Ofnbakaður lax með skagenhræru og ferskum aspas

Þessi réttur er rosalega fljótlegur og rosalega góður, mjög gott kombó fyrir þann sem er þreyttur eftir alltof langa inkaupaferð og orðin mjög svangur. Skagenhræra er íslenska orðið mitt yfir Skagenröra á sænsku og í henni er innihaldið yfirleitt rækjur, dill og majones/sýrður rjómi ásamt einhverju öðru sem manni dettur í hug. Svíarnir eru mjög hrifnir af rækjum og á sumum veitingastöðum er hægt að finna rétt sem er bara bökuð kartafla með skagenhræru. Ég vil hins vegar hafa eitthvað meira á mínum disk en bara kartöflu og skagenhræru, þess vegna finnst mér hún henta afar vel með lax og einhverju smjörsteiktu grænmeti eins og t.d. ferskum aspas.

20130513-202434

Skagenhræra
300 gr rækjur
ca 1 dl majones
ca 1 dl sýrður rjómi (ég nota 34%, en það er víst ekki til nema 18% á íslandi)
1 fínhakkaður rauðlaukur
2-3 msk tång caviar (svartur gervi kavíar) má sleppa
Heil lúka af fersku dilli eða eftir smekk
Salt og pipar

Öllu hrært saman í skál og smakkað til með salti og pipar
Ég ofnbakaði fiskinn í nóg af smjöri og steikti aspasin á pönnu líka í nóg af smjöri. Passar að setja inn fiskinn um leið og maður steikir aspasinn.

Uppskriftina er að finna á blogginu þeirra Kristínar og Guðríðar – www.tviburagourmet.wordpress.com – smelltu hér

Leave a Reply