Kjötbollur í sveppasósu

Kjötbollur í sveppasósu
1 bakki svínahakk eða nautahakk
1 laukur, smátt saxaður, steiktur í smjöri og 1 msk erythritol
Lauknum blandað saman v hakkið ásamt svörtum pipar+salti+papriku
2 egg og 1 msk husk sett út í, blandað saman og bollur mótaðar
– Steiktu bollurnar þar til þær brúnast aðeins og settu í eldfast
mót og inn í ofn á 180° í 10 mínútur.

67295_543172132371009_1185682909_n

Sveppasósan
steiktir sveppir í smjöri, bættu við 2 msk sveppasmurosti
+1 msk lífrænn gr.m.kraftur+2 msk hvítvín.
Leyfðu víninu að gufa aðeins og ostinum að bráðna og settu
svo 2 dl rjóma saman við og kryddaðu til með sjávarsalti

Einfalt og mjög gott með góðu salati

Leave a Reply