eva vinkona gaf mér í jólagjöf – takk Eva

Þessa uppskrift setti ég í 24 cm silicon og passaði það ágætlega, þar sem hún er ansi öflug og ágætt að fá bara þunna sneið. Dásamleg með rjómaslettu og jafnvel jarðarberjum á góðum degi. Ofan á er Sukrin melis í skraut.

 • 100g smjör
 • 100g dökkt súkkulaði
 • 2 egg
 • 1 dl Sukrin melis (eða annað sætuefni)
 • 1 msk kakó
 • 1/2 tsk vanilluduft
 • 125 g mascarpone ostur (ég blandaði þetta 50/50 við rjómaost)
 1. Hitið ofninn í 175°C
 2. Bræðið saman smjör og súkkulaði
 3. Þeytið eggjarauður og sukrin vel saman þangað til létt og loftkennt
 4. Bætið mascarpone ostinum útí súkkulaðiblönduna
 5. Blandið þessum tveimur blöndum saman
 6. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við í lokin.
 7. Hellið í form og bakið í 15-20 mín
  Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér

Leave a Reply