Gúrmei borgarar með vinningssósu

Til þess að gera þennan rétt LKL vænan sleppirðu brauðinu eða notar LKL vænt brauð eins og t.d. Oopsies og passar að sweet chilisósan sé sykurlaus (fæst í Krónunni)

6 hamborgarar, t.d. 120 g

6 hamborgarabrauð

ostur, t.d. blámygluostur

svartur pipar

grænmeti að eigin vali

 

Avacadóchilísósa

1 dós sýrður rjómi

2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður

3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

 

Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn. Grillið hamborgarabrauðin lítillega.

Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avacadó og stappið avacadóið saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avacadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.

Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

Uppskriftina er að finna á matarblogginu gulur, rauður, grænn og salt hér

IMG_1975 IMG_2017

Leave a Reply