Monthly Archives: May 2013

LKL hamborgarabrauð/bollur

By | Uppskriftir | No Comments

Þessi hamborgarabrauð/rúnstykki eru rosalega bragðgóð og eru mjög brauðleg þar sem
þau innihalda husk og flax seed meal en það gefur brauðinu svona heilhveitifíling.

Brauð2

LKL hamborgarabrauð/rúnstykki

2 egg
2 dl möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
4 msk husk
1 msk flax seed duft frá Now
smá salt
2 1/2 dl heitt vatn
1 msk olía

Brjóttu eggin og hrærðu þau saman við vatnið og bættu svo þurrefnunum saman við. Hrærðu
allt vel saman með pískara og leyfðu deiginu að hvílast aðeins í 3-4 mín. Hnoðaðu svo bollur
í þeirri stærð sem hentar, deigið dugar í 5-7 bollur
Settu þær á bökunarpappír og bakaðu í 30-40 mín á blæstri á 180°

Brauð1

 

LKL fyrirlestur á Akureyri

By | LKL Námskeið | No Comments

Jæja nú er komið að því að leggja land undir fót og fara á mínar heimaslóðir og halda LKL fyrirlestur.
Fyrirlesturinn verður haldin miðvikudaginn 29 maí klukkan 18:00 – 20:00
Þar fjalla ég um allt sem viðkemur LKL mataræðinu og fer yfir það hvers vegna LKL gæti verið góður
kostur fyrir þig, rannsóknirnar sem liggja að baki LKL og hvernig þú getur náð sem bestum árangri
Skráning er hafin og ég hlakka mikið til að koma norður og fræða ykkur og spjalla um LKL mataræðið

Ég er einnig að árita bókina mína í Nettó sama dag frá 15:00 – 17:00

Dagsetning: Miðvikudagur 29 maí
T’ímasetning: 18:00-20:00
Staðsetning: Auglýst síðar (ráðstefnusalur á Ak)
Skráning: gunni@lkl.is
Verð: 4,900
Innifalið er fyrirlesturinn og 14 daga nýr LKL matseðill

004DBL1321_dagak_sida_HQ-page-001 (2)

Pestófiskréttur

By | Gestablogg | No Comments

IMG_5086

Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá mér, það er ansi skemmtilegt að prufa sig áfram og prufa nýja rétti. Þessi réttur er ansi góður að mínu mati, með smá Ítölsku ívafi þó svo að ég hafi litla hugmynd um Ítalska matreiðslu þá ætla ég samt að segja að þessi réttur sé með Ítölsku ívafi. Þessi réttur hentar sérlega vel hvenær sem er.

Ég vona að þið njótið vel.

Fiskur með pestó, ólífum og parmesan.
2 ýsuflök (eða bara sá fiskur sem ykkur þykir bestur)
1 krukka rautt pestó
1/2 krukka fetaostur, olían má fara með
10 – 15 ólífur
6-7 kirsuberjatómatar
parmesan ostur, ferskur rifinn
salt og nýmalaður pipar

Skolið fiskinn vel. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar, leggið fiskinn í eldfast mót. Náið ykkur í skál, hrærið saman pestóinu og fetaostinum. Dreifið blöndunni yfir fiskinn, skerið ólífur og tómata í litla bita og dreifið yfir. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar, sáldrið smá parmesan osti yfir fiskréttinn að lokum. Inn í ofn við 180°C í 20 – 25 mínútur.

IMG_5060

IMG_5061

IMG_5063

Parmesan ostur, hentar vel í matargerð og er algjörlega dásamlegur.

IMG_5064

Rauðvín til hliðar, því ef maður ætlar að fara til Ítalíu í huganum þá verður rauðvín að fylgja með.

IMG_5066

IMG_5090

IMG_5086

IMG_5081

IMG_5090

Ekki spara parmesan ostinn því hann gefur réttinum einstaklega gott bragð.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Evu Laufey Kjaran – www.evalayfeykjaran.com – smelltu hér

 

 

Súkkulaðifrauð

By | Gestablogg | No Comments

img_9757

Eins og ég sagði frá í gær þá var ég með matrétti um helgina sem henta LKL mataræðinu. Það hefur nú varla farið fram hjá mörgum að þetta mataræði er orðið afar vinsælt hér á landi. Mataræðið inniheldur mjög lítið magn kolvetna, prótein og síðast en alls ekki síst, fitu! Það getur verið dálítið flókið að sneiða hjá kolvetnum en kosturinn við þetta mataræði er að það er margt gott leyfilegt. Eftirrétturinn sem ég hafði um helgina var gómsæt súkkulaðimousse eða súkkulaðifrauð. 70-80% súkkulaði er leyfilegt til hátíðabrigða á LKL matarræðinu. Þetta súkkulaðifrauð er afar einfalt en ákaflega ljúffengt í því er einungis dökkt súkkulaði, eggjarauður og þeyttur rjómi. Dásamlega einfalt og gott! Ég hef áður bloggað um súkkulaðifrauð. Þar kemur einmitt fram að súkkulaðifrauðin eru til í allskonar útgáfum. Það er af og frá að þetta LKL – súkkulaðifrauð sé einungis fyrir þá sem eru á lágkolvetnismataræði, það er sannarlega fyrir alla aðra sælkera líka!

img_9756

Uppskrift f. 4-6:

 

  • 100 g dökkt súkkulaði, helst 80%
  • 2 eggjarauður
  • 3 dl rjómi
  • einhverskonar bragðbætir, td. koníak (ég sleppti slíku)

 

Súkkulaðið er brytjað niður og brætt yfir vatnsbaði við vægan hita, látið kólna dálítið. Því næst er eggjarauðunum bætt út í súkkulaðið einu í senn og blandað vel saman við súkkulaðið. Rjóminn er þeyttur og dálitlum hluta af honum, ca. 1/2 dl., bætt saman við súkkulaðiblönduna og hrært þar til að allt er vel blandað saman. Þá er restinni af rjómanum bætt út í og hrært þar til blandan er slétt. Blöndunni er skipt í glös og látin stífna í ísskáp í minnst 2 tíma áður en hún er borin fram. Gott er að bera fram þeyttan rjóma með súkkulaðifrauðinu og jafnvel skreyta með jarðaberjum eða hindberjum – þau eru leyfileg í LKL!

Hér eru dásamlegu Lattebollarnir frá Cup Companynotaðir undir súkkulaðimúsina!

img_97531

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér

 

LKL ís með súkkulaðisósu

By | Gestablogg | No Comments

3 eggjarauður eða 3 heil egg, smekksatriði
1 peli rjómi
3 msk sætuefni t.d. erythritol
1-2 msk vanilludropar

Stífþeytið rjómann í skál.
Í annari skál þeytið vel saman eggjum, vanillu og sætuefni
Blandið þessu varlega saman við rjómann og frystið í formi.

Það má auðvitað bragðbæta ísinn ef maður vill með,dökku kakói, bragðefni,
sykurlausu karmellusýrópi eða próteini en mér finnst hann bestur svona einfaldur og “ömmulegur”.

541647_10151638871151894_1049377019_n

Súkkulaðisósa:
2-3 msk kaldpressuð kókosolía (Himnesk hollusta mjög góð)
2 msk dökkt kakó
sætuefni eftir smekk
2-3 msk heitt kaffi.

Möndlu eða vanilludropar mjög góðir til að bragðbæta.

Öllu hrært saman og smakkað til.
Hér þarf stundum að slumpa aðeins og ekki gera of mikið magn í einu því
yfirleitt er nóg að setja 2-3 tsk yfir ísinn.


Uppskriftina er frá Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com

Brúnar Oopsís kökur

By | Gestablogg | No Comments

Munið þið ekki eftir íssamlokunum, eða Óreó ískökunum ? Þessar dásamlegu súkkulaði oopsies rifja upp gamlar syndir alveg með det samme.  Uppskriftin átti upphaflega að vera með kremi á milli en mér fannst ískökur hljóma betur ! Enda sumarið handan við hornið …

iskokur

Súkkulaði ísköku-oopsies

 

 3 egg, aðskilja hvítur frá rauðu
90 gr rjómaostur
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 msk kakó
3 msk Erythritol eða Xylitol (Now)
Stífþeyta hvítur sér og taka til hliðar.

Rjómaostur og rauður þeytast svo saman ásamt sætuefninu, því næst fer kakóið og lyftiduftið í blönduna og að lokum veltið þið eggjahvítunum mjög varlega saman við deigið.
Búið til litlar kökur á bökunarpappír, ca 1 msk f. hverja köku.

 Bakast í ofni í 30 mín á 180 gráðum.
 Fylling:
 1 peli rjómi
2 msk sykurlaust súkkulaðisýróp (má sleppa en bæta þá við 1 msk af sætuefni)
2 msk xylitol eða erythritol
1/2 tsk vanilluduft.
 Blandið saman innihaldinu við rjómann í skál og þeytið svo allt vel saman þar til nokkuð þétt í sér.
Sprautið fyllingunni á kökurnar, leggið 2 og 2 saman í samloku og frystið.
Það er líka hægt að gera þessar með hnetusmjörskremi:
 
100 gr rjómaostur
1 msk kakó
2-3 msk möndlusmjör(Monki) eða hnetusmjör
sletta af rjóma til að þynna
3 msk erythritol
dash af salti

allt þeytt saman í mixer og svo sprautað á kökurnar í staðin fyrir rjómann.

Ég prófaði líka að setja þetta krem ofan á ískökurnar sem var náttúrulega bara extra eðal og extra græðgi …

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Kjötbollur í sveppasósu

By | Uppskriftir | No Comments

Kjötbollur í sveppasósu
1 bakki svínahakk eða nautahakk
1 laukur, smátt saxaður, steiktur í smjöri og 1 msk erythritol
Lauknum blandað saman v hakkið ásamt svörtum pipar+salti+papriku
2 egg og 1 msk husk sett út í, blandað saman og bollur mótaðar
– Steiktu bollurnar þar til þær brúnast aðeins og settu í eldfast
mót og inn í ofn á 180° í 10 mínútur.

67295_543172132371009_1185682909_n

Sveppasósan
steiktir sveppir í smjöri, bættu við 2 msk sveppasmurosti
+1 msk lífrænn gr.m.kraftur+2 msk hvítvín.
Leyfðu víninu að gufa aðeins og ostinum að bráðna og settu
svo 2 dl rjóma saman við og kryddaðu til með sjávarsalti

Einfalt og mjög gott með góðu salati

Insalata Caprese

By | Gestablogg | No Comments

 

IMG_3139

Insalata Caprese

Mjög einfalt ítalskt salat sem samanstendur af ferskum mozzarella osti, tómötum, ferskri basiliku, ólífuolíu, salti og pipar.
Fyrir fjóra
4 tómatar
1 stór mozzarella ostur
Basilika
Salt
Pipar
Ólífuolía
1. Byrjið á því að skola tómatana vel og skera þá í sneiðar.
2. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar.
3. Hitið ofninn í 180°C og setjið tómata í eldfast mót inn í ofn í 4 – 5 mín.
4. Takið tómatana út úr ofninum.
5. Náið ykkur í stóran disk eða fjóra litla diska og raðið salatinu upp.
6.  Ca. 4 sneiðar af tómat og 3 sneiðar af osti. Basilikulauf sett inn á milli.
7. Salt og pipar að vild. Að lokum dreifum við smá ólífuolíu yfir réttinn.
Einfaldara verður það ekki.
Það er ekki nauðsyn að setja tómatana inn í ofn, mjög gott að hafa þá óbakaða líka en mér finnst það bara svo gott að hita þá aðeins.

IMG_3163 IMG_3154 IMG_3149 IMG_3139

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Evu Laufey Kjaran – www.evalayfeykjaran.com – smelltu hér

Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi

By | Gestablogg | No Comments

Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn.
Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að síður elda og borða góðan mat, þarf ekkert annað en að kaupa sér uppskriftabækur eða hreinlega fara á netið og finna einfalda en um leið “rock-solid” rétti.

01

Þessi réttur er einn af þeim sem að krefst lítillar áreynslu en lætur viðstadda stynja af ánægju. Eins og með svo marga aðra rétti á síðunni minni segi ég..ef þið ætlið bara að gera einn rétt, gerið þá þennan!

Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi
fyrir 4
ólífuolía
1 msk balsamikedik
600 gr lambafillet
1 grasker, butternut squash, skorið í teninga
1 búnt aspas, skorið í þrjá hluta
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
kál að eigin vali
furuhnetur
fetaostur, hreinn

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°c. Hrærið saman olíu, balsamikediki og salti og pipar. Bætið lambinu útí og nuddið blöndunni í kjötið. Setjið filmu yfir og geymið í ísskáp.
  2. Látið graskerið á bökunarplötu með smjörpappír. Hellið yfir smá olíu og saltið og piprið. Látið í ofninn í um 35 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt.
  3. Stekið aspasinn og laukinn á pönnu. Kryddið með salti og pipar.
  4. Takið lambið úr marineringunni. Steikið á rifflaðri pönnu við mikinn hita í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Látið inní ofn í nokkrar mínútur. Tekið úr ofni og látið standa í um 5-10 mínútur. Skerið í þunnar sneiðar.
  5. Raðið öllu hráefninu á disk, endið á lambinu, furuhnetum og myljið síðan fetaost yfir allt.
  6. Munið að láta mig vita hvernig ykkur líkaði!Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Berglindar Guðmundsdóttur – www.gulurdaudurgraennogsalt.com – smelltu hér

Súkkulaðikaka

By | Gestablogg | No Comments

100 gr 70% súkkulaði ( ég notaði Black Green )
200 gr Smjör
1,5 dl Xylitol
200 gr Möndlumjöl
25 gr ósætt kakó ( ég notaði Black Green )
5 egg (við stofuhita)
1/2 dl rjómi
1 msk mascarpone ostur
1 tsk vanillusykur ( rapunzel )
1 tsk vanilludropar
1 msk vínsteinslyftiduft
… smá salt

944147_10151652010038523_2046511954_n

Aðferð:

Súkkulaðið og smjörið brætt saman á vægum hita.
Ég setti möndlumjölið ásamt þurrefnum í matvinnsluvél til að gera það fínna…
Ég þeytti eggin aðeins og blandaði rjómanum og ostinum við.

Að lokum er þessu öllu blandað saman og sett í kökuform (ég smurði það með smjöri)

Kakan fór í ofninn í 60 mín á blæstri – 150 c

Kremið !!!! (ég át það með skeið!

250 gr Mascarpone
5 eggjarauður
tæpur dl xylitol ( mér finnst það betra en erythrol)
1 tsk instant kaffi
1 msk kakó
30gr smjör (mjúkt)
1 tsk vanillusykur (Rapunzel )
( örugglega gott að prófa möndludropa líka jafnvel að setja hnetusmjör í það ofl.. hægt að leika sér hér 🙂 )

Aðferð:

Eggjarauður og xylitol þeytt mjög vel saman ( stíft )

þurrefni blandað vel saman við rjómaostinn, að lokum er þessu blandað smám saman á meðan ég hélt áfram að þeyta..

Að lokum ristaði ég möndluflögur og kókosflögur á pönnu sem ég stráði yfir voila!

Uppskrift/mynd: Kristín Linda Sigmundsdóttir