Monthly Archives: May 2013

Blómkálsdúllur – LKL meðlæti

By | Gestablogg | No Comments

Blómkál er hægt að matreiða á ýmsan hátt og hér er ein góð aðferð. Það er svona nettur kartöflukeimur af þessum blómkálsdúllum og passa þær vel með kjöti og fisk.

bakað blomkal obakad

Blómkálsdúllur
500 gr blómkál ferskt
1 tsk himalaya salt
30 smjör
2 stór egg
3 msk kókoshveiti

1/2 rifinn piparostur ( valfrjálst )

matur

Gufusjóðið eða sjóðið blómkálið þar til það er mjúkt.
Hellið af vatninu og maukið með töfrasprota
eða kartöflustöppu. Hitið ofninn í 180 gráður
Setjið saltið og smjörið út í stöppuna og blandið áfram vel.
 Eggin fara því næst út í og áfram hrært,( piparostur má fara hér út í)  að lokum
fer kókoshveitið út í blönduna og allt maukað vel saman.
Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið litlum dúllum á bökunarpappír.
Bakið í ofninum í sirka 20- 30 mín. Þetta skal bera fram heitt.
Rosa gott með kjöti og fiski, með sósu eða bara hverju sem er.

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Maríu Kristu Hreiðarsdóttur –  www.mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/– smelltu hér

 

Timían kjúklingur með stökku beikoni og sveppum

By | Gestablogg | No Comments

Timían kjúklingur með stökku beikoni og sveppum

min_img_2236

Eftir að hafa haft aðeins of mikið að gera, já eins og ég talaði um síðast og já, ég ætla að tala um það aftur, fannst mér kominn tími til að elda eitthvað almennilegt. Sonur minn er enn einu sinni að hafa áhrif á það hvað er eldað á heimilinu. Hverjum hefði dottið í hug að fjögurra ára barni hefði dottið þessi réttur í hug? Nei allt í lagi, kannski ekki alveg í smáatriðum en engu að síður stakk þetta litla ljós upp á því við úfna móður sína í búðinni seinnipartinn þennan föstudag. ”Mamma eldum bara kjúklingabringur” Og það varð auðvitað úr. Alltaf hægt að gera eitthvað stórkostlega gott og skemmtilegt við það hráefni. Samt alveg merkilegt hvað það var mikill mánudagsfílingur í mér þennan föstudaginn.. sem sennilega er vegna þessara blessuðu kærkomnu frídaga í miðri viku. Skemmtilegur ruglingur á rútínu sem svoleiðis frídagar gefa manni.

Þessir réttur er virkilega bragðmikill og góður. Sveppir og beikon passa alltaf svo vel saman og bragðið af timían og sítrónu smellur alltaf. Klassísk samsetning. Virkilega gaman að bera réttinn fram á fallegu fati með stökku beikoninu stráðu yfir og saxaðri ferskri steinselju.

min_img_2235

Timían kjúklingur með beikoni og sveppum (fyrir 4):

4 kjúklingabringur
    2 bakkar Flúðasveppir
    1 bréf beikon (lítið)
    2 dl hvítvín (má sleppa og nota meira kjúklingasoð)
    Safi úr 1/2 – 1 sítrónu (fer eftir stærð, ég notaði bara 1/2)
    3 dl kjúklingasoð (vatn+kjúklingakraftur)
    3 msk rjómi
    Salt, pipar og þurrkað eða ferskt timían
    Smávegis af ferskri steinselju

Aðferð: Byrjið á að kljúfa kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu á þykktina og berjið þær svo með kjöthamri eða botni á potti þannig að þær þynnist aðeins. Kryddið með salti, pipar og timían. Skerið beikonið í litla bita og sveppina í frekar stóra bita. Hitið pönnu við háan hita og steikið beikonið þar til það verður stökkt. Takið það af pönnunni og færið á eldhúspappír.

page_1

Steikið því næst kjúklinginn þar til hann er nánast alveg fulleldaður. Takið hann þá af pönnunni og geymið á diski.

page_2

Hækkið hitann, setjið smá smjör eða olíu á pönnuna og steikið sveppina þar til þeir hafa brúnast vel.

min_img_2230

Kryddið með salti, pipar og timían. Þegar sveppirnir hafa brúnast vel. Hellið þá hvítvíni á pönnuna og leyfið því að sjóða aðeins niður, tekur ca. 1-2 mínútur. min

min_img_2231

Bætið þá kjúklingasoðinu og sítrónusafanum á pönnuna ásamt rjómanum. Leyfið þessu að sjóða aðeins niður og smakkið til með salti og pipar. Leggið því næst kjúklinginn á pönnuna og látið hann hitna í gegn í sveppasósunni. Þegar kjúklingabringurnar eru heitar í gegn raðið þeim þá á fat og hellið sveppasósunni yfir.

min_img_2237

Stráið því næst stökku beikoninu og steinseljunni yfir og berið fram t.d með einföldu salati.

min_img_2249

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Helenu Gunnarsdóttur – www.eldhusperlur.com – smelltu hér

Ljúffengur LKL kjúklingaborgari

By | Uppskriftir | No Comments

LKL kjúklingaborgari
Örbabrauð í botninn (sjá uppskrift fyrir neðan mynd)
chilimayo smurt á botninn (blanda af majónesi og Sambal Oelek sem er chilimauk, fæst t.d. í Hagkaup)
kjúklingur, bringa eða file steikt á pönnu með kryddi að eigin vali
tómatar í sneiðum
avókadó í sneiðum
ferskt klettasalat
fetaostur, mulinn yfir pestóið
beikon, brakandi ferskt (steikt)
pestó, grænt
toppað með lífrænni ólífuolíu mmmm…

542769_546551635366392_2049215591_n

Örbabolla fyrir einn:
1 egg
1 msk möndlumjöl
1/2 msk majónes
1/2 msk rifinn ostur
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk husk
Allt hrært vel saman og sett í morgunverðarskál eða stóran kaffibolla og inn í örbylgjuna í 2:30 mín

69249_546556242032598_1788896070_n

Avómajó

By | Uppskriftir | No Comments

Einföld og rosalega bragðgóð sósa sem hentar frábærlega
kjöt og fisk eða dressing með fersku salati

604125_555035147851374_464604762_n

Avómajó
– 1 stór avókadó eða tveir minni
– 1 msk sótrónusafi
– 1-2 rif hvítlaukur, fer eftir hvítlaukssmekk
– 1/2 tsk svartur pipar
– 1/2 tsk salt
– 3-4 msk góð Ólífuolía, gjarnan með rósmarína/basiliku
allt maukað vel saman og voila

Kremað spínat LKL meðlæti

By | Uppskriftir | 6 Comments

Alltaf gott að fá meðlætishugmyndir. Þessi er með spínati í aðalhlutverki og hentar frábærlega með kjöti eða fisk.
Að þessu sinni notaði ég rækjur sem ég setti saman við spínatið og það koma svona rosalega vel út.

Kremað spínat með ferskum rækjum:

Heill poki af spínati er smjörsteiktur og þú kryddar til með salti og pipar
Bætir síðan á pönnuna 1 dl rjómi, lúka af rifnum piparosti, 1 tsk sambal oelek
og 250 gr af ferskum rækjum. Bætir rækjunum í síðast og bara rétt að leyfa þeim
að hitana í gegn í 1-2 mínútur svo þær verði ekki seigar. Borið fram á fersku salati

ggdg

Nýtt LKL námskeið hefst þriðjudaginn 21 maí

By | LKL Námskeið | No Comments

Nýtt námskeið hefst þriðjudaginn 21 maí – kl 19:00
Næringarráðgjöf, fyrirlestur, aðhald og stuðningur

FYRIRLESTUR:
Þú lærir allt sem þú þarft að vita um LKL
Hvað gerist í líkamanum þegar þú borðar vissan mat og hvaða áhrif það hefur á fituforðann.
Hvað áttu að borða og hvað áttu að forðast. Fjöllum um Insúlín, sykurfíkn, matarlyst og hormónin.

Þú lærir að borða réttan mat og matreiða hann:
Farið yfir helstu LKL réttina og þú lærir að búa til einfaldan og bragðgóðan LKL mat.
Farið yfir matreiðsluaðferðir og hvernig þú getur gert LKL rétti á skömmum tíma.

AÐHALDIÐ:
Þú færð sendan email x2 í viku fullan af LKL hugmyndum.
Þú færð hugmyndir að morgunmat, millimálum og daglegum LKL réttum ásamt
uppskriftum.

Vikulegir fundir í heilan mánuð
Vikulegir fræðslu- og stuðningsfundir á þriðjudögum frá 18:00-19:00 í Lifandi markaði, Borgartúni 24.

Verð: 9,900.- kr
Skráning: gunni@lkl.is

LKL ráðgjöf - Lifandi Markaður-page-001(2)

Einstaklega góðir klattar

By | Uppskriftir | No Comments

Það er svo gott að geta leyft sér brauð og þessir klattar eru rosa bragðgóðir og geymast auðveldlega í viku í kæli.
Ég smjörsteikti þessa og bætti smá ólífuolíu með svona til að fá meiri flóru í fitutegundirnar.

420385_552745578080331_1688713782_n

Bara yndislegir og einkar fljótlegir LKL klattar
í eftirrétt með rjóma og berjum eða sem millimál
með rækju eða túnfisksalati

2 egg
1 dl rjómi
1 dl möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
klípa salt
Allt hrært vel saman – smjörsteiktir á pönnu
tips: bættu við lyftiduftið til að gera þá meira fluffy!

Kotasæluklattar

By | Gestablogg | No Comments

img_7675

Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá yngstu börnunum. Ég er eiginlega ekki tilbúin, mér finnst sumrinu vera lokið þegar skólarnir byrja og ég er enn að sætta mig við hvað sumrin hér á Íslandi eru stutt! Þegar við bjuggum í  Svíþjóð fannst mér vera þar sumar frá apríl og alveg fram í lok september. En það er nú reyndar ekki hægt að kvarta yfir þessu dásamlega sumri sem við fengum á Íslandi í ár, það mætti bara vera lengra! 🙂

En eftir allar matarveislur sumarsins er kannski tími til komin að huga að hollustu! Mér finnst reyndar voðalega leiðinlegt að pæla allt of mikið í svoleiðis hlutum og reyni að forðast öfga í mataræðinu. Ég elda mat úr ferskum og fjölbreyttum hráefnum, nota mikið grænmeti, forðast unna matvöru og finnst það vera heilbrigð hollusta. Ég er ekki hlynnt algjörlega kolvetnislausu fæði en ég finn samt að það gerir mér gott að sneiða hjá miklum kolvetnum. Ég byrjaði því núna síðsumars að minnka brauðát. Það getur verið snúið að finna eitthvað í stað brauðsins. Ég fæ mér oft eggjaköku í hádeginu og borða með henni ávexti og grænmeti, finnst það  afskaplega gott. En fyrir nokkru síðan sá ég uppskrift af kotasæluklöttum sem eru meira og minna kolvetnislausir. Það sem stoppaði mig í að prófa uppskriftina var að í henni er ,,fiberhusk”. Ég vissi að þetta var einhverskonar trefjaviðbætir til að halda saman deiginu, sem er án hveitis, en fann það ekki í hefðbundnum búðum. Ég komst svo að því að þetta trefja husk fæst til dæmis í Heilsuhúsinu, í apótekum og í mörgum heilsuhornum frá Now meðal annars. Þá var ekkert því til fyrirstöðu að prófa klattana. Mér fannst dálítið erfitt að steikja klattana fyrst um sinn, deigið virtist afar linnt og það var eins og klattarnir næðu ekki að steikjast almennilega. Ég þurfti að ,,sópa” þeim svolítið saman með steikarspaðanum til að þeir héldu forminu. En eftir smátíma og eftir að ég hækkaði aðeins hitann á pönnunni gekk þetta betur og ég fékk þessa fínu kotasæluklatta.

Uppskrift (2 klattar):

125 gr. kotasæla
    0.75 msk trefjahusk (fæst í Heilsuhúsinu), mér skilst að hægt sé að nota 1.5 msk af muldu haframjöli í staðinn – hef ekki prófað það sjálf.
    1 egg
    örlítið salt
    1 msk olía til steikingar, gott að nota kókosolíu

senast-c3b6verfc3b6rda4

Maukið allt hráefnið saman með töfrasprota og látið standa í mínútu eða tvær. Setjið feiti á pönnuna, best er að nota teflonpönnu. Hitið olíuna á fremur háum hita á pönnunni, ausið svo deiginu á pönnuna í tvær ,,hrúgur”. Lækkið hitann niður í meðalhita (ég steikti á 5 af 9). Steikið í nokkrar mínútur og ýtið klöttunum saman með steikarspaðanum öðru hvoru ef þeir renna mikið til. Steikið þar til klattarnir eru orðnir nægilega stökkir þannig að hægt sé að snúa þeim við. Ég snéri þeim síðan við nokkrum sinnum, setti svo á milli þeirra mozzarella og skinku og leyfi því aðeins að bráðna saman við klattana á pönnunni. Ekki er verra að bæta líka við ferskri basiliku og tómötum og grilla svo klattasamlokuna í samlokugrilli!

img_7677

Uppskriftina er að finna á blogginu hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur – www.eldhussogur.com – smelltu hér

Einfalt og rosalega gott avókadósalat

By | Uppskriftir | No Comments

Þegar maður hefur um 4 mínútur að henda í salat þá er þetta málið. Það er bara þannig að avókadó gerir allt betra og þetta er grunnurinn af þessu hefðbundna salati sem ég bý alltaf til en svona í sinni einföldustu mynd hérna. Ef ég hef fleiri mínútur og hráefni þá fer þetta á annað level en þetta er rosalega bragðgott og súpereinfalt.

ere

Ég keypti frábær avókadó í Krónunni sem eru seld 2 saman og ég hef alltaf lent á góðum eintökum.
Byrjaðu á að skera þau niður í litla munnbitastærðir og ég setti líka 2 tómata saman við sem ég skar niður
á sama tíma. Sósan er einföld, aðeins 3 hráefni. Ég var að fá þennan risa fetakubb og hann er frábær í salöt
en ég skar væna sneið af honum (fæst minni útgáfa af fetakubb í öllum verslunum) bætti saman við hann
góðri ólífuolíu og balsamik ediki. Þetta er hrært saman og ég myl fetaostinn niður með gaffli. Finnst samt
gott að hafa hann ekki í algeru mauki heldur smá stærri bita líka.

dfba

Þessu er síðan blandað saman við salatið og hrært vel saman og að síðustu er avókadó og tómötunum hent
ofan á og blandað aðeins saman við. Það er svo auðvitað hægt að bæta hvaða grænmeti saman við þennan grunn

dfffererter

Græn LKL afgangasósa

By | Uppskriftir | No Comments

Ok hljómar ekki vel en bíddu. Spínat, klettasalat, grænkál, allar kryddjurtir og já bara það sem ísskápurinn hefur uppá að bjóða varðandi grænmeti sem er að falla á tíma þá er gráupplagt að skella því öllu í blandarann eða matvinnsluvélina og búa til eitt stykki gómsæta sósu sem er í pestóættinni en svona bastarðurinn þar eða þannig. :Þú smakkar þig til með kryddunum og bætir í eða minnkar eftir þörfum eftir þínu eigin bragðskyni en hérna er grunn-uppskriftin

DSC_0153

200 gr grænt kál – spínat, kál, klettasalat, kryddurtir o.s.frv.
2 msk hnetur/fræ að eigin vali
1 dl sýrður rjómi
2 dl grísk jógúrt
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk cummin
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk Erythritol
Ólífuolía

Allt í blandara eða matvinnsluvél og maukað vel saman. Ólífuolíunni bætt við eftir þörfum varðandi þykkt og bragð