Rósakál með avókadó, lime og beikoni

Rósakál flokkast seint sem vinsælasti gaurinn í grænmetisrekkanum. Rósakál er engu að síður frábært grænmeti sem er fullt af góðri næringu og hefur þennan frábæra þéttleika sem minnir pínu á rótargrænmeti. Þessi réttur er instant uppáhald og er frábært meðlæti með öllu kjöti eða fisk

500 gr rósakál
4 sneiðar beikon
1 stórt hvítlauksrif, pressað
1 msk lime safi
1 stórt avókadó eða 2 lítil skorin í frekar þykkar sneiðar
ólífuolía
salt og pipar

Byrjaðu á að skera beikonið niður í litla bita og steiktu þá á vel heitir pönnu. Taktu síðan til hliðar en skildu feitina eftir á pönnunni. Skerðu rósakálið í 4 báta, bættu smá ólífuolíu á pönnuna og steiktu kálið ásamt hvítlauknum þar til allt er byrjað að brúnast. Lækkaðu hitann og bættu lime safanam við ásamt beikoni og kryddunum. Bættu avókadó sneiðunum við síðast og blandaðu þeim varlega saman við svo þær maukist ekki, þurfa bara rétt að hitna í gegn.

av

Leave a Reply