Insalata Caprese

 

IMG_3139

Insalata Caprese

Mjög einfalt ítalskt salat sem samanstendur af ferskum mozzarella osti, tómötum, ferskri basiliku, ólífuolíu, salti og pipar.
Fyrir fjóra
4 tómatar
1 stór mozzarella ostur
Basilika
Salt
Pipar
Ólífuolía
1. Byrjið á því að skola tómatana vel og skera þá í sneiðar.
2. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar.
3. Hitið ofninn í 180°C og setjið tómata í eldfast mót inn í ofn í 4 – 5 mín.
4. Takið tómatana út úr ofninum.
5. Náið ykkur í stóran disk eða fjóra litla diska og raðið salatinu upp.
6.  Ca. 4 sneiðar af tómat og 3 sneiðar af osti. Basilikulauf sett inn á milli.
7. Salt og pipar að vild. Að lokum dreifum við smá ólífuolíu yfir réttinn.
Einfaldara verður það ekki.
Það er ekki nauðsyn að setja tómatana inn í ofn, mjög gott að hafa þá óbakaða líka en mér finnst það bara svo gott að hita þá aðeins.

IMG_3163 IMG_3154 IMG_3149 IMG_3139

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Evu Laufey Kjaran – www.evalayfeykjaran.com – smelltu hér

Leave a Reply