Category Archives: Uppskriftir

Ofureinfaldur grænn lágkolvetna smoothie

By | Uppskriftir | No Comments

Ég myndi alltaf taka grænan smoothie fram yfir græna safa eins og eru svo vinsælir núna. Ástæðan er að safarnir eru pressaðir og skilja 1/3 af næringunni og meira en helminginn af trefjunum eftir í vélinni sem hrat sem endar síðan í ruslinu. Þetta er ekki málið. Settu allt hráefnið í blandara eða matvinnsluvél og fáðu hverja ögn af næringu og trefjum beint í æð.

200 ml kókosmjólk (veldu tegund með lágt kolvetnainnihald, er mjög misjafnt)
1 góð lúka ferskt spínat
1 lítið (hash) avókadó
4 dropar vanillu stevia (val)

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél þar til blandan verður silkimjúk. Þetta er rúmlega 1 skammtur, hægt að geyma smá sem millimál + nokkrar hnetur og fræ yfir miðbik dagsins.

Wils_Chocolate-Mint-Whip_3p_02_r1-copy-896x1024

Gúrmei borgarar með vinningssósu

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Til þess að gera þennan rétt LKL vænan sleppirðu brauðinu eða notar LKL vænt brauð eins og t.d. Oopsies og passar að sweet chilisósan sé sykurlaus (fæst í Krónunni)

6 hamborgarar, t.d. 120 g

6 hamborgarabrauð

ostur, t.d. blámygluostur

svartur pipar

grænmeti að eigin vali

 

Avacadóchilísósa

1 dós sýrður rjómi

2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður

3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

 

Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn. Grillið hamborgarabrauðin lítillega.

Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avacadó og stappið avacadóið saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avacadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.

Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður, grænn og salt hér

IMG_1975 IMG_2017

Rósakál með avókadó, lime og beikoni

By | Uppskriftir | No Comments

Rósakál flokkast seint sem vinsælasti gaurinn í grænmetisrekkanum. Rósakál er engu að síður frábært grænmeti sem er fullt af góðri næringu og hefur þennan frábæra þéttleika sem minnir pínu á rótargrænmeti. Þessi réttur er instant uppáhald og er frábært meðlæti með öllu kjöti eða fisk

500 gr rósakál
4 sneiðar beikon
1 stórt hvítlauksrif, pressað
1 msk lime safi
1 stórt avókadó eða 2 lítil skorin í frekar þykkar sneiðar
ólífuolía
salt og pipar

Byrjaðu á að skera beikonið niður í litla bita og steiktu þá á vel heitir pönnu. Taktu síðan til hliðar en skildu feitina eftir á pönnunni. Skerðu rósakálið í 4 báta, bættu smá ólífuolíu á pönnuna og steiktu kálið ásamt hvítlauknum þar til allt er byrjað að brúnast. Lækkaðu hitann og bættu lime safanam við ásamt beikoni og kryddunum. Bættu avókadó sneiðunum við síðast og blandaðu þeim varlega saman við svo þær maukist ekki, þurfa bara rétt að hitna í gegn.

av

Heimatilbúin muesli án sykurs

By | Uppskriftir | No Comments

Fyrir ykkur sem saknið morgunkornsins á LKL mataræðinu ykkar þá er komin hérna þessi
frábæri staðgenginn í formi heimatilbúins muesli. Þetta er mjög einföld uppskrift ef að  uppskrift
skyldi kalla en þú þarft bara að blanda nokkrum hráefnum saman í skál, hæra saman og baka
síðan í nokkrar mínútur og átt þá morgunverð fyrir alla vikuna. Stök(k) snilld, verði ykkur að góðu

4-5 msk kókosolía eða smjör (bráðið)

500 gr kókosflögur

2 msk chiafræ

1 tsk kanill (má sleppa)

350 gr  hnetur eða möndlur eða bæði, saxaðar gróft

1 – 3 msk sykulaust sýróp (þetta er val, þú ræður hversu sæt blandan er, mátt jafnvel sleppa)

Hitaðu ofninn í 120C. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og hrærðu þau saman. Settu smjörpappír í ofnskúffu og dreifðu blöndunni jafn á plötuna. Bakaðu í 15-20 mínútur. Hrærðu í blöndunni 2-3 á meðan hún brúnast.

Þegar allt er farið að brúnast vel (því dekkri því stökkari) tekurðu plötuna úr ofninum og kælir vel.
Brjóttu síðan blönduna upp með höndunum og geymdu í lokuðu íláti. Frábært með grískri jógúrt eða skyri og smá rjóma.

Screen-Shot-2012-08-27-at-6.24.38-PM

Sunnudagsvöfflur á þriðjudegi, það má alveg

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Þótt í dag sé þriðjudagur fannst mér tilvalið að birta þessa uppskrift að þessum gómsætu vöfflum
frá Dísukökum. Ef þið hafið ekki prufað þá smakkast það mjög vel að hafa smjör og ost á vöfflunum
svona til að bæta við fitumagnið.

Uppskriftin gefur ca 2-3 stk

2 egg

4 msk rjómi

1 msk möndlumjöl

2 tsk fiberhusk

1-2 msk sukrin gold

6-8 dropar via-healt karamellu stevía eða vanillu

salt á hnífsoddinn

Blanda öllu vel saman og smakkið til. Ef of mikið eggjabragð sætið betur og leyfið að standa í nokkrar mínútur. Spreyið vöfflujárnið með pam spreyji eða setjið smjörklípu er það er orðið heitt. Bakist þar til orðið gullinbrúnt. Borið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Eða með smá sukrin á eins og börnin vilja 😉

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

vofflur1

Súkkilaðibitakökur

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Þú þarft….

65g möndlumjöl helst ljóst

20g kókoshveiti

110g smjör við stofuhita

1/2tsk lyftiduft eða vínsteinslyftiduft

100g sukrin gold

6-8 dropar bragðlaus stevía

1 egg

1/4tsk salt

2tsk kanill

1stk debron súkkulaði eða 50g af öðru sykurlausu súkkulaði

1stk debron hvítt núggatfyllt súkkulaði

Maccademíuhnetur ef þið viljið

Smjör, stevía og sukrin gold þeytt vel saman í ca 5 mínútur þar til fluffy. Í aðra skál, setjið þurrefnin og blandið saman. Bætið þurrefnum við smjörið og blandið vel. Bætið við eggi og blandið vel. Útbúið litlar kúlur og setjið á bökunarpappír og þrýstið þær smá niður. Hafið gott bil á milli þar sem kökurnar stækka vel í ofninum. Bakið á 175 gráður í 8-10 mínútur eða þar til gullinbrúnar. Látið kólna áður en fjarlægðar af bökunarpappíri.

Uppskriftina er að finna á heimasíðunni Dísukökur hér

Screen Shot 2014-07-09 at 10.27.28 PM

Grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk

By | Gestablogg, Uppskriftir | No Comments

Rétturinn er fyrir 2-3

600 g tígrisrækjur, t.d. frá Sælkerafiski

60 ml ólífuolía

5-6 hvítlauksrif, smátt söxuð

fersk steinselja, söxuð

klípa af chilíflögum

sjávarsalt

pipar

 

Blandið olíu, hvítlauk, steinselju og tígrisrækjum saman í skál, saltið og piprið. Látið marinerast í klukkustund.

Takið tígrisrækjurnar úr marineringunni og þræðið upp á grillpinna. Grillið við meðal hita í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær hafa fengið gullinn lit (varist að grilla þær of lengi)

Uppskriftina er að finna á heimasíðu gulur, rauður grænn og salt hér

IMG_3276

Hægeldaður lax sem tekur enga stunda að gera

By | Uppskriftir | No Comments

Hægeldað þýðir oftast nokkrar klukkustundir í ofninum á lágum hita.
Þessi einfaldi diskur er undantekningin. Tekur aðeins 30 mínútur að
“hæg” elda hann í ofni. Það er fátt betra en vel eldaður lax og í vikunni gerði ég besta
lax sem ég hef eldað í langan tíma. Lykillinn er steikingin, og auðvitað ferskt hráefni.

489262431_0eb7d33ed3

Hægeldaður lax með fersku salati og Insalata Caprese

Þú þarft ferskt laxaflak (með roðinu) í þeirri stærð sem hentar þér.
Rétt krydd skiptir máli og ég notaði mitt uppáhald sem er
Roasted garlic og pepper frá Santa María og smá salt.

1. Stilltu ofninn á 120° hita
2. Taktu fiskinn úr kæliskápnum allavega 20 mínútum áður en hann
fer í ofninn (mjög mikilvægt) þarf að ná stofuhita
3. Kryddaðu fiskinn með kryddblöndunni og salti og settu síðan inn
í ofn í 30 mínútur.

Ekki láta þér bregða þó fiskurinn líti út eins og hann sé óeldaður. Hann virðist
bara þannig, raunin er að hann heldur inni öllum fitunum og safanum og er því
mýkri og safaríkari en nokkur lax sem þú hefur smakkað.

caprese

Sem sósu notaði ég lime safa og smá rifinn börk og góða ólífuolíu.
Ferskt salat og Insalata Caprese pössuðu fullkomlega með
fiskinum. Insalata Caprese er bara flott nafn á einfaldasta rétti í heimi.
Ferskum tómötum og mozzarella osti sem er raðað í þykkar sneiðar til
skiptis og kryddað með salti, svörtum pipar,  ferskri basiliku og ólífuolíu

Frábær réttur sem ég mæli með

Köld paprikuksósa með kjúklingi

By | Uppskriftir | No Comments

Köld paprikusósa

Þessi bragðgóða sósa er frábær með grilluðum kjúkling og grænmeti og eins og sólin skín núna er
tilvalið að grilla kjúklingabita/file/úrbeinuð læri og grænmeti og hafa þessa sólskinssósu með
Tekur innan við 5 mínútur að gera. Settu grænmetið af stað og byrjaðu á sósunni og þegar 15
mínútur eru eftir af grænmetinu skellirðu kjúklingnum á grillið og allt verður tilbúið á sama tíma

2 heilar rauðar paprikur
2 matskeiðar góð lífræn ólífuolía
1 dl grísk jógúrt
1 dl sýrður rjómi
2 rif hvítlaukur
salt og pipar

Settu paprikuna og hvítlaukinn í matvinnsluvél eða blandara og maukaðu vel saman. Bættu síðan
júgúrt og sýrða rjómanum saman við og kryddaðu til með salti og pipar.

bell-peppers

LKL hamborgarabrauð/bollur

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi hamborgarabrauð/rúnstykki eru rosalega bragðgóð og eru mjög brauðleg þar sem
þau innihalda husk og flax seed meal en það gefur brauðinu svona heilhveitifíling.

Brauð2

LKL hamborgarabrauð/rúnstykki

2 egg
2 dl möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
4 msk husk
1 msk flax seed duft frá Now
smá salt
2 1/2 dl heitt vatn
1 msk olía

Brjóttu eggin og hrærðu þau saman við vatnið og bættu svo þurrefnunum saman við. Hrærðu
allt vel saman með pískara og leyfðu deiginu að hvílast aðeins í 3-4 mín. Hnoðaðu svo bollur
í þeirri stærð sem hentar, deigið dugar í 5-7 bollur
Settu þær á bökunarpappír og bakaðu í 30-40 mín á blæstri á 180°

Brauð1