Ljúffengur LKL kjúklingaborgari

LKL kjúklingaborgari
Örbabrauð í botninn (sjá uppskrift fyrir neðan mynd)
chilimayo smurt á botninn (blanda af majónesi og Sambal Oelek sem er chilimauk, fæst t.d. í Hagkaup)
kjúklingur, bringa eða file steikt á pönnu með kryddi að eigin vali
tómatar í sneiðum
avókadó í sneiðum
ferskt klettasalat
fetaostur, mulinn yfir pestóið
beikon, brakandi ferskt (steikt)
pestó, grænt
toppað með lífrænni ólífuolíu mmmm…

542769_546551635366392_2049215591_n

Örbabolla fyrir einn:
1 egg
1 msk möndlumjöl
1/2 msk majónes
1/2 msk rifinn ostur
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk husk
Allt hrært vel saman og sett í morgunverðarskál eða stóran kaffibolla og inn í örbylgjuna í 2:30 mín

69249_546556242032598_1788896070_n

Leave a Reply