Brúnar Oopsís kökur

Munið þið ekki eftir íssamlokunum, eða Óreó ískökunum ? Þessar dásamlegu súkkulaði oopsies rifja upp gamlar syndir alveg með det samme.  Uppskriftin átti upphaflega að vera með kremi á milli en mér fannst ískökur hljóma betur ! Enda sumarið handan við hornið …

iskokur

Súkkulaði ísköku-oopsies

 

 3 egg, aðskilja hvítur frá rauðu
90 gr rjómaostur
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 msk kakó
3 msk Erythritol eða Xylitol (Now)
Stífþeyta hvítur sér og taka til hliðar.

Rjómaostur og rauður þeytast svo saman ásamt sætuefninu, því næst fer kakóið og lyftiduftið í blönduna og að lokum veltið þið eggjahvítunum mjög varlega saman við deigið.
Búið til litlar kökur á bökunarpappír, ca 1 msk f. hverja köku.

 Bakast í ofni í 30 mín á 180 gráðum.
 Fylling:
 1 peli rjómi
2 msk sykurlaust súkkulaðisýróp (má sleppa en bæta þá við 1 msk af sætuefni)
2 msk xylitol eða erythritol
1/2 tsk vanilluduft.
 Blandið saman innihaldinu við rjómann í skál og þeytið svo allt vel saman þar til nokkuð þétt í sér.
Sprautið fyllingunni á kökurnar, leggið 2 og 2 saman í samloku og frystið.
Það er líka hægt að gera þessar með hnetusmjörskremi:
 
100 gr rjómaostur
1 msk kakó
2-3 msk möndlusmjör(Monki) eða hnetusmjör
sletta af rjóma til að þynna
3 msk erythritol
dash af salti

allt þeytt saman í mixer og svo sprautað á kökurnar í staðin fyrir rjómann.

Ég prófaði líka að setja þetta krem ofan á ískökurnar sem var náttúrulega bara extra eðal og extra græðgi …

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

Leave a Reply