Þynnkuborgarinn + eftirréttur

Já það kemur fyrir að dagarnir byrja þunnir eftir skemmtileg kvöld og þá kallar mallinn minn á eitthvað sveitt og gott. Þessi hamborgari kom því sterkur inn og ég reif mig upp í morgunsárið til að baka eftir uppskrift frá henni Lilju sem er orðin ansi sleip í hamborgarabrauðuppskriftum

borgari borgari3 borgari 2
Borgarinn ( keyptur í Víði ) ofsalega góður og án aukaefna. Hvítlaukssteiktir sveppir, beikon extra þykkt, BBQ sósa sem notuð var á Klístruðu kjötbollurnar hér á undan, mæjónes, ruccola, hamburge dill chips, kokteiltómatar,ostur og piprað avocado. Bjargaði alveg heilsunni minni. Auðvitað setjið þið á ykkar borgara það sem er uppáhalds en þessi var eðal.

borgari

Hamborgarabrauð, gerir 5 brauð
2 egg
3 dl möndlumjöl
5 msk husk trefjar
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2,5 dl soðið vatn
sesamfræ (valfrjálst)

Aðferð:
1.  Þurrefnunum er blandað saman í skál
2.  Egg sett útí og hrært saman
3.  Soðið vatn hrært saman við.
4.  Búið til bollur, deigið er mjög blautt samt svo það er nóg að setja góða slettu á
smjörpappírsklædda plötuna og dreifa aðeins úr því. Hér dreifði ég smá sesamfræi á hverja bollu.
5.  Bakið við 180 gráður í 35 mín.

borgari3

Eftirréttur:

Kókosrjómi með piparmyntusúkkulaði og kókos.
Þetta er eins einfalt og nafnið ber með sér.

Þeyttur rjómi, má setja smá vanilluduft í hann.
Kókosflögur frá Himneskri hollustu
2-3 molar rifið piparmyntusúkkulaði frá Valor
Allt sett í skál og annaðhvort kælt í smá tíma eða bara neytt strax.

kokosrjomi

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Leave a Reply