Græn LKL afgangasósa

Ok hljómar ekki vel en bíddu. Spínat, klettasalat, grænkál, allar kryddjurtir og já bara það sem ísskápurinn hefur uppá að bjóða varðandi grænmeti sem er að falla á tíma þá er gráupplagt að skella því öllu í blandarann eða matvinnsluvélina og búa til eitt stykki gómsæta sósu sem er í pestóættinni en svona bastarðurinn þar eða þannig. :Þú smakkar þig til með kryddunum og bætir í eða minnkar eftir þörfum eftir þínu eigin bragðskyni en hérna er grunn-uppskriftin

DSC_0153

200 gr grænt kál – spínat, kál, klettasalat, kryddurtir o.s.frv.
2 msk hnetur/fræ að eigin vali
1 dl sýrður rjómi
2 dl grísk jógúrt
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk cummin
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk Erythritol
Ólífuolía

Allt í blandara eða matvinnsluvél og maukað vel saman. Ólífuolíunni bætt við eftir þörfum varðandi þykkt og bragð

Leave a Reply