Heimatilbúin muesli án sykurs

Fyrir ykkur sem saknið morgunkornsins á LKL mataræðinu ykkar þá er komin hérna þessi
frábæri staðgenginn í formi heimatilbúins muesli. Þetta er mjög einföld uppskrift ef að  uppskrift
skyldi kalla en þú þarft bara að blanda nokkrum hráefnum saman í skál, hæra saman og baka
síðan í nokkrar mínútur og átt þá morgunverð fyrir alla vikuna. Stök(k) snilld, verði ykkur að góðu

4-5 msk kókosolía eða smjör (bráðið)

500 gr kókosflögur

2 msk chiafræ

1 tsk kanill (má sleppa)

350 gr  hnetur eða möndlur eða bæði, saxaðar gróft

1 – 3 msk sykulaust sýróp (þetta er val, þú ræður hversu sæt blandan er, mátt jafnvel sleppa)

Hitaðu ofninn í 120C. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og hrærðu þau saman. Settu smjörpappír í ofnskúffu og dreifðu blöndunni jafn á plötuna. Bakaðu í 15-20 mínútur. Hrærðu í blöndunni 2-3 á meðan hún brúnast.

Þegar allt er farið að brúnast vel (því dekkri því stökkari) tekurðu plötuna úr ofninum og kælir vel.
Brjóttu síðan blönduna upp með höndunum og geymdu í lokuðu íláti. Frábært með grískri jógúrt eða skyri og smá rjóma.

Screen-Shot-2012-08-27-at-6.24.38-PM

Leave a Reply